Vikan


Vikan - 06.04.1967, Page 9

Vikan - 06.04.1967, Page 9
 Umboð mánaðarins Þeir eru ánægðir meff árangurinn: Til vinstri er Pier Hamiock, svæffisstjóri frá Chrysler, en Loftur Jónsson til hægri. Yfir öxl hans sést Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra. Fyrir tveimur árum gekk sú saga, að maður einn hefði komið inn í þáverandi umboð Chrysler verksmiðjanna á íslandi og spurt um Barracuda. Steini lostinn sölumaðurinn á að hafa litið upp með blátær augu og svarað: Barracuda? Hvað er það? Rétt um það leyti tóku nýir umboðsmenn við sölu og þjón- ustu Chrysler bíla á íslandi. f fyrstu voru aðeins tveir menn starfandi við umboðið, en nú kváðu vera 18 á launaskránni, þar af 9 dverghagir bifvélavirkj- ar. Og víst er um það, á þessum skamma tíma hefur Chrysler um- boðið getið sér gott orð eins og ævinlega verður með þau um- boð, sem ekki gleyma viðskipta- manninum og skyldum sínum við hann um leið og hann hefur keypt bílinn. Nýlega var Chrysler umboðið á íslandi, Vökull h.f., valið sem umboð mánaðarins í tímariti verksmiðjanna, og sýnir það bezt, hve vel Chysler kann að meta störf yngstu umboðsmanna sinna, en bæði Jóhann Scheiter, fram- kvæmdastjóri Vökuls og Jón H. Magnússon, sölustjóri, eru 27 ára áð aldri. Og stjórnarformaður Vökuls, Loftur Jónsson, er 29 ára. — Loftur var reyndar ís- lenzkum bíleigendum áður að góðu kunnur sem umboðsmaður American Motors — Rambler — sem lengi hefur verið viðurkennt eitl af beztu umboðum hérlendis. í fyrrnefndu tímariti Chrysler er þess sérstaklega getið, að tveir íslenzkir ráðherrar hafi nýlega keypt sér bíla hjá Vökli h.f.; keypti annar Dodge Monaco en hinn Chrysler New Yorker. Sýn- ir þetta tvennt í senn: Að Chrysl- er bílar eru í hávegum hafðir hér og eins hitt, að íslenzkir ráð- herrar eru hógværir af hjarta — annars hefðu þeir að minnsta kosti tekið Chrysler Imperial. Chryslcr Ncw Yorker. Dodge Monaco. • a'iW JS. Modess „Blue Shield" eykur ör- yggi og hreinlæti, því bló plast- himna heldur bindinu raka- þéttu að neðan og ó hliðunum. Bindið tekur betur og jafnara raka og nýtist því fullkomlega. Silkimjúkt yfirborð og V-mynd- uð lögun gerir notkun þess óviðiafnanlega þægilega. Aldrei hefur bindi verið gert svo öruggt og þægilegt. Modess DÖMUBINDI 14. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.