Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 86

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 86
SPARIÐ SPORIN —KAUPIÐ í KJÖRGARÐI - * »1 • i <ði.J Fyrir karlmenn: T I L J Ö L A G J A F A Fyrir drengi: Skyrtur Peysur Slifsi Náttföt Úlpur Terelynebuxur Skyrtuhnappar Innisloppar Skyrtur Peysur Slifsi Hanzkar Treflar Náttföt Innisloppar Skyrtuhnappar Snyrtivörur KJÖRGARÐUR HERRADEILD •&-írlrírlrk-ti-Ci-k'Crk-k-k-k-C!'b'b-b-b-&'&'b'k'b'&'&ii-Ci-&'&'trti'tr£rtrb'Cr£r&'b'b'k* SPARIÐ SPORIN —KAUPIÐ í KJÖRGARÐI T I L J Ö L A G J A F A Fjölbreytt úrval af fallegum leikföngum Matarstell Kaffistell Stálborðbúnaður Stálföt Hitakönnur Ávaxtasett Vínsett Ölsett og margt fleira KJÖRGARÐUR BÚSAHALDADEILD Honum lízt ekki á þennan svarta búning, sagði Angelique um leið og hún sneri sér á ýmsa vegu fyrir framan spegilinn. — En sá skaði, að þú skulir þurfa að vera í sorgarklæðum, þau fara þér engan veginn, finnst þér það Louise? La Valliére, sem var aftur komin á hnén við að hjálpa keppinaut sínum, leit með vatnsbláum augum í áttina til Angelique. — Hér finnst Madame du Plessis jafnvel ennþá fallegri svartklædd. — Kannske fallegri en ég i rauðu? Louise de la Valliére svaraði ekki. — Svaraðu mér! öskraði Athénais og augu hennar myrkvuðust eins og sjór í óveðri. — Viðurkenndu það, rauði kjóllinn fer mér ekki! — Blátt er meira yðar litur. —• Af hverju sagðirðu mér það ekki fyrr, fíflið þitt! Hjálpið mér úr! Desæillet og Papy! Chaterine, farðu og náðu I satínkjólinn minn, þann sem ég nota með demöntunum. Það er erfitt að segja, hvort gerði meiri hávaða, gjammandi kjöltu- rakkinn eða Madame de Montespan, þegar hún reyndi að komast hjálp- arlaust úr pilsunum. E'inmitt í sama bili kom konungurinn inn í hirð- klæðum sinum, að undantekinni hinni miklu skikkju, sem hann fór aldrei í fyrr en á síðustu stundu, áður en hann hélt stjórnarfundi. Hann var að koma út frá drottningunni, og Bontemps var með honum. — Ekki tilbúin enn, Madame, sagði hann og yggldi sig. — Konungur Póllands getur verið hér hvenær sem er, og þér verðið að vera við hlið mína. Madame de Montespan starði hneyksluð á hann. Hinum konunglega elskhuga hennar hafði ekki tekizt að kenna henni meiri reglusemi og nú var hann í slæmu skapi, því sársaukinn, sem hann hafði valdið frænku sinni, Grande Mademoiselle, skyggði á samvizku hans. Og þegar ástmær hans kvartaði nú ákaflega undan þvi, að hann gerði henni erfitt um vik með því að velja sér viðeigandi kjól, versnaði skap hans enn. — Þér hefðuð átt að velja hann fyrir löngu. — Hvernig átti ég að vita, að yðar hágöfgi myndi ekki líka rauði kjóllinn minn? Ó, þetta er ekki réttlátt! Konungurinn reyndi að yfirgnæfa skarkalann, sem hún og hundurinn stóðu fyrir: — Enga móðursýki hér. Það er enginn tími til þess. Og það er bezt að segja yður það, meðan ég man, við förum til Fontaine- bleau á morgun, og ég ætlast til, að þér gerið nauðsynlegar ráðstafanir í tæka tíð. — Á ég einnig að búa mig undir að fara til Fontainebleau, Sire? spurði Mademoiselle de la Valliére. Lúðvík XIV leit yggldur á holdskarpan líkama hinnar fyrrverandi ástmeyjar sinnar. — Nei, sagði hann ruddalega. — Það er engin ástæða til að þér farið. — Hvað