Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 35

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 35
Til þess voru hafðir í uppsetningi, aðeins tveir menn, sinn undir hvorri síðu og hétu þeir skorðumenn, hinir gengu á spilið, því að híft var á gangspili, og lá strengur úr því og niður í tvískorna blökk, og lék krókur hennar í lykkju neðst í stefni bátsins. Strengurinn lá síðan upp aftur og í niðurgrafinn staur eða pela og festur þar. Fékkst þannig tvöföldun kraftsins. Ef mikið lá við, var bát stundum kippt undan sjó, á þann hátt, að menn röðuðu sér á spilstrenginn, og drógu á hann bug, en gáfu síðan eftir og gátu þá spilmennirnir hlaupið og undið upp slakann. Annars var þungt að hífa. Menn beittu mest brjóstinu á vindurnar og það gat tutlað í fyrir eins skiphöfn að ná upp báti sínum, þó að hlunnar væru vel smurðir, því að kamburinn er brattur. En í öllum setningi, hvort heldur var upp eða ofan, var vandi skorðumannanna mestur. Þeir voru skildir þarna eftir niðri við bát- inn einir síns liðs, sinn undir hvorri síðu og var það ámátlegt á að sjá, því að mennrnir hurfu næstum undir síðurnar á þessum bákn- um. Skorðumennirnir höfðu sinn staurinn hvor, skorðu, en hún var allgilt tré, með járnskó á neðri enda, en krók á þeim efri og lék Framhald ó bls. 55. Ásgeir Jakobsson er manna fróðastur um þessar sögur og öðrum lagnari að gera þær skemmti- legar, og hefur hann góðfúslega látið okkur í té tvær stuttar sögur af þessu tagi, og er aðeins nöfnunum breytt af tillitssemi. Önnur þeirra er í nýrri bók eftir hann. WÓSAFAT átti veðhlaupa- hryssu úr Skagafirði, mó- bykkju, sem aldrei fór nema fetið og hét Skjóna. Hún var þrjátíu ára. Nú var það eitt sinn, að Jósafat var staddur í húsi einu innarlega í þorpinu og eru þar kallaðar „Grundir,“ sem eru reyndar engar grund- ir, en Vestfirðingar tala um grundir og flatir, ef þeir geta stigið beint niður fætinum. Þetta var sandflag og höfðu götur grafizt niður og tóku hesti á miðjar síður og voru þröngar þó að þetta væru kallaðar reiðgötur voru þær bara eftir lappirnar á þorps- búum sjálfum. Hrossaeign byggðarlagsins hefur alltaf verið teljandi á fingrum ann- arrar handar, og voru það hestar mest að sköpulagi. Vestfirðingur er álíka vel- staddur á hesti eins og skag- firzkur hagyrðingur úti á rúm- sjó. Það er gaman að sjá Vestfirðinga ríða út. Þar er allt á ferð og flugi nema hrossið. Hvað á hrossið líka að fara; þarna er hvergi hest- lengd á milli fjalla. Vestfirð- ingum nægja rugguhestar ef þeir endilega vilja ríða út. Þegar Jósafat kemur út er hann dálítið reikull í spori, en ber sig hérmannlega að venju. Skjóna stendur skorðuð í götunni, og nartar í strá á barðinu. — Falleg ertu Skjóna mín og ekki myndu allir svo vel ríðandi sem Jósafat á Jófríð- arstöðum. Gengur nú Jósafat að mer- inni, með tiginmannlegu fasi og býst til að stíga á bak, tekur upp annan fótinn og leggur hann yfir hrygginn á Skjónu, en fóturinn heldur áfram og Jósafat á eftir og stingst á höfuðið hinum meg- in við hryssuna. Hann brölt- ir nú á fætur aftur og gengur að Skjónu, klappar henni allri og gælir við hana. — Því læturðu svona, Skjóna mín. Bara róleg, bara vera róleg. Skjóna hélt áfram að bíta, og hreyfði aðeins til eyrun, og var það það eina sem hreyfðist á henni. Þegar Jósafat telur sig hafa róað fjörgamminn býst hann til að reyna aftur, en það fer á sömu leið, hann stingst á höfuðið yfir Skjónu. Skjóna lætur þetta ferðalag húsbónda síns fram og til baka yfir hrygginn á sér af- Framhald á bls. 57. VIKAN 48. tbl. gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.