Vikan


Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 53

Vikan - 06.04.1967, Qupperneq 53
umhverfis Frakkland. Hann sagði: — Þegar þú ferð í gegnum Poitou, komdu þá við í Plessis-Belliére höllinni, skammt frá Fontenay. Biddu um að fá að tala við Madame og gefðu henni þetta frá Gontran bróður hennar. — Hve langt er síðan þér sáuð bróður minn? — Meira en ár. Það skýrði málið. Meðan hann sagði frá ferðum sínum í gegnum Búr- gúndi, Provence og Roussillon og langri dvöl sinni í Pyrennefjöllum og á ströndum hins blágræna úthafs, rótaði hann í leðurskjóðu og tók upp striga, gætilega vafinn inn í olíudúk. Angelique tók við þessu. Hún sagði þjónustufólkinu að hugsa um umferðasalann, og fullvissaði hann um, að hann væri velkominn gest- ar undir hennar þaki, svo lengi sem hann óskaði. Um leið og hún var komin inn í herbergið sitt, vafði hún utan af striganum. Þetta var ótrúlega vel gert málverk af sonum hennar þremur. Cantor stóð fremst á myndinni með gítarinn sinn klæddur í grænan lit, sem fór vel við augu hans. Listmálarinn hafði náð þess- um sérstaka svip, sem einkenndi hann; í senn dreyminn og glaðlynd- ur. Þetta var látni sonur hennar; hann geislaði af