Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 69

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 69
Hugleiðing um jólin og mannlífið Framhald af bls. 9. Engin athöfn er síður metin að verðleikum en sú list að gefa. Engin þörf mannsins er meira vanrækt, því að það er þörf mannsins að gefa, jafnrík og að draga andann. Hann getur ekki lifað án þess að gefa, og margur maðurinn hefur veslazt upp af áhyggjum og kafnað innan um eignir sem aðra vanhagaði um — af því að hann kunni ekki að gefa. Ríkur maður þarf auð- vitað ekki að ausa út í loftið öll- um sínum eigum, eins og væri hann einhver óráðsíupési, þó að hann vilji gera þetta sjónarmið að sínu. Það sem honum er fal- ið getur líka talizt eins vel geymt hjá honum og öðrum, bara ef hann kann þá eðlu list að gefa. Og það má gefa fleira en ver- andleg auðæfi. Þetta kemur jólunum mikið við, af því fyrst og 'fremst að sá sem minnzt er með jólunum var höfuðsnillingur gjafarinnar, enda gaf hann líf sitt fyrir ham- ingju mannkynsins, — en eins af hinu að einn af jólasiðunum er að gefa, jólagjafir. Þegar við gefum jólagjafir skrifum við nöfn okkar kirfilega á gjöfina, því að það má ekki fara milli mála hver gefandinn er. En slíkt er auðvitað talsvert í ætt við að gera gott á torgum og gatnamótum, eiginlega sér- stök tegund af vöruskiptum þar sem manni er þó að minnsta kosti borgað fyrir með þakklæti. Þá er betra að hafa það eins og bóndadurgur einn sem ekkert mátti aumt sjá og var síleys- andi, oft og tíðum ótilkvaddur, úr vandræðum nágranna sinna, og bjó þó sjálfur við lítil efni. Þegar hann kom með harðfisk eða kaffivellu eða grjón í poka til einhvers fátæklingsins þá var han vanur að segja: — Ja, hún sendi mig með þetta hún Guðrún mín, þú veizt hún vill ekki að þú hafir orð á þessu. Það er gott að geta kennt henni Guðrúnu sinni um. En sjálfur veit ég hvað það er að fá þegar á lá rausnarlega gjöf án þess að hafa hugmynd um hver sendi. Ég gat engum þakkað, hvað þá meira. Fyrir því býr sú þakkar skuld enn í mér, og hefur auðg- að líf mitt jafnvel meira en sjálf gjöfin. Það er ekki nauðsynlegt að gefa eignir. Til er jólasaga úr Lundúna- borg um það að blindur betlari var snemma á jóladagsmorgun að reyna að draga að sér athygli manna með því að leika á fiðlu- ræfil. Hvorki var spilamennsk- an góð né hljóðfærið vandað, og jafnvel þótt það væru jól fengust menn ekki til að opna glugga og fleygja til hans kopar- hlunk, hvað þá meira. Þá komu þar að tveir menn, og annar þeirra greip af honum fiðluna og hóf að leika, með þeim af- leiðingum að allir gluggar opn- uðust og peningunum rigndi yfir betlarann. Þegar nóg virtist að gert fékk hann betlaranum fiðl- una og gekk snúðugt á braut. Þetta var fiðlusnillingurinn Paganini. Þannig er hægt að gefa. Gefðu það sem þú ert, orð þín, bros þitt, svip þinn og fram- komu og umfram allt hugsanir þínar — því ef þær verða gjöf verður allt þitt líf gjöf. Maður eignast aldrei annað en það sem maður gefur. Þetta þykir kannski fjarstæða, en það er þvert á móti sannreynd í lífi hvers glöggskyggns manns. Það stafar að því að mennirnir eru ekki aðgreindar eyjar sem ekk- ert koma hver annarri við. Þeir eru allir ein heild, og sú heild er miklum mun merkilegri en margfeldið af öllum einstakling- unum. Einhver dularfullur eig- inleiki, eitthvert X, verður alls staðar auðgreinanleg staðreynd þar sem menn vinna saman eins og menn í stað þess að rífast eins og hundar. Enginn maður er eyja, segi ég enn. Það sér hver heilvita mað- ur. Maður væri ekki til ef aðrir væru ekki til, ef hann ætti ekki foreldra, — og þeir væru ekki til ef ekki væru þeirra foreldr- ar, og svo koll af kolli í „ætt- anna kynlega blandi“. Þannig er eining lífsins stað- reynd. Mannlíf er það að vera saman, að tala saman, að eiga saman fjölbreytt skipti, gleðjast saman og þjást og neyta saman brauðs- ins. Allt sem heildin á, átt þú með fullum rétti. En það sem þú tekur fyrir sjálfan þig — með því hugarfari að það sé fyrir sjálfan þig, og þig einan — því ertu að stela frá sjálfum þér — og þú verður vesæll og óham- ingjusamur maður. Þetta finnst mér að sá sem við erum að minnast á jólunum hafi á öllum öldum verið að kenna þeim sem krossfestu hann. Vandamál mannsins — það að hann stofnar til ófriðar þó að hann þrái frið, sérhyggjan, eig- ingirnin — er í eðli sínu ekkert annað en hrapallegur misskiln- ingur. Og Jesús frá Nazareth tók VIKAN 48. tbl. QQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.