Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 31
„Þetta er hræðilegt,“ sagði Sclilesinger. „Við fyrsta lillit virtist allt í lagi, en ég er nærsýnn. Því nær sem ég kom, því ólikara varð þetta honum. Þetta var of vaxkennt, of tilgert.“ Spalding sagði fruntalega að andlitið minnti á gúmmígrímurnar, sem seldar eru í búðum.“ Hann hvatti Bob til að „loka kistunni.“ Augu dómsmálaráðherrans voru full af tárum, er hann sneri sér að Bill Walton og hvíslaði: „Líttu á liann. Mig langar til að heyra hvað þér finnst.“ Walton horfði eins lengi og honum var unnt og með vaxandi ævareiði. Honum fannst, eins og liann síðar sagði, „að þeir liefðu farið hræðilega með andlitið á honum.“ Ha'nn sagði við Bob: „Þú mátt ekki liafa hana opna. Þetla minnir ekkert á forsetann. Þetta er vaxbrúða.“ „Það er rétt hjá þér,“ sagði Kennedy, hvass í máli. „Lok- um henni.“ Fjöldi fóllcs sannfærðist um að kistan hefði verið inn- sigluð sökum þess að cillhvað væri að fela. David Brinkley hjá NBC var „kaffærður í flóði af bréfum og símskeytum með kröfum um skýringar. Ég var hvað eftir annað beðinn að skýra þetta, en ég neitaði því oftast, þótt ég stundum segði að þetta væri haft í samræmi við óskir fjölskyldunnar, af ástæðum, sem ættu að vera augljósar. Þær voru að minnsta kosti augljósar livað mig snerti. Mér finnst eindregið að líkkistur ættu að vera lokaðar við allar jarðarfarir.“ Eitt tímaritið sýndi þá ástæðulausu öðlingslund að koma fram með skýríngu frá sjálfu sér. Það var Time, sem sagði að „kistan hefði aldrei verið opnuð sökum þess, að andlit for- setans hefði skaddazl verulega." Þetla voru ósannindi frá rótum. Hvorug kúlan skaddaði andlit forsetans. Það var í engu afmyndað, er ekkja hans sá það í Parkland-sjúkra- húsi, en það var smurningin, sem hneyksluninni olli. Jacque- line sagði síðar: „Þetta var ekki Jack. Þetta var eins og eitlhvað, sem maður sér hjá Madame Tussaud.“ AT.TÁNDI KAFLI Áhyggjur manna varðandi nýja forsetann fóru vaxandi. Schlesinger var í vafa um, livort bjóða mætti Lyndon John- son fram við næstu kosningar. Hann bar þelta undir John Bailey, formann, og spurði liann hvorl mögulegt myndi að neita nýja forsetanum um útnefninguna. Samkvæmt frá- sögn Schlesingers svaraði John: „Tæknilega séð væri það framkvæmanlegt, en árangurinn yrði sá, að demókratar töpuðu kosningunum.“ Schlesinger ympraði á þvi að flokk- urinn inyndi tajia livort eð væri, að annarhvor þeirra Nel- sons Rockefellers eða Ricliards Nixons ynni á „stóru iðn- aðarríkjunum.“ Hann bætti við: „En ég geri ráð fyrir að .Tolinson sé nógu slægur til að átta sig á þessu, og það þýðir að hugsazt getur, að hægt sé að knýja hann til að taka upp frjálslyndislega stefnuskrá af róttækara tagi.“ 1 einkalierbergjum sínum hafði frú Kennedv að lokum farið úr hlóði ötuðum fötum sínum og í önnur ný. Núorðið var blóð forsetans ekki lengur rakt; flekkirnir liöfðu dökkn- að um leið og þeir jiornuðu. Engu að siður var þjónustu- stúlka liennar sem þrumu lostin yfir öllu þessu blóði. Hvorki sjónvarpið eða aðrar fréttastofnanir höfðu getað búið liana undir þetta. Dr. Walsh lconi inn til þeirra að haði loknu. í turnibúð- inni hafði liann ráðlagt virðulegasta sjúklingi sínum eina sprautu. Það hafði ekki orðið til neins. Nú mundaði hann aðra sprautu, heldur en ekki vigalegur, og hafði nú hlaðið hana því sterkasta efni, er hann átti til í sinu vopnabúri. Hún lagðist úl af í rúmið, og hanjn gaf henni inn rífleiga hálft gramm af sodium amytal. Hann sagði henni ekki hvað þetta væri, en þelta var nógu áhrifamikið til að svæfa hnefa- leikakappa. Hann og stúlkan fóru því inn i vestari setu- stofuna; þau voru sannfærð um að hún væri búin að missa meðvitund. En hún var enn með meðvitund. Hún gat ekki grátið sig í svefn. Smátt og smátt sigraðist lyfið þó á henni. Þar kom að hún vissi ekki af sér — í fyrsta sinn síðan liún vaknaði við rödd manns síns, er borizt hafði lil hennar neðan af götunni upp á áttundu hæð Hótel Texas i Forth Worth. Það heyrðist ekkert í henni i klukkustund eða svo. Skömrnu eftir klukkan sex bað hún þjónustustúlkuna um appelsinu- safa, og síðan hélt lyfið henni sofandi í tvær klukkustundir í viðbót. En þar með voru áhrif þess þrotin; henni lá of' mikið á hjarta til að það gæti liaft hemil á henni lengur. Hún settist framan á og harðákvað að ganga frá tveimur málum fyrir klukkan tíu um morguninn. Það var messan. Hún spurði eftir Rohert Kennedy, enda vissi hún ekki að hann var orðinn á sama máli og hún varðandi líkkistuna. Á ineðan liún beið eftir lionum, hleypti hún í sig kjarki til að tala við börnin. Klukkan hálfátta var dyrunum að svefnherhergi forset- ans lokið upp og Caroline kom inn. Rödd forsetadótturinnar var sem liún gengi í svefni er hún sagði við frú lAuchincloss: „Hann er dáinn, er það ekki?“ Frú Auchincloss kinkaði aðeins kolli; undir slíkum kringumstæðum duga orð skanimt. En litla stúlkan virtist ekki kæra sig um nánari fréttir. Við Jolin Kennedy yngra sagði frú Ivennedy að vondur maður liefði skotið pabba hans, bætti því síðan við að liann væri ekki vondur i raun og veru, lieldur sjúkur. Það var ómögulegt fyrir Jolin litla að gera sér fulla grein fyrir þýð- ingu morðsins. Fáeinum mínútum siðar fullvissaði Robert Kennedy mág- konu sína um að almenningur fengi ekki að sjá lik for- setans. Fyrsta vandamálið, sem nýi forsetinn lilaut að glíma við eftir brottförina frá The Elms, var yalið á næsta ákvörð- unarstað. Þar eð hann var nú æðsti leiðtogi þjóðarinnar, bar lionum að taka sér sæti i sporöskjulöguðu skrifstof- unni. En koma lians til Hvíta hússins myndi óhjákvæmi- lega verða til að vekja gremju og misskilning. Það lá ekki ljósl fyrir livað um var að velja, og Johnson var á háðum 14. tbi. vikAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.