Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 13
Frökenin bak við afgreiðsluborðið svaraði hæversklega, eftir andartaks umhugsun: — Það verð ég sannarlega að spyrja hana systur mína um. En það átti ekki fyrir systrunum að liggja að búa saman til elliára. Það var einn morgun, þriðjudagsmorgun og Amalía átti að annast þjónustustörfin, en Agneta sat í hægindastól prestsins og beið. En morgunverðurinn kom ekki. Hún rétti fram fíngerða jómfrúhönd sína, tók um silfurbjölluna, sem einu sinni hafði glumið á æskuheimili hennar, og hristi hana reiðilega. Hún gat ekki þolað að stúlkan kæmi ekki með morgunmatinn á réttum tima. Þá braut Agneta reglurnar. Hún fór, í eigin persónu, fram í eldhús, þar sem hún annars aldrei tyllti fæti sínum þá daga, sem hún ekki átti að sinna þjónustustörfum. Þar lá Amalía og var látin. Hún hlaut að hafa fengið slag. Þetta var furðuleg jarðarför. Fólk kenndi í brjósti um hina eftirlifandi Agnetu, og vildi hjálpa henni eftir megni. En hún afþakkaði hæversklega, mjög virðu- lega, en samt á ákveðinn hátt, alla hjálp. — Við erum tvær og fullkomlega færar um að gegna skyldu okkar, sagði hún. Henni var líklega ekki Ijóst að Amalía var látin, og að nú yrði hún framvegis að sjá um morgunverðinn á hverjum degi. Jarð- arförin var á laugardegi. Það voru aðeins heldri menn sem báru kistuna. Afi fylgdi, — en hvorri þeirra var hann að fylgja, þeirri sem hann þekkti bezt, eða hinni? Hann vissi það ekki. Svo var jarðarförin yfirstaðin og lífið gekk sinn vanagang. Agneta rak verzlunina eins og áður, stóð á hverjum degi bak við afgreiðsluborðið, sá um að hafa litlar en vandaðar vöru- birgðir og var ákaflega varkár með að lána fólki. Það kom fyrir, ef hún var í miklum vafa, að hún sagði við hinn að- þrengda viðskiptavin: — Það verð ég sannarlega að spyrja hana systur mína um .... Svo gekk hún inn í íbúðina, kom fram að vörmu spori, annað hvort afsakandi, sagði að systur sinni þætti það ekki ráðlegt, eða þá að hún kom brosandi fram og sagði að svstir sín ætlaði að láta sjá til í þetta sinn. Hún hafði liklega ruglazt eitthvað við fráfall Amalíu, en samt hafði hún nóg vit til þess að reka áfram verzlunina. A hverjum sunnudegi fór hún til kirkju, og hún var alllaf með stráhattinn. Fólk sagði að þegar hún væri búin að taka hattinn sinn af snaganum, væri hattur Amalíu líka farinn af sínum snaga. En hvar var hann þá? Systurnar höfðu aldrei haft sameiginlegt svefnherbergi. Það hafði verið siður á heimili þeirra, að sú sem annaðist heimilis- störfin, sá um að slökkva Ijósin á kvöldin. Þannig virtist þetta vera áfram. A mánudögum logaði Ijósið lengur í herbergi Ama- líu, og á þriðjudögum í herbergi Agnetu. Nábúarnir sáu að þessum vana var aldrei brugðið, jafnvel mörgum árum eftir að Amalía hafði verið borin til hinztu hvíldar. Svo var það um vor — í maí mánuði, á sólbjörtum degi — þá dó Agneta. Hún fannst í eldhúsinu, það var viðskiptavinur sem fann hana, hann gerðist óþolinmóður þegar enginn kom til að afgreiða. Hún lá svo friðsæl á litla bekknum í eldhúsinu, eins og hún hefði lagzt útaf til að hvíla sig svolítið. Það leit einna helzt út fyrir að einhver hefði reynt að leggja hana fallega til, og svo farið. Nú voru það nábúarnir, sem þurftu að annast útförina. Það- var keypt kista í Tönsberg, en það tók nokkurn tíma að fá hana senda. Það var komið kvöld þegar allir nauðsynlegustu hlutir voru til reiðu, og nokkrir af hinum hyggnu' nábúum lögðu saman ráð sín, og ákváðu að snyrta ekki þá látnu eða skreyta kistuna, fvrr en næsta dag. Hún var þvi borin inn í herbergið sitt og lögð þar til. Svo var húsinu læst og allir fóru, hver heim til sín. Daginn eftir kom fólkið aftur. Þá fann það Agnetu, hún lá, fagurlega skreytt í kistu sinni, með vönd af rauðum rósum milli fingranna. Þessar rósir voru af sjaldgæfri tegund, sem aðeins óx í garði prestssetursins. Það hlaut einhevr þögull gestur að hafa komið þangað um nóttina. En það varð enginn í raun og veru hræddur. Það létu allir eins og þeir vissu að þarna hefði einhver ættingi verið að verki: — Þetta var, þegar á allt var litið, einkennileg fjölskylda. Það gat verið einhver ættingi, sem varð að fara strax aftur af landi burt, vegna áríðandi er- inda til Svíþjóðar. En þegar presturinn heyrði þetta, frestaði Framhald á bls. 41. 14. tbi. vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.