Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU BARA HREYFA EINN HNAPP og a-fl/MF4/%FULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. fl-fl/%R4/lkFULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. ViSkvæmur þvottur 60° 6. ViSkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90' 11. Nylon Non-lron O o o 12. Gluggatjöld 40° |-i/%K/%FUliMATIC mSEINS l-fl%H4>%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚH) EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU FVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. Framsögn og framburöur Kennarar í framhaldsskólum hafa í æ ríkara mæli orðið var- ir við, hversu nemendur eiga erfitt með að koma fyrir sig orði. Jafnvel þegar góðir nem- endur, sem lesa lexíurnar sínar vel og samvizkusamlega á degi hverjum, eru spurðir út úr, rek- ur þá í vörðurnar æ ofan í æ og vefst tunga um tönn. Þeir virðast eiga erfitt með að klæða vitneskju sína í búning hins tal- aða orðs og segja vel og skipu- lega frá því, sem þeir hafa les- ið. Það má kannski segja, að þetta komi ekki að sök, fyrst nemandanum tekst að gera læri- föður sínum skilianlegt, að hann kunni skil á því verkefni sem fyrir hann er lagt. En skelfing hlýtur að vera hryggilegt og leiðinlegt að hlusta á myndar- legt og vellesið fólk stama og tafsa og mismæla sig í sífellu. Oft hefur verið á það minnzt, að ungir alþingismenn séu minni ræðuskörungar en fyrirrennarar þeirra. Þetta er hverju orði sann- ara. Það er furðulegt, að maður sem kominn er á þing, skuli ekki geta haldið skammlausa ræðu blaðalaust. Og jafnvel þótt hann dragi upp úr pússi sínu uppskrif- aða ræðu, getur hann ekki flutt hana skýrt og skilmerkilega. Þessi ágalli á annars greindum og efnilegum mönnum er naum- ast einleikinn. Einhvers staðar hlýtur að vera pottur brotinn í þessum efnum og það meira en lítið. Sérhver íslendingur er skyld- ugur til þess að sitja í skóla í átta vetur. Þar er honum kennt það, sem að fróðra manna áliti má að gagni koma í lífinu. Hon- um er kennt að lesa og skrifa og reikna. Og þeir eru fáir, sem ekki sitja lengur í skóla en þeir eru nauðbeygðir til. En hversu langt sem þeim tekst að kom- ast á menntabrautinni, er þeim aldrei kennt aS tala, bera móður- málið sitt skýrt og rétt fram, segja skipulega frá á lifandi og kjarngóðu máli. Slíkt hlýtur samt að teljast nauðsynlegt hverjum manni, ekki sízt þeim sem viba láta að sér kveða á sviði þjóðmála og komast á þing- Það er áreiðanlega tími til kominn að hefja kennslu í fram- sögn og framburði í öllum skól- um landsins, og er raunar í hæsta máta einkennilegt, að ekki skuli hafa verið byrjað á því fyrir löngu. G. Gr. 2 VIKAN 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.