Vikan


Vikan - 06.04.1967, Side 21

Vikan - 06.04.1967, Side 21
 Stríð í Afríku, herflutningarnir í fullum gangi. Báðir stríðsaðilar álitu hvor um sig, að hinn aðilinn vœri liðsterkari og betur útbúinn, en raun bar vitni. Kannski hefði orrustan um Afríku orðið eitthvað öðru vísi, ef réttar upplýs- ingar hefðu legið fyrir. O hlaupa og stökkva og ýta bdum upp brekkur; það mótti ekki heyrast í gírum, því þó vorum við lótnir ýta farartækinu hólfa mílu, nokkrir saman. Þannig lærir maður fljótt að skipta. Mest voru notaðir gamlir Fordar, sem Þjóðveriar höfðu komizt yfir í einhverjum löndum, með þvertenntum gírkassa sem ó- mögulegt var að skifta — að minnsta kosti gekk mér illa að skifta öðru vísi en það heyrðist. En þetta var nóttúrulega alveg satt, þótt maður hefði próf, kunni mað- ur svo sem ekkert að keyra. Svo voru þessi bölvuð læti ( liðsforingj- unum, það var alveg eins og þeir ættu mann og gætu gert við mann hvað sem þeim sýndist — nema að sló mann. Það gerðu þeir aldrei í þýzka hernum, þeir lögðu aldrei hönd ó mann, þótt svín væru þeir að öllu leyti. Þó fauk nefnilega stjarnan af þeim sjólfum. En það eru svo margar leiðir til að fara illa með mann ón þess. Eg get nefnt þér dæmi; Við vorum látnir hlaupa í stórum grjótnámum, áttum að fara upp á bakkann með fullan búnað á bakinu og gasgrímur og koma svo til baka. Og tveir þeir síðustu voru látnir hlaupa aftur. Þú getur bara ímyndað þér, hvernig er hlaup- ið. Það er alveg sama hvað hlaup- ið er hratt, það eru alltaf einhverjir tveir síðastir. En sem sagt, Ég hafði heldur meira en meðalþrek, svo þetta beit ekki mikið á mig. Allt í einu var tekinn út hópur af mönnum til að fara til Afríku. Þar á meðal ég. Þv( varð ég raunar feginn, því þá var Rússastríðið byrj- að, og hafi ég óttast nokkuð veru- lega, þá var það að fara til Rúss- lands. Það var farið með okkur til Kaiserslautern og raðað saman nýrri herdeild og við fengum nýja einkennisbúninga, brún khakiföt, og vorum afar roggnir yfir að vera ekki grænir eins og hinir. Því næst var okkur troðið upp í nautgripa- vagna og farið með okkur yfir eitt- hvert fallegasta land í heimi, Tyrol og AÍpana, til Ítalíu. Það var bara verst, að það gátu ekki nema fáir séð landslagið ( einu, aðeins þeir, sem voru við dyrnar. Sú ferð end- aði í Napólf, og þar var okkur komið fyrir í skóla, sem þeir höfðu lagt undir sig, gríðarmikilli höll, allri lagðri marmara, ískaldri og fullri af kakkalökkum. Við höfum líklega verið þar um 1200 í einu og höfðum nóg rúm. Við sváfum á vindsængum, sem voru hluti af búnaði hvers og eins, og ekki var maður fyrr lagztur út af á kvöldin, að orrustan við helvítis kakkalakk- ana byrjaði. Maður var gersamlega varnarlaus fyrir þeim, og það var eins og þeir hefðu sérstaklega gam- an af að pína okkur, að því að við þekktum þá ekki. Þeir bíta eins sárt og þegar maður er klipinn fast með nöglunum. Lús kynntist ég seinna, en kakkalakkar og flær held ég að séu langt um óþægilegri bitvargar, þótt lúsin kunni að vera verri smitberi. Þar vorum við látnir venjast loftslaginu, og auðvitað hlaupa og skríða og gera alls kon- ar hundakúnstir. Það var gaman að vera á ítalfu. Þar var allt nýtt fyrir okkur, og við héldum að allir væru ógurlega hrifnir af okkur, en það var nú ekki tilfellið. ( raun og veru hata ítalarnir Þjóðverja, og líta niður á þá eins og hunda. Ég man eftir því einu sinni ( liðskönnun hjá okk- ur, að það fannst smáblettur á ein- um rifflinum. Og við fengum straff- æfingu sfðari hluta laugardags. Liðsforinginn auðvitað hundóánægð- ur l(ka yfir að missa fríið sitt, svo hann var strangari og lét okkur hafa erfiðari æfingu en nokkru sinni fyrr, pirraður og vitlaus. Hann lét okkur hlaupa og skrlða ( rykinu, sveitta og bölvandi. Komu þá ekki nokkrar ítalskar kerlingar, feitar og spikmiklar, og fóru að bölva hon- um í sand og ösku, þessu þýzka svíni. Svo mikið skildum við. Og hann skammaðist sín nóg til þess, að hann lét okkur fara heim. Þetta hefði aldrei getað skeð í Þýzka- landi, það get ég sagt þér. Þótt ítalir séu eilíflega með „Donna Maria" á vörunum, hafa þeir sínar skoðanir. Þeir eru ekki eins undir- gefnar múgsálir og Þjóðverjar. Þarna vorum við í sex vikur, og alltaf vorum við að sjá hópa af skipbrotsmönnum, sem komu aftur úr ferð til Afríku. Og það sem mað- ur sá ekki sjálfur, spurðist áreiðan- lega. Það voru engar fréttir eða tilkynningar, enginn sagði frá þv( sem gerðist, en allir vissu það. Svo vorum við settir um borð ( skip, sem Suður-Ameríkulínan hafði átt, 36 þúsund tonna skip, sem hét Esperia. Þar var ekkert hægt að gera við hermennina annað en láta þá eiga sig, það var ekki pláss til neins. Við urðum bara að mæta til að taka á móti matarskammtin- um og annað ekki, nema kannski vakt stuttan tíma. Þarna voru þrjú skip samflota, öll frá sama félagi. Eftir einn og hálfan sólarhring var ég settur á vakt á dekkið fyrir neðan það, sem við vorum á. Ég átti að passa, að enginn kæmi að trufla liðsforingjana, þeir áttu að fá að sofa til hádegis. Á svona vakt verður maður að hafa stál- hjálm og annan útbúnað eftir Framhald á bls. 33. 14. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.