á ég þá að gera? spurði hún veiklulega. — Verið kyrr í Versölum, eða farið til Saint-Germain. Mademoiselle de la Valliére iét fallast á bekk og brast I grát. — Ein? Án þess að nokkur haldi mér félagsskap? Kóngurinn greip kjölturakkann, sem var farinn að gjamma að honum og kastaði honum i kjöltu hennar. — Hér er félagsskapur við yðar hæfi. Hann skálmaði framhjá Angelique án þess að láta á sér sjá að hann þekkti hana, en svo, eins og hann hefði hugsað sig betur um, spurði hann stuttaralega: — Fóruð þér til Suresnes i gær? — Nei, Sire, sagði hún í sama tón. — Hvert fóruð þér þá? — Til markaðsins á Saint-Germain. — Tli hvers? — Til að kaupa mér vöfflur. Konungurinn roðnaði upp í parruksrætur Hann skálmaði inn i her- bergið við hliðina, þar sem Bontemps hélt kurteislega hurðinni opinni fyrir hirðmeyjunum, sem voru að sækja nýjan kjól handa ástmeynni. Angelique gekk til Mademoiselle de la Valliére, sem kjökraði lágt. — Af hverju látið þér hann fara svona illa með yður? Af hverju takið þér við þessari auðmýkingu. Madame de Montespan leikur sér að yður eins og köttur að mús, og þeim mun undirgefnéui sem þér eruð, þeim mun harðbrjóstaðri verður hún. Vesalings stúlkan leit á hann með tárvotum augum: — Þér hafið svikið mig líka, sagði hún. — Ég hef aldrei svarið yður trúnað, svaraði Angelique dapurlega. — Og ég hef aldrei látizt vera vinur yðar. Þér hafið rangt fyrir yður. Ég hef ekki svikið yður, og ég get ekki gefið yður betra ráð, en að yfirgefa hirðina. Hvers vegna viljið þér verða athlægi alls þessa hjarta- lausa fólks? Eitt andartak brá fyrir heilögum bjarma pislarvættisins á társtokknu andliti Louise. — Ég drýgði synd mína opinberlega, Madame, og Þvi er það guðs vilji, að ég hljóti refsingu mína einnig opinberlega. — Bossuet mun komast að raun um, að þér eruð sannarlega iðrandi syndari. En haldið þér í raun og veru, að guð krefjlst slíkrar fórnar? Þér getið glatað heilsu yðar og geðsmunum. — Konungurinn vill ekki leyfa mér að fara i klaustur. Ég hef oft beðið hann. Hún leit á dyrnar, sem hann hafði skellt reiðilega á eftir sér. — Kannske hann elski mig ennþá. — Kannske kemur hann aftur til mín einhverntima. Angelique hélt aftur af sér að yppta öxlum. Hirðsveinn hafði rétt i þessu komið inn og hneigði sig nú fyrir henni. — Gerið svo vel að fylgja mér Madame. Konungurinn er að spyrja um yður. Milli svefnherbergis konungsins og fundarsalarins var herberglð, þar sem hárkollur hans voru geymdar. Það var ekki oft, sem konur fengu að sjá þar inn. Lúðvik XIV var að velja sér hárkollu, með aðstoð Binets hárgreiðslumanns og aðstoðarmanna hans. Allt umhverfis Þau voru glerkrúsir með mismunandi hárkollum, sem konungurlnn bar, þegar hann fór til kirkju eða á veiðar eða tók á móti erlendum sendiherra, eða fór i gönguferð í garðinum. Röð af gervihöfðum úr gifsi héldu lagi þeirra, og fylltu út í þær meðan þær voru greiddar. Binet stakk upp á því við konunginn, að hann notaði hárkollu, sem kölluð var „hin konunglega", mjög há og svo tíguleg, að hún virtist frekar hæfa styttu en lifandi veru. Framh. i nœsta blaOi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paria. gg VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.