Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 57

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 57
inni, en hvorir tveggja hefðu gott af að virða Ölver fyrir sér. Hann er meistaraverk og þó byggður eftir auga þessa Hornstrendings, því að það fór lítið fyrir teikni- brettinu hjá Fai. Upp úr 1910 er það fyrst að einn maður tekur algera foryztu í atvinnumálum Bolvíkinga, en það var Pétur Oddsson. Hann kom til Bolungavíkur svo bláfá- tækur að fjölskyldu hans lá við horfelli, en á örfáum árum efld- ist hann svo, að hann varð lang- stærsti atvinnurekandinn í þorp- inu. Eignaðist flestar ióðir sem iágu að sjó og átti einn eða minnsta kosti hlut í flestum bát- anna, og einnig langstærsti fisk- kaupandinn og kaupmaðurinn. Hann réði einnig miklu í félags- málum og hreppsmálum, en þó var þarna of þróttmikið fólk á þeim tíma til þess að hann næði því að verða allsráðandi í þeim efnum. Pétur var mikill mæðumaður í einkalífi sínu, og reyndar í at- hafnalífinu líka því að hann and- aðist öreigi og kom þar til síð- ust ár hans gengishækkun, verð- fall á fiski, hækkandi útgerðar- kostnaður og minnkandi afli. Samhliða Pétri eru þarna alla tíð hans, hinir og aðrir við höndl- an og útgerð einstakra báta. Bjarni Eiríksson hóf rekstur í Víkinni 1919 og tók við eignum Sameinuðu verzlananna. Bjarni lét sér hægt og sá alltaf fótum sínum forráð, en þó hafði hann mikinn rekstur um tíma, bæði útgerð, fiskkaup og verzlun. Honum féll ekki starfinn, því að maðurinn var hneigður til bókarinnar og mitt í öllu út- gerðarvafstrinu gaf hann sér tíma til að afgreiða bækur á bókasafni þorpsins, og lá þá vel á honum, nema beðið væri um Kapitólu eða Myrtur íhjólbörum, þá brást hann illa við, því að hann hélt mjög fram íslendinga- sögunum. Það var alla tíð fram- andi menningarblær í þessu fiskiþorpi að Bjarna Eiríkssyni og er hann mörgum minnisstæð- ur. Árið 1924 kemur sá maður til sögunnar í Bolungavík, sem Bol- víkingar syngja um eins og Hjálpræðisherinn frelsara sinn. Ei þvílíkan vínvið ég þekki, sem þú herra Jesús ert mér, um eilífð ég sleppi þér ekki, ég al- veg er samgróinn þér. Um hartnær þrjá áratugi hefur Bolungavík og Einar Guðfinns- son verið eitt og hið sama. Hann á þarna allt á láði og legi og í lofti og er sagt að hið fræga R, sem skauzt inn í nafn þorpsins á fimmta tug þessarar aldar eigi að standa fyrir Rex til að minna á að Bolungavík sé konungdæmi. Átta árum eða svo eftir komu sína til Bolungavíkur, en þang- að kom Einar fátækur fjölskyldu- maður eins og Pétur, settist hann í eignir Péturs og flutti í hús hans, Pétursborg nokkru síðar. Og skipti nú mjög í tvö horn um hamingju þessa húss og þeirra tveggja höfðingja sem þar hafa búið. Pétur Oddsson mátti bera út úr húsi sínu í líkkistum, börn sín öll og tengdafólk og annað vandafólk, alls 21 lík og deyja síðan einn í stóru húsinu og fyrirtæki hans á gjaldþrots- barmi. í þeim sömu stofum og Pétur reikaði um einmana, sit- ur nú Einar Guðfinnsson í elli sinni og höfðingdómi umkringd- ur vinum og vandamönnum og fyrirtæki hans öll í blóma. Það er langt of snemmt að rekja sögu af Einari Guðfinns- syni. Hann er ekkert á leið að berja nestið, enda ekki sjötugur enn, en þegar hann leggur upp laupana mega Bolvíkingar út með steypuna og líkast til væri bezt að setja hann niður ofan til í Ófærunni, svo að hann gæti horft við hinum landnámsmann- inum, Þuríði sundafylli. Það er skemmst af Bolvíking- um og Einari að segja, að síðan í byrjun seinna stríðs hafa vax- ið þar tvö höfuð á hverri skepnu. Þeir hafa nú bannað hundahald og eru famir að spila á pianó og þeir sem áður svolgruðu brenni- vín af stút, dreypa nú settlega á koniaki úr krystalsskálum, og þar sem fyrir hálfum mannsaldri húktu óhrjálegar verbúðir eru nú húsakynni slík, að Reykvík- ingar roðna af skömm yfir kof- um sínum, og þar sem áður stóð hjallurinn með ýsuböndunum stendur nú Mercedes Benz af nýj- ustu árgerð. Þar sem áður var bókasafnið þar er nú ekkert. ★ Vestfirzkir hestamenn Framhald af bls. 35. skiptalaust og heldur áfram að bíta melgrasið á balanum eins og henni komi málið ekki við. Jósafat stendur enn á fæt- ur og er nú orðinn þungur á svipinn. Hann horfir hugsandi á Skjánu sína, og segir af miklum þunga; en þó er geysi- legt stolt í orðunum: — Mik- ill fjörhestur ertu Skjóna mín. Aðstoðarhundahreins- unarstjórinn Framhald af bls. 34. Á grindarþverslá hafði Guð- mundur raðað firnum af með- alaglösum með skrautlegum miðum og af ýmsum stærðum og gerðum, og var hunda- hreinsunarlyfið í einu þeirra en vatn og eitthvert sull á Valhúsgögn auglýsir Mjög vandað stílhreint sófasett. Fæst með þriggja og fjögra sæta sófa. Svefnsófasett, einsmanns svefnsófi, ásamt stólum, unnið úr bezta fáanlegu efni. Tveggja manna svefnsófi, sérstaklega traust- ur, en þó nettur. Hliðstæðir stólar fáanlegir. Stækanlegur einsmanns svefnsófi. Allur frá- gangur framúrskarandi. Við bjóðum yður aðeins fyrsta flokks húsgögn. Lítið inn til okkar áður en þér festið kaup annarsstaðar. Kaupið húsgögn sem endast. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23. - Síml 23375. VIKAN 48. tbl. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.