Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 29
mannastyrk, sem var hækkaður á síSasta ári. Þar að auki lifi ég svo á góðra manna aðstoð, svo- lítið af gömlum merg og þar fram eftir götunum. — Með arð af skáldskap: Hefurðu haft teljandi arð af honum annan en þennan listamannastyrk — til dæmis af útgáfu verka þinna? — Ég hef fengið allvel borgað upp á síðkast- ið, má ég segia, það sem ég hef krafizt borgunar fyrir. — Svo skáldskapurinn hefur ekki eingöngu ver- ið þér ólaunað tómstundagaman. — Ég held hann hafi alltaf verið það. Því það hefur ekki brugðizt, að hafi ég verið beðinn að yrkja eitthvert tækifærisljóð eða svoleiðis, að ég hef bara ekki getað það, eða valdið hneyksli, hafi ég reynt. Ég hef aldrei lært að vinna fyrir launum skilyrðislaust. Ég hef heldur aldrei sett mér það takmark að rubba upp í heila bók. Hins vegar, þegar ég hef átt í bók og leitað hefur ver- ið eftir því til útgáfu, þá hef ég vitanlega látið það fara. — En svo við snúum okkur að þínu upphafi: Ertu héðan frá Kirkjubóli? — Já, ég er fæddur hér og uppalinn. Þau bjuggu hér foreldrar mínir, þar til mamma dó þegar ég var 10 ára, en þá leystist það heimili upp. Svo gifti pabbi gamli sig aftur og ég fór til hans, mað- ur þá kominn yfir tvítugt, en þegar hann dó af slysförum 1932, tókum við búskapinn í okkar hend- ur; ég var þá giftur frændkonu minni, Ingibjörgu Sigurðardóttur; og bjuggum hér þar til eldri strák- urinn okkar vildi fara að búa. — Voruð þið mörg systkini? — Við vorum þrír bræður. Og tveir eftir. Þor- steinn bóndi í Grafardal — Jón bróðir okkar dó fyrir þremur árum. — Ingibjörg kona þín, er hún héðan úr grend- inni? — Hún er dóttir Sigurðar bónda í Hvammi, næsta bæ hérna fyrir utan. Þeir voru bræður Sigurður, Guðjón í Laxnesi og Arni organisti í Grindavík. — Ert þú kannski skyldur þeim líka? — Við erum þremenningar', ég og Inga, konan mín. Jú, þetta er allt sama ættin held ég sé. Ann- ars er ég allra manna lausastur við ættfræði. — En þú veizt sem sagt um skyldleika þinn við Guðjón í Laxnesi og þá Halldór Kiljan. — Já, já, ég veit það. En þau eru bræðrabörn, Inga og Halldór, en við ekki nema þremenning- ar, og óekta, því afar okkar voru hálfbræður. — Hvernig er þá með konuna þína, hefur hún ekki skáldskaparhneigingar líka? — Nei, það held ég ekki, minnsta kosti myndi hún verða fljót að segja nei, ef þú spyrðir hana. — En svo aftur þér nær í ættum: Eru nokkur skáld eða aðrir þekktir höfðingjar þér nær? — Bróðir konunnar minnar er Guðmundur Sig- urðsson, sem oft er ( útvarpi með skemmtiþætti og nú síðast með ferskeytluþátt. Svo er jafn skyldur okkur og Kiljan, Stefán Jónsson rithöfundur og kennari; hann er héðan úr Síðunni, — og hann er gildari höfundur en menn almennt vita. — Svo þetta leggst í ættir. — Hver veit, hvort þetta er frekar ættir eða tíminn? — Kannski bara Hvítársíðan? — Já, það var anzi líflegt hér í Hvítársíðunni, um það leyti sem ég var að alast upp. Það var mikið um hvers konar kviðlinga, en sumt kannski ekki laust við hnútur og spé, er óhætt að segja, en ég vil taka fram, að allt var það í svo gaman- sömum stíl, að það olli aldrei óvild milli manna. — Manstu nokkurt dæmi — þá frekar um spé en hnútu? — Það er einn Hvítsíðingur, sem safnar vísum og á líklega stærsta vtsnasafn sem saman hefur verið dregið hér á þessu landi. Það er Sigurður frá Haukagili. Ég myndi vísa á hann eftir vfsum. Hann hefur allt ( röð og reglu. — En við getum sem sagt slegið því föstu, að Hvítársíðan hafi verið mesta vísnasíða. — Hún var það, en nú er þar miklu minna um vísnagerð en var. Og ætli það sé ekki svo víðast. Nema kannski í Húnavatnssýslunum. Ég gæti vel trúað, að þær væru einna drýgstar núna. Og jafn- vel Þingeyingar líka. Þeir eru sumir anzi góðir þar norður frá. — Nú hefur þú ekki einskorðað þig við vísna- smíð; þú hefur farið út í Ijóðagerð. — Já, ég hef líklega ofmatazt á vísum, því stundum leiðast mér þær. Maður getur orðið leiður á öllum fjandanum til lengdar. Svo verður mað- ur leiður á lyrik líka. Það var kannski þess vegna, sem ég setti saman Saltkorn i mold; af því ég var svo leiður á lyrik. Hún fékk mjög slæma dóma og gerði mig að vissu leyti óvinsælan. Saltkorn í mold er kvæðaflokkur, mannaminni, má segja, sögur af mönnum, sem pabbi gamli sagði mér, en svo hafa menn villzt á því, að sumt er bara um týpur, hreinar týpur. Persónur dregnar fram, sem hafa helming sinn úr þessari sögu og hinn helminginn úr annarri. En af því ég