Vikan


Vikan - 06.04.1967, Side 14

Vikan - 06.04.1967, Side 14
Hún hallaði sér áfram og grannskoðaði andlit sitt; hún las i þvi há breytingu, sem orðið hafði á fáeinum vikum. Kinnarnar höfðu aftur fengið mjúkan ávala sinn, augun voru ekki lengur eins sokkin, varir hennar voru rauðar og mjúkar eins og villt jarðaber. Allt, sem minnti á hið liðna, var dimmur skuggi undir kjálkunum eftir þœr þjáningahendur, er skópu lienni andlit, sem í mörg ár var eins ferskt og andlit ungrar stúlku; hið virðulega mark þroskans. Og ef það versta væri nú enn ókomið? Hún reyndi að draga úr því villta i svipnum. Hvernig myndi þetta nýja andlit hennar líta út undir Versalamálningu? Hún opnaði snyrtiborðið og tók upp krem og púður, sem hún geymdi i gimsteinum prýddum staukum. Hún tók einnig lítinn kassa úr sandal- viði, skreyttum með perlumóðurskel, og oppnaði hann ósjálírátt. I honum gat hún lesið hin mismunandi stig ævintýraríkrar ævi sinnar í fáeinum minjagripum: Gæsafjöður, sem Rennusteinaskáldið hafði átt, rýting Rodogone egypzka, tréegg Cantors litla, hálsfesti Pless- is Belliére, kvennafestina, sem þær gátu ekki borið „án þess að hugur þeirra beindist undir eins að stríði og uppreisn.“ Þarna voru tveir túrkisar hlið við hlið, túrkis Baktari Beys og Osmans Farajis: — 14 VIKAN 14-tbl- Óttizt ekki, Firousi, þvi stjörnurnar segja fegurstu sögu heimsins .... Fyrri giftingarhringurinn hennar hafði tapazt við Hirð kraftaverk- anna, og hana grunaði, að Nicholas hefði stolið honum meðan hún var sofandi. Þetta hafði verið erfið leið, þar sem skin og skúrir skiptust á, allt siðan konungurinn hafði gert hana að nafnlausri ekkju án réttar eða athvarfs. Þá var hún aðeins tvitug. Siðar, eftir hjónaband henn- ar og Philippes, og þar til hún lagði af stað til Candia, árin sem hún eyddi í íburð hirðarinnar, mátti kalla ár friðar. Já, ef horft var á sigursæla tilvist hennar sem hefðarkonu, sem heiðurinn hlóðst á, sem átti stóra einkahöll I París og eigin íbúð í Versölum og þeysti frá einu samkvæmi til annars. Nei, ef hún minntist þeirra samsæra, sem hún hafði flækzt í og hættunnar, sem lá í leyni við hvert fótmál, en þar hafði hún að minnsta kosti farið að viðteknum reglum og stað- ið meðal hinna æðstu af þeim heimi. Þegar hún stakk konunginn af, tók við svarta myrkur. Hvað var það, sem hinn mikli sjáandi Osman Faraji hafði sagt? — Valdið, sem hinn mikli skapari hefur úthlutað yður, mun ekki

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.