Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 44
ENDURBYGGJUM ALLAR TEGUNDIR BENZÍN OG DIES- ILVÉLA í BIFREIÐIR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR. TÖKUM GÖMLU VÉLINA UPP í GREIÐSLU NÝRRAR. NÝ ÞJÓNUSTA Sækjum verkefnin ó vöruafgreiðslu sendanda i Reykjavík og skilum þeim þangað aftur að verki loknu, sem mun spara yður tíma og fyrirhöfn. Sama á við um Renniverkstæði okkar. ALLT Á SAM A S T A Ð VÉLAVERKSTÆÐI OKKAR AUGLÝSIR ENDURBYGGÐAR VÉLAR í: CHEVROLET 6-8 CYL. DODGE____________ FORD - 6 cyld. FORD - CONSUL GAZ- 69__________ MOSKWITCH OPEL 4-6 cyld. SKODA MERCEDESl BENZ diesel 321 EGILL VILHJÁLMSSONyj Laugaveg 118, sími 22240. La Duse - hin brennandi konusál Framhald af bls. 11. Þau ferðuðust milli bæja, voru oft án matar og bjuggu í léleg- ustu hreysum. Eleonora var að- eins fjögra ára þegar nafn henn- ar var í fyrsta sinn á leikhús- auglýsingu. Þá lék hún eitt af börnunum í „Olnbogabarn þjóð- félagsins.“ Samkvæmt efni leiksins átti að sparka í hana, þannig að hún kastaðist undir borð. Móðir hennar var þá vön að standa að tjaldabaki, og skýrði fyrir henni að þetta væri ekki alvara, aðeins leikur. En leikhúsið varð aldrei leikur fyrir Eleonoru Duse. Þeir sem sáu hana á barnsaldri, voru hræddir við fölvann á andliti hennar og stór dularfull augun. Eftir sýningar varð móðirin að halda henni í faðmi sínum, til að róa æstar taugar hennar, en það voru einmitt þessar við- kvæmu taugar, sem gerðu það að verkum að hún töfraði á- horfendur sína. Móðirin reyndi að passa hana og vernda, líkama hennar og sál, en gat ekki einu sinni fengið hana til að borða. Hún sat dreymandi yfir matnum, rétti við og við fram fagrar flökt- andi hendurnar og bað um vatn, sem, hún svo drakk af mikilli áfergju. Ljóspunkturinn í lífi hennar var móðirin, sem umvafði hana af ást og skilningi. Þegar Eleo- nora var fimmtán ára, varð móðirin veik og varð að vera um kyrrt, meðan flokkurinn ferðað- ist um. Eleonora lék Júlíu í Verona, borg Rómeos og Júlíu. Hún stóð með fangið fullt af rós- um, þegar hún sá Rómeó í fyrsta sinn, augu þeirra mætast, hún titrar og ein rósin fellur til jarð- ar. — hún hleypur til hennar og þrýstir rósinni sem Rómeo hafði snert að hjarta sínu. Þetta kvöld var Eleonoru fluttur boðskapurinn um það að móðir hennar væri látin. Hún ráfaði um götur borgarinnar alla nóttina og faðir hennar fylgdi í humátt á eftir. Þessa nótt varð hún viss um það með sjálfri sér að hún gat lifað sig inn í líf ann- arar persónu á leiksviðinu. En hún vissi líka að það gæti aldrei losað hana við sálarkvalir. Eftir þetta leikkvöld í Verona, kölluðu leikdómendur hana „Trovata de rosa“, hina nýfundnu rós. Það urðu margir til að reyna að nota sér hæfileika hennar, en faðir hennar hélt fast við það að hún yrði að fá tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt. Þess- vegna var það að hún var orðin tuttugu ára, þegar hún sló í fyrsta sinn reglulega í gegn. Það var þegar hún lék í „Térese Ra- quin“, eftir Zola. Það var mikið talað um hina sérkennilegu Duse. Karlmenn sóttust eftir félagsskap við hana, og hún, sem alltaf hafði verið einmanna, komst að því að hún gat hlegið. Hún komst líka í kynni við ástina og ástúðina, og í Napoli, undir skínandi himni Ítalíu, gaf hún fyrstu ást sína. Elskhugi hennar var ungur lögfræðingur, Martino Cafiero. Hann var bæði glæsi- legur, fríður og mjög duglegur. Eleonora elskaði hann af öllu hjarta og var afbrýðisöm út í allar þær stundir, sem þau gátu ekki verið samvistum. Þegar hún komst að því að hún var með barni, varð hún innilega ham- ingjusöm; en litli drengurinn hennar dó og nokkru síðar ást- vinur hennar. Hún reyndi að svipta sig lífi, en var bjargað af nokkuð full- orðnum leikara, Teobaldi Checci. Hann hafði fylgzt með ferli hennar í mörg ár, og nú bað hann hana að giftast sér. Hún gerði það og síðar ól hún honum dótturina Henriettu. Hún elskaði dóttur sína af öllu hjarta, en hjónabandið færði henni ekki þann frið, sem hún hafði von- að. Bilið milli hjónanna breikkaði og hún reyndi að finna huggun í vinnunni, en það urðu líka vonbrigði. Mörg þeirra hlut- verka sem hún lék voru óeðli- leg, — fölsk; og það var lífs- skilyrði fyrir hana að vera sönn og heil í leiklistinni. Síðan hafði hún líka hálfgerða skömm á stéttinni, leikarar voru yfirleitt hálfauðvirðilegt fólk, að hennar dómi. Það sem bjargaði henni var það að Sarah Bernhardt hafði aug- lýst gestaleik í Torino. í fleiri vikur var unnið að viðgerðum við Carignano-leikhúsið, og litla búningsherbergið hennar Eleo- noru var gert að dagstofu fyrir hina guðdómlegu Söru. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf sami leikurinn í hennl Vnd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa cinhvers staðar í blaðinu og hcittr góðum verðlaunum handa þeim. sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór'kon- fcktkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- ln Nói. Nafn Helmlll Örkin er A bis. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Lilja Þorleifsdóttir, . . ' , ,, , _ VijriÍQgflnna má vltja í akrifstoíu Háaleitisbraut 37, Reykjavík vilmnna* 12., 44 VIKAN 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.