Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 41
 GRUNNDEIG. 2 dl. sykur, 400 gr. smjör eða smjörlíki, 1 egg, 550 gr. hveiti, 1 dl. flysjaðar og hakkaðar möndlur, 5 flysjaðar og hakkaðar beiskar möndlur, 2 tesk. smárifinn sítrónubörkur. Ilrærið smjörlíkið, sykurinn og eggið þar til það er ljóst og létt. Blandið hökkuðu möndlunum í ásamt sítrónuberkinum og hveitinu. Hnoðið það fljótt saman og látið standa á köldum stað nokk- urn tíma. Skiptið deiginu í fjóra hluta og gerið eftirfarandi kökur úr því: KONÍAKSKRANSAR MEÐ SÚKKULAÐIGLASSÚR. Bætið nokkrum matskeiðum af koníaki í deigið og sprautið eða rúllið deiginu í ca. 10 cm. 1. lengjur og myndið liring úr þeim. Bakið kökurnar í meðalheit- um ofni (200 gr.) í 10 — 12 mín. Þegar kökurnar eru kaldar, er súkkulaðiglassúr gerður með því að bræða hjúpsúkkulaði í vatnsbaði og síðan V* hluti af hverjum kransi penslaður með því. SÍTRÓNUHJÖRTU. Bætið rifnum berki af Vz sítrónu í deigið og fletj- ið það út og búið til hjörtu, helzt með litlu formi. Bakið kökurnar eins og kransana. HÁLFMÁNAR. Fletjið út dcigið og gerið kringlóttar kökur. Legg- ið góða hindberjasultu á hverja köku, ekki of mikið svo að hún rcnni ekki út um allt, og brjótið svo kökuna saman og penslið hana að ofan með út- hrærðu eggi. Bakað eins og hinar tvær. FINNSKT BRAUÐ. Malið 4 — 5 beiskar möndlur og bætið í, rúllið svo deiginu í litlar stengur og skerið í 5 cm. langa bita. Penslið mcð eggi og dýfið ofan I saxaðar möndlur og grófan sykur. Bakizt eins og hinar kökurnar. SULTULENGJA. 200 gr. smjör eða smjörlíki, 2 dl. rjómi, tesk. salt, 1 tcsk. sykur, 30 gr. pressuger, 3% dl. hveiti. Fylling: Jarðarberja- cða hindbcrjasuita, valhnetu- kjarnar, egg til að pensla með. Hrærið saman gerlð, saltið og sykurinn og blandið í hveitið og hnoðið. Fletjið út köku 20x30 cm. Skerið 5 — 6 cm. langar ræmur upp í báðum megin. Smyrjið sultunni eftir miðju og stráið valhnctukjörnunum ofan á. Leggið svo ræmurnar í kross yfir fyllinguna. Pensl- ið með eggi og bakið í meðalheitum ofni, ca. 225 gr. Gott er að Ieggja kökuna á málmpappír meðan hún er flött út og sultan borin á, því að þá þarf ekkert annað en flytja pappírinn yfir á plötuna, og baka hana á honum. HNETUKAKA MEB GLASSUR. 50 gr. smjör eða smjörlíki, dl. sykur, 2 egg, 1 dl. mjólk, dl. hnetukjarnar, y2 dl. grófsaxaðir valhnetukjarnar, 2 tesk. lyftiduft, V/j dl. hveiti. Skreyting: 200 gr. hjúpsúkkulaði, valhnetukjarnar. Hrærið smjör og sykur þar til það er létt og blandið eggjarauðunum í. Blandið saman hveiti, lyftidufti, malið möndlurnar í möndlukvörn og sax- ið valhneturnar, og blandið þessu í til skiptis við mjólkina. Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim var- lega í deigið. Hellið deiginu í vel smurt form, þar sem raspi hcfur verið stráð innan í, og bakið við lítinn hita í 35 — 40 mínútur. Brjótið hjúpsúkkulaðið í bita og bræðið það í vatnsbaði með 1 tesk. smjör. Smyrjið súkkulaðinu á kök- una, þegar hún cr köld. Skreytið með valhnetu- kjörnum. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ KÓKÓSKAKA MEÐ ANANAS. 4 egg, 3 dl. sykur, 2 dl. hveiti, 1 y2 dl. kókósmjöl, 2 tesk. lyftiduft, 200 gr. smjör, eða smjörlíki, 6 sneiðar ananas, svolítið hveiti, 1 tesk. kanill. Skreyt- ing: 2 dl. apríkósumauk, gróft kókósmjöl. Þeytið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Blandið hveitinu, lyftiduftinu og kókós- mjölinu í til skiptis við brætt smjörlíkið. Hellið deiginu í vel smurt form, sem raspi hefur verið stráð í, skerið ananasinn í bita og veltið þeim upp úr svolitlu hveiti og kanelnum og stingið bitun- um ofan í deigið á víð og dreif. Bakið í meðal- heitum ofni (200 — 225 gr.) í ca. 45 mín. eða þar til sjá má að kakan er bökuð. Látið kökuna kólna, smyrjið apríkósumaukinu ofan á hana og stráið kókósmjölinu yfir. MOKKATERTA. 