Vikan


Vikan - 06.04.1967, Side 7

Vikan - 06.04.1967, Side 7
Fyrsta flokks fpð FÖNIX fín þjóð, að það megi ekki flytja inn svo lítilsigldan varning? Og enn spyr ég: Mætti ég fara til Vietnam og koma með eitt eða tvö þörn, án þess að spyrja nokk- urn að? Góði póstur, segðu mér ekki að snúa mér til utanríkisráðuneytis- ins. Svarið mundi koma eftir sirka eitt ár og þá mundi það vera neitun á beiðninni. Bréfið mun aldrei komast nema til skrifstofustúlkunnar og hún mundi auðvitað neita, því hún hefur ekki rétt til að leyfa neitt. Og ráðherrar lesa aldrei bréf sem berast til ráðuneytanna. Ég heyri sagt, að í hæsta lagi lesi skrif- stofustúlkan þau, en flest fari í ruslakörfuna. Með þökk fyrir birtinguna, Einn sem búinn er að ala upp sín börn. Það er vissulega fallega hugs- að að vilja taka að sér bágstatt barn frá Vietnam, en líklega verður það miklum erfiðleikum bundið. Því miður getum við ekki ráðlagt þér annað en það, sem þú baðst okkur að gera ekki: Þú verður að skrifa utanríkis- ráðuneytinu og fá hjá þeim upp- lýsingar. Þeir svara vonandi á skemmri tíma en heilu ári. Að lokum vildum við benda þér á, að ef ógerningur reynist að fá tökubarn frá Vietnam, þá væri reynandi að athuga, hvort ekki finnist í sjálfu velferðarríkinu okkar barn, sem er illa statt og þarfnast hjálpar. ANGELIQUE OG ENGLANDSVIST Kæri Póstur! Það er nú kominn tími til að ég láti álit mitt í ljós. Því miður get ég ekki haldið mér saman lengur. Það er út af Angelique. f síðasta blaði var hún svo neyð- arlega stutt, að það tók því varla að vera að lesa hana. Mér finnst þetta ekki rétt gert, það eru áreiðanlega margir sem hafa beðið eftir henni með óþreyju, og svo þegar að hún loksins kem- ur, þá er hún svona skammarlega stutt. Hvernig væri að hafa hana svona 3—4 síður í hverju blaði. Jæja þetta er nú mín tillaga. Ég vona að þið hugsið um hana. En þó það sé nú annað mál, mundir þú telja það gott fyrir 16 ára stelpu að fara út í vist til Eng- lands í sumar? Ég hef heyrt svo misjafnar sögur um þessar vistir, að ég er fremur óákveðin í, hvað gera skuli. P.s. Hvernig er skriftin? Angelique-aðdáandi. Það er nú svo með Angelique eins og annað efni, að hún tak- markast af því, hve mikið rúm er í blaðinu hverju sinni, og ef þú fylgist með framhaldssögum að staðaldri, hefur þú Iíklega tek- ið eftir því, að það er stundum mismikill skammtur af þeim frá blaði til blaðs. Hitt er svo líka annað mál, að þótt Angelique sé góð, má ekki reikna með, að all- ir taki hana fram yfir annað efni blaðsins, en það myndi óhjá- kvæmilega koma niður á því, ef Angelique fengi helmingi meira rúm en nú er, eins og þú leggur til. — Ekki skal ég um það segja, hversu „gott“ er fyrir 16 ára stelpu að fara í vist í Englandi, sumar eru heppnar og aðrar síð- ur. Ég myndi eindregið ráðleggja þér að fara ekki í vist þar öðru vísi en einhver, sem þú og for- eldrar þínir treysta, viti eitthvað um það fyrirfram, hvað bíður þín þarna úti. Skriftin er áferð- arfalleg. leHpétdng Þar sem í síðasta tölublaði Vik- unnar var sagt frá Ástu Sigurð- ardóttur, keppanda í Fegurðar- samkeppni unglinga 15—17 ára, féll niður hluti af málsgrein svo nokkuð vék frá réttri merkingu. Rétt verður klausan svona: Það er fjörugt félagslíf í Gagn- íræðaskóla Kópavogs, og Ásta er ritari skólafélagsins. Einnig starf- ar hún á vegum Æskulýðsráðs Kópavogs í sambandi við utan- Iandsferð, er hún fer í sumar á vegum þess og Æskulýðsráðs Reykjavíkur ásamt fleiri þátttak- endum til Norðurlanda og Þýzka- lands. Auk þessa hefur hún unn- ið smávegis með skólanáminu í vetur. Svo hún hefur í nógu að snúast. Það er svo mikið starf. o.s.frv. KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar geyma á matvœU atuttan tima. Þetta vita allir og enginn vill vera ín kæUsktpa. FRYSTING. þ. e. djúpfrysting vlð a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma 4 mat- væii langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þæglndin við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betrl mat, mögu- leikana á því að búa ' haginn mcð matargerð og bakstrl fram i timann, færri spor og skemmri tíma tU lnnkanpa — því að „ég á það í frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðlr ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Aliir, ncma sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu“, sem gerir það mögulegt að halda miklu frostl f frystihólfinu, án þcss að frjósi neðantil f skápnum; en einum er skipt i tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan mcð sér kuldastiilingu og alsjálfvirka þíðingu, en frysti að neðan með eigin froststillingu. Ennfremur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlkista ng 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má ncfna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæliskápa i herbergi og stofur. Þér getið valið um viðartegundir og 2 stærðir, með cða án vínskáps. Munið ATLAS einkonnin: ☆ Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit. ☆ Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. tk Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofon á frystiskáp), þegar gólfrými er lítið. •ír Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ■ír 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með því að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmai upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: ....... Heimilisfang: i4. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.