Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 30
 wmmmm Wmmmm Wmtmwí i Maður verður ieiöur*alýriK BíKa <5 Guðmundar tveir á Kirkjubóli: Guðmundur Böðvarsson og Guðmundur Jón Sigurðsson. Eitt hlað gamalt — milli gamalla húsa og nýs. Guðmund- (> ur hefur reist hér hús í brekkunni ofan við gamla bæinn. I anddyrinu hefur Guðmundur komið sér upp ofurlitlu minja- safni. En það verður að standa hótt, því barnshendur eru ekki alltaf hlifnar við hrörlega muni. Gæsalöpp drottning — eftir Anatole France — ég hafði það fyrir sið órum saman, að vera alltaf viss um, hvar hún stæði í bókaskápnum mínum, að enginn hefði stolið henni frá mér, að ég hefði ekki látið hana þar sem ég fyndi 'C>' hana ekki aftur. — En hvað með fjósmokstur? — Mér hefur aldrei þótt leiðin- legt að moka fjós. En ég myndi eftirláta hverjum sem er að vera að fást við skáldskap undir þeim kringumstæðuml En sláttur með orfi; það er mjög skemmtilegt verk. En þótt maður vilji fara út með orf nú orðið, þá er það ekki til annars en að fólk hlær að mannil — Jæja. Við vorum áðan komn- ir svo langt, að þú varst alinn upp við kveðskap og Ijóðagerð. Það þýðir, að þú hefur byrjað snemma sjálfur, og getur líklega ekki sagt: Þennan dag byrjaði ég að yrkja, og þetta var mín fyrsta vísa. — Nei, það get ég ekki, en hitt get ég sagt þér, að fyrsta vísan hefur áreiðanlega verið níðvísa. Því þegar við bræður voru hér allir saman, þá gekk ekki á öðru en hver gæti sviðið hinn beturl — Ortuð þið allir, bræðurnir? — Já, við vorum allir að fikta við þetta. — En þeir Þorsteinn og Jón hafa helzt úr lestinni? — Já, þeir lögðu ekki að sér með það. Og þeir eru fjöldamarg- ir, sem drepa niður ( sér einhvern möguleika, eða hæfileika, ég veit ekki hvort ég á að segja, sem hefði kannski mátt rækta upp í eitthvað. Það þarf ekki að vera annað en það, að maður lendi ungur meðal fólks, sem hefur ýmugust á vísna- gulti, því til að yfirst(ga það, þarf maður helzt að vera eins og Ólaf- ur Kárason; að það sé engin leið 30 aS drepa niður skáldið f mannin- um. Aðrir geta lent meðal þeirra, sem eru örvandi, ef þeir heyra eitt- hvað bitastætt eftir unglinginn, og það getur alveg ráðið úrslitum. — Nú áttu sjálfur son, sem hef- ur fengizt við skáldskap. Þú hefur þá heldur örvað hann. — Það get ég ekkert sagt um. Ungt fólk nú orðið hefur miklu meiri tækifæri til að verða fyrir áhrifum. Það gerir aukinn bóka- kostur, aukinn tími til lesturs, út- varp, meiri blaðakostur,- allt getur þetta opnað mönnum einhverjar leiðir eða ýtt undir þá. Eitthvað sem þeim er hugstætt getur komið fram og haft áhrif á þá, í öllum þessum tækifærum, sem standa fólki til boða. — Nú hefur Böðvar ekki alizt upp í sama vísna-andrúmslofti og þú. — Nei, en þegar hann fer að vitkast, vaxa úr barni í ungling, er hér á þessu heimili orðinn nokkur bókakostur, og þar að auki veit hann, að karl faðir hans er eitt- hvað að vafstra í þessu líka. Og það getur verið nóg, til að vekja bæði athygli hans á þessu og eins hitt, að hann losnar alveg við að líta á þetta sem sérvizku eða vit- leysu; þetta er bara hlutur, sem er eðlilegur í hans uppeldi. — Getur hann kannski verið dæmi upp á mann, sem verður skáld af því hann hefur hin réttu skilyrði, en hefði kannski ekki orð- ið það á næsta bæ? '''■;■ ::r VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.