125 gr. smjör eða smjörlíki, 3A dl. flórsykur, 3 egg, IV2 matsk. kakó, 1 tesk. Neskaffi, ZVz dl. hveiti, 1 tesk. pressuger. Mokkakrem: 1 dl. strausykur, 1 dl. vatn, 3 eggjarauður, 150 gr. smjör, 50 gr. hjúp- súkkulaði, 1 tesk. vanillusykur, 1 tesk. Neskaffi. Skreyting: 2 sneiðar ananas, 10 valhnetukjarnar. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið eggj- unum í einu í einu og kakóinu. Blandið saman hveitinu og gerinu og hrærið því í eggjablönduna og bætið kaffinu í. Bakið í þremur tertuformum í meðalheitum ofni (225 gr.) 1 ca. 10 mín. Látið botn- ana kólna. Búið til mokkakremið með því að sjóða saman vatnið og sykurinn þar til það þykknar að- eins. Þeytið eggjarauðurnar og hellið þeim í heit- an sykurlöginn og hrærið vel í á meðan og haldið áfram að þeyta blönduna öðru hverju þar til hún er köld og hrærið smjörið smám saman í. Bræðið hjúpsúkkulaðið og bætið því ásamt Neskaffinu í. Setjið kremið á milli botnanna og þekið tertuna með afganginum. Skreytið með litlum ananasbitum og valhnetukjörnum. 'k'k'k'b'k'k'k'k'k'k'k-k&'k'k'ít'k'k'&'k'k'k'k'k'k'&'k'fc'k'k'k'k LAUFABRAUÐ. 1 kg. hveiti, IV2 tesk. lyftiduft, 1 tesk. salt, 5 — 6 dl. mjólk, feiti til að steikja í. Þetta ættu að verða u.þ.b. 30 kökur. Þurru efnin vætt með sjóðandi mjólkinni og hrært þar til það er vel jafnt, þá er það hnoðað þar til það er hart, gljáandi og sprungulaust, en deigið verður að vera nokkuð þykkt til að það sé hægt. Deigið má ekki festast við borðið, en svo er það mótað í lengjur, sem skörnar eru í jafn- stóra bita og gerðar úr kringlóttar kökur og flatt- ar út eins þunnt og hægt er. Kakan skorin jafnt eftir diski og í hana er skorið alls konar munstur. Kökurnar soðnar í feiti við mikinn hita og eiga að vera ljósbrúnar. Potturinn með feitinni þarf að vera nægilega stór. 'k'ttiZ'b'k'k'k'k'k'b'&'b'b'k'k'k'k'k'it'&'&'k'k'b'k'fr'b'trb'b'k'b'k'k'k'&'k'b'ít'&'&'&'&'k'k'k'k'k'tt'k'k'k'k'k'kit'k'k'k'k'b'trk'k ANANASRULLA MEÐ KARMELLUGLASSÚR. Rúllutertan: 2 — 3 egg, iy2 dl. hveiti, iyA dl. sykur, 1 tesk. lyftiduft. Fylling: Lítil dós af skorn- um ananas. Glassúr: 2 dl. þykkur rjómi, 1Y2 dl. sykur, 1 matsk. sýróp, 1 matsk. smjör. Skreyting: Flysjaðar möndlur í þunnum sneiðum. Búið fyrst til pappírsform úr smjörpappír undir rúllutertuna, ca. 25x35 cm. Festið hornin með títuprjónum eða bréfaklemmum og setjið formið á bökunarplötu. Sykur og egg er þeytt vel saman og hveiti og lyftidufti blandað varlega í. Setjið deigið jafnt í formið og bakið í 275 gr. heitum ofni í 5 — 8 mín. Hvolfið kökunni strax á smjörpappír og penslið pappírinn sem kakan var bökuð í strax með köldu vatni, því að þá má draga hann af kökunni fyrirhafnarlaust (sé þetta gert strax, þarf ekki að smyrja formið að innan). Áður verður að vera vel runnið af ananasnum, en hann er lagður á kökuna, meðan hún er heit og henni svo rúllað saman og látin kólna. í glassúrinn er rjóminn, syk- urinn og sýrópið soðið saman í potti með þykkum botni, en hræra verður öðru hverju í því. Eftir 25 mín. ætti það að vera farið að þykkna, en þá er smjörinu blandað saman við og glassúrinn lát- inn kólna dálítið áður en hann er settur á tertuna. Möndlurnar skornar í þunnar sneiðar og ristað- ar á pönnu eða í ofni, og þeim er svo stráð yfir.kökuna áður en glassúrinn stífnar alveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.