Vikan


Vikan - 06.04.1967, Page 48

Vikan - 06.04.1967, Page 48
K J :ra : L*l ‘A i;«] MIKLU URVALI... SMIÐUM FATASKAPA, ELDHUSINNRETTINGAR, GLUGGA, VEGGKLÆÐNINGAR, SÓLBEKKI, SPÓNLEGGJUM FYRIR FYRIRTÆKI OG EIN- STAKLINGA. - STUTTUR AFGREIÐSLU- FRESTUR. - GÓDIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. V. MIKLUBRAUT s.36710 Krommenie GÓLFDÚKUR OG GÓLFFLÍSAR MÁLARINN BANKASTRÆTI 7 - SÍMI 22866. hafði lagt til elliáranna, það hafði verið í austurrískum banka, sem varð gjaldþrota. Hún átti því engra kosta völ en að snúa sér aftur að leiklistinni. Hún hóaði saman gamla leikflokkn- um sínum, sem með mikilli á- nægju kom til hennar. Eleonora Duse var þá komin yfir sextugt; hún var með astma og hafði orðið að gangast undir brjóstað- gerð. En það var ekkert sem gat stöðvað hana, þegar hún fyrst var búin að ákveða að hverfa aft- ur til leiksviðsins. Hún fór í leikferð um alla Ítalíu, og síðar til London og Ameríku. Það var eitthvað yfir henni, sem ekki var af þessum heimi, því höfðu margar trúaðar manneskjur haldið fram. í mörgum klaustrum höfðu nunn- urnar hengt upp myndir af Duse. Ein þeirra sagði til skýringar: — Það er einhver innri fegurð, sem endurspeglast í andlitinu á henni. Þegar ég lít á myndina af henni, finnst mér friður ríkja í sál minni. í Ameríku lék hún í „Konan frá hafinu“, eftir Ibsen, og í nokkrum ítölskum leikritum. Mestan sigur vann hún á Metro- politan í New York. Umferðin var stöðvuð, riddaralið lögregl- unnar reið fyrir vagninum, sem ók henni til leikhússins, sem aldr- ei hafði áður verið notað til ann- ars en flutnings á óperum. Þús- undir áhorfenda í þessum skraut- lega sal, horfðu á leik hennar. Það heyrðist ekki stuna eða hósti, þetta var einna líkast helgistund. Fólkið vissi ekki að litla leik- konan þurfti að fá súrefnisgjaf- ir, meðan á sýningum stóð, og hún var alveg úttauguð eftir hverja sýningu. Hún komst alla leið til Pittsburg, á þessu ferðalagi, en þar var hún svo ó- heppin að lenda í kulda, sem braut niður heilsu hennar og þrek. Þegar það fréttist að hún væri látin, sendi d’Annunzio skeyti til ítölsku stjórnarinnar: — Eleonora Duse er látin, endalok hennar eru sem harm- leikur. Langt í burt frá Ítálíu hefur þessi kona, sem hafði ítalskasta hfartað, látið lífið. Ég bið yður um að fœra jarðneskar leifar hennar heim. Þegar gufuskipið „Duilio“ kom til Napoli, hafði mikill mann- fjöldi safnazt saman á hafnar- bakkanum — allir stóðu hljóðir og störðu upp á þilfar skipsins. Það stóð einmanaleg kista, sveipuð ítalska fánanum. Eleo- nora Duse var komin heim. Hvikullt mark Framhald af bls. 23. um, klædda i bleikt silki og skælandi. Þetta var hið venju- lega úrval misheppnaðra leikara — feitir og mjóir, skeggjaðir og rakaðir, veikir, áfengissjúkir og ellihrumir — allt sat þetta hér með virðuleikafasi og beið eftir engu. Ég reif mig frá þessu og skálm- aði að krosshliðinu. Miðaldra maður með höku, sem var eins og breiðari endinn á svínslæri, sat við hliðið í bláum einkennis- búningi dyravarðar með svarta derhúfu á höfði og svart byssu- slíður á lendinni. Ég nam staðar við hliðið og þrýsti að mér golf- skjóðunni, eins og hún væri mér mikils virði. Vörðurinn opnaði augun til hálfs og reyndi að koma mér fyrir sig. Áður en hann gæti spurt nokk- urs, sem gerði mig tortryggileg- an, sagði ég: — Herra Kuntz vildi fá þetta þegar í stað. Varðmennirnir við öll helztu kvikmyndaverin báðu um vega- bréf og áritun og gerðu allt nema þukla leyndustu staði líkamans í leit að földum handsprengjum. Við minni fyrirtækin var þetta ekki eins strangt og ég reið á það vaðið. Hann opnaði hliðið og benti mér í gegn. Ég kom inn í sjóðheitt steypt sund, sem var eins og anddyri völundarhúss, og villtist þegar í stað milli nafnlausra, óþekkjan- legra bygginga. Ég lagði af stað niður eftir leirgötu með merki, sem á stóð „Western Main Street“, sneri mér að tveimur málurum, sem voru að mála veðurbarða forhlið á bar með sveifludyrum og engu innifyrir. — Svið þrjú? spurði ég. — Næst til hægri, síðan til vinstri við fyrstu gatnamót. Þú sérð merkið við götuna á móti New York Tenement. Ég beygði til hægri, fór fram- 48 VIKAN 14 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.