Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 66

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 66
rvi KÆLISKÁPAR, OG FRYSTIKISTUR 200 I. kæliskápur er me8 20 I. frystihólfi, sem er þvert yfir skópinn, segullæsingu, sjö mis- munandi kuldastillingar, færanleg- ar hillur yfirdektar með plasti, græn- metisskúffu og ógæta innréttingu. Frystikistur 220 I. og 350 I. eru úr bezta fóanlega efni, mjög vel einangraðar, fallegt form, „Danfors" frystikerfi. Innréttaður til að halda -r 20° til -r 26° kulda. Kynnið yður kosti og gæði D A N M A X kælitækjanna og hið hag- kvæma verð. Vesturgötu 2. — Sími 20 300. P.O. Box 142 — Reykjavík. Vinsamlegast sendið myndalista og verð á kæliskápum — kælikistu. Strikið undir það sem við á. Nafn ............................................................... Heimilisfang ....................................................... H E 1 ?RÁDEILD sj Ég kemst það einsamall. Og þið eruð búnir vel aS gera. Ég þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir. — Hann gekk til okkar og tók f hönd- ina á okkur öllum. Þá kvað við margraddað í hópn- um: — Við fylgjum Pétri allirl Það varð svo að vera og tjáðu engin mótmæli. Ég sá hvar þeir þokuðust út með ströndinni í flögt- andi skini fjögurra lugta. — Þetta var sigurganga undir kolsvörtum skammdegishimni, sigurganga manna, sem boðið höfðu dauðan- um byrginn og borið hærra hlut. Jólaeftirvæntingin var aftur setzt að í þorpinu okkar. Það voru Ijós í hverjum glugga, annríki og um- stang — og vakað fram á nótt. VI Aðfangadagur! Lifandis ósköp vorum við öll glöð og ánægð. Það var logn og bjart til lofts. Og ofan á allt annað hafði gert svolftið snjóföl á jörð, eins og til hátíða- brigða. Við fundum að okkur hafði öllum verið gefin stórkostleg jó!a- gjöf. Engill dauðans og sorgarinn- ar hafði sneytt hjá þorpinu ckkar. Upp úr miðjum degi kom Pétur í Tangabúðinni inn í þorpið. Hann færði aðra stórlúðuna sína út úr pakkhúsinu, hengdi hana f stóra talíukrókinn á stafninum og dró hana hæfilega hátt á loft. Þá sótti hann sér flatningsborð og lagði á það tvær sveðjur biturlegar. Að því búnu vék hann sér að börnun- um, sem voru að leika sér á pláss- inu og sagði: — Hlaupið þið nú í öll húsin og segið fólkinu, að hver sem vill, geti komið hingað og fengið sér lúðubita f soðið. Og verið þið nú anzi rösk! Það leið ekki á löngu áður en það var orðið æði mannkvæmt f kringum Pétur. Hann tók að brytja niður lúðuna sína, úthlutaði hverj- um einum eftir fjölskyldustærð. Það var auðséð, að hann gekk að þessu með vandlegri fyrirhyggju, sá um að hverju stykki fylgdi eitthvert lostæti af rafabelti eða sporði. Þeg- ar fyrri lúðan var uppgengin, lét hann hefja hina út og hélt áfram starfi sfnu. Og það stóðst á end- um, að þegar hvert heimili í þorp- inu hafði fengið sinn skerf, þá var seinni lúðan um það bil til þurrð- ar gengin. Það var ekki eftir nema svo sem hæfilegur málsverður handa f jölskyldunni í Tangabúð. Og það var víst enginn heimilisfaðir í þorpinu, sem var svo stórlátur — eða birgur — að hann þægi ekki glaður þennan feng, sem sóttur hafði verið með Iffshættu í greip- ar Ægis. Að loknu þessu starfi bauð Pétur öllum viðstöddum gleðileg jól og bað að heilsa í bæinn. Ég hafði fengið minn skerf eins og hinir. Nú gekk ég til Péturs og sagði: — Komdu nú inn og þiggðu kaffi hjá mér, áður en þú ferð heim. — Þakka þér fyrir, prestur. Ég kem eftir stundarkorn. Ætla að líta ögn eftir bátnum. Litlu sfðar sat Pétur Hallsson inni í stofu hjá mér. Það varð ekki á honum séð, að hann hefði lent í neinum harðræðum. Hann var ekki vitund þreytulegur, en rólegur og myndugur f fasi, eins og hann átti vanda til. Með sjálfum mér var ég að dást að undursamlegu þreki þessa manns. Ég vissi það eitt, sem Sigurður Guðbrandsson hafði sagt mér, að upp úr birtingu á Þorláks- messu, hefði hann fundið Pétur djúpt í hafi út af miðálnum, þar sem hann sat í hálsrúmi og and- æfði á tvær árar í haugasjó. Hann hafði búið um drengina í barkan- um undir slitrum af seglunum. Þeir voru löngu þrotnir. En Pétur and- æfði með jöfnum, knálegum ára- togum, hélt bátnum í horfi og varði hann áföllum. Þegar við höfðum drukkið kaff- ið, sagði ég: — Hvernig bar betta eiginlega að, Pétur? — Ja, þú veizt nú, prestur minn, að ég reri klukkan laust fyrir átta. Ég reri beint út á Ytri-Klakka. Það er nokkuð langt hér úti í flóanum, en ég átti tvær beittar hankalóðir og grunaði að ég mundi fá þar lúðu. Vélin var í fínu lagi og ég bjóst ekki við, að hann myndi hvessa svona fljótt. Gerði mér að sjálfsögðu vonir um að ná heim, en ætlaði að hleypa upp á Haga- víkina ef í nauðirnar ræki. Mér átti að vera í lófa lagið að ná það — og þá hefði ég getað látið vita af okkur. Og ég fór nú reynd- ar ekki alveg eins og auli. Ég hafði bárufleyg með lýsispoka innan- borðs og dálítinn matarbita. — Jæja, við lögðum lóðirnar og komumst brátt f dálítið af fiski. Kannski freistaði það mín til þess að láta þær liggja dálítið iengur en ella. En svo fór skyndilega að hvessa, ekki með neinum ofsa til að byrja með — og ég rauk í að draga lóðirnar. Það gekk ágætlega, þó að þær væru dálítið erfiðar við að fást, sprökurnar. Þegar því var lokið mátti heita orðið rok- hvasst. Ég ætlaði þó að halda f áttina á meðan ég teldi mér ó- hætt, til þess meðal annars cð ná mér betur undir vind, ef ég yrði neyddur til að hleypa upp á Haga- vík eða í versta falli að Gjögri. Þetta leit allt sæmilega út. V:3 drógum sæmilega á móti rokinu, og strákarnir gátu báðir verið í austri. Innar var þó alltaf von um var af eyjum. En í þessum svifum bilar vélin — steinhættir að ganga. Það var ekki um annað að gera en drífa upp fokkuna og hyrnu af seglinu, og beita sem næst vindi. Það lá ekki við, að báturinn verði sig flatur og stjórnlaus. En þetta tókst, og enn leit þetta sæmilega út. — Reyndirðu ekkert við vélina? — Jú, ég eyddi allt of miklum tíma í að stríða við vélina. Gafst ekki upp við það, fyrr en það var vonlaust. Og þá var komið myrkur að kalla. Og þá var orðið mjög 00 VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.