Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 36

Vikan - 06.04.1967, Síða 36
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú færð fréttir sem eiga eftir að setja svip sinn á cthafnir þínar. Haltu þig vel að starfi þínu meðan þú átt að vera að vinna, það borgar sig illa að slá slöku við. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Kunningjar þínir hafa snjalla hugmynd fram að færa sem þú ættir að íhuga vel. Þér er óhætt að teíla nokkuð djarft í þeim málum sem þú vinnur lö. Sennilega ferðu í leikhús. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú færð létt starf í hendur, en vel borgað. Þér verð- ur boðið til óvenjulegs mannfagnaðar og skaltu fara, þó ekki sé nema fyrir forvitnina. Taktu til greina leiðbeiningar kunningja þinna. Krcbbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert mjög óviss, því þú átt í rauninni margra kosta völ. Þú kynnist fólki sem þú síðar meir hef- ur mikil samskipti við. Vertu ekki of hlédrægur, rcyndu að hressa þig upp. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Kugur þinn er óvenju skýr og opinn fyrir áhrifum. Þú byrjar starf sem á eftir að fleyta þér mjög í átt að settu marki. Þú særir kunningja þinn óviljandi. Þú ferð á dansleik. Meyiarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú hefur miklar áhyggjur af gerðum eins ættingja þíns og leggur mikið upp úr að hafa áhrif á hann. Ákveðin persóna ásækir þig alltaf þegar hún kemst í færi við þig. Heillalitur er grænn. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Vinkona þín gerir sig seka um ósmekklegheit sem fá þig til að fara hjá þér. Þú kynnist persónu sem þig hefur lengi langað að hafa samband við. Þú endurnýjar samband þitt við gamlan kunningjahóp. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Góður vinur þinn gerir skyssu sem hann sér mjög eftir. Með orðheppni þinni vinnurðu skemmtilegan sigur. Þú þarft að gera verk sem reynir nokkuð á andlegt þrek þitt. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Taktu ekki hlutina eins og þeir sýnast í fyrstu. Þú átt eftir að gera margar breytingar á teikningum sem þú hefur gert. Kunningi þinn flytur í nágrenn- ið. Heillalitur er biár. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. ianúar): Vegna smá lasleika geturðu ekki sinnt öllu því sem þú hefur á þinni könnu. Unglingur i fjölskyldunni gerir glappaskot sem kemur í þinn hlut að iagfæra. Þú lánar kunningja þínum peninga. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar!: Þú verður óvenju rausnarlegur og virðist njóta þess að veíta og gera öðrum greiða. Þú færð fréttir sem koma sér vel fyrir þig. Þú heldur þig sem mest að sömu félögunum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú getur gert þér mat úr hlutunum, ef þú ert nógu vel á verði. Láttu ekki uppskátt um fyrirætlanir þínar, það eykur á spennuna. Þú kemst á auðveldan hátt yfir góðan grip. EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & C0. H.F. RFYKJAVfK Ronson I uo I HÁRÞURRKA HEIMILANNA Tilvalin fermingargjöf 36 VIICAN 14-tw-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.