var ekki nærri tæmdur af þeim sögum, sem pabbi hafði sagt mér, og kannski líka af hinu, að bókin fékk slæmar við- tökur, lét ég Hafstein í Hólum hafa síðari hluta kvæðaflokksins núna í haust og það kemur senni- lega út núna fyrir jólin. — Þetta er sem sagt það sem presturinn sagði ekki, þegar hann jarðaði fólk- ið. — Og líður þér þá betur gagnvart lýrikkinni, þegar þetta er komið frá? — Já — — — ég held það. — Aftur gæti ég trúað, að kvæðagerð eltst af mönnum. Það er svo að sjá með marga, sem hafa fengizt lengi við Ijóðagerð, að þeir hætti því allt í einu og fari að fást við skáldsögur. Ég er ekki að segja, að þeir þurfi endilega að ná betri árangri; ég segi það ekki, en það kann að vera hvíld að skifta um verk. — En er þá hægt að skrifa sig frá þeim Ijóða- leiða, sem veldur umskiftunum? — Ef menn reka sig á, finna að nýja formið er misheppnað, hygg ég að þeir haldi yfirleitt ekki áfram með það. — Hvað með vélvæðinguna og hraðann — hvern- ig verkar þetta á Ijóðagerð og skáldskap? — Ég get ekki trúað, að það verki neinn veg- inn á Ijóðagerð. Sá sem elzt upp við hraða, hávaða og skrölt ( vélum — við sjáum þetta til dæmis á okkar nábúum, til dæmis Svíunum, sem mér finnst frjósamari núna en Danir og Norðmenn — það virðist ekki standa þeim neitt fyrir þrifum. Flest- öll skáld koma núna einmitt úr borgunum, með öllum sínum hávaða og gauragangi. — Þú kveður sem sagt við annan tón en Guð- mundur kollega þinn Daníelsson, sem ég rabbaði við fyrir jólablaðið í fyrra. Hann taldi af og frá, að nokkur yrkti kvæði á traktor. — Það er áreiðanlega auðveldara að yrkja kvæði á traktor en á hestasláttuvél! — Ég held ég hafi orðað spurninguna eitthvað á þá leið, hvort fjósamokstur væri meira inspírer- andi fyrir skáld heldur en til dæmis að aka trakt- or. Og hann svaraði svona: Ég skil ekki, að neinn yrki kvæði á traktor. — Það getur vel verið, að þegar maður rölti heim með heybandslest, og allt fór vel á; engin hætta á að snaraðist af, þá getur hent sig, að maður hefði getað klofað yfir þá báða, Pegasus og millireiðarhestinn, þó að það yrði aldrei tilfellið með mig. En til dæmis að halda trylltum hestum fyrir sláttuvél af öllum kröftum, það gefur ekki mikið tóm til skáldskapar, það þori ég að ábyrgj- ast! Þá er auðveldara að sitja langan skára á traktornum. ÚR SÍÐARI HLUTA Vállhumall vex i þúfu Völku gömlu frá Tjörnum. Sú stóö viö sætingu og rákstur sjáldan á engjateigi, fornleg um þykkju og þel. Langtímis fór hún á fjálli aö fé, meö toppmjóa húfu, gagnkunnug hálendishagans Violtum, móum og dýjum, Einbúa og Útbrúnir þekkti, Illasund, Háamel, því hún rak á hverjum degi hreppstjórans ær úr kvíum, meö sér aö morgni tók hún mal sinn og blöndulegil, staf sinn, og stytti sig vel. Valka var vel aö manni, í vextinum stutt og digur, ótœpt var í lmna spunniö andanum tAl aö duga, og ófremdir sárt henni sveiö, oft vó hún upp stórgrýti í vöröur og vann þar lofsveröan sigur, en oflangt frá álfaráleiö, því henni brann þaö í huga aö hafa sér nokkuö unniö til frægöar fyrri en væri framhjá í markleysu runniö örfleygt ævinnar skeiö. Kristfinnur Kortsson af Skaga var ícaupamaöur á Tjörnum, kattliöugt kvikindi var hann og krœkti leikandi báöum hælunum upp fyrir liaus, list sína löngum á kvöldum hann lék fyrir krakkaskarann og hélt sínum frænleik til haga lireykinn af sínum dáöum, gálandi gort og raus, kállandi kals til Völku: — klofstutt og rassslö er Válka, brauöstirö og liöálaus. Þaö var á aftani einum aö örfáar gamalrollur kreikuöu heim undir kvíar, komnar án hunds og smála, margs var þá spurt, — og spáö aö ef til vill álfasollur, iökandi brellur nýjar, villt heföi um fyrir Völku var þá meö nokkrum kála munuö mörg þeirra dáö, en ekki var um aö tála: afi var sendur aö leita. Drjúg eru reynds manns ráö. Afi á RefstaÖa-RauÖku reiö nú skætinginn glaöan, margur var brekkubollinn, Berjadátinn og Flatann leitaöi hann inn og út, og vestur viö Vatnsmýrarpollinn Völku fann hann aö lokum, og dauöskelfdur datt hann af báki og drottin um liösinni baö hann, þvi illa var ástatt um Völku: öörum stuttfœti sínum krækt haföi hún yfir kollinn og kom honum ekki þaöan, állt var í höröum hnút. En Válka mín, — okkur öllum sem œtluöum stórt aö gera, skal endast til hugarhægöar í 'hjásetu á lífsins fjöllum, stí lífsreynsla mín og margra, aö misheppnan afreksverksins — fékk manni nokkurrar frægöar, frá tapinu sorg og sút. VIKAN 48. tbl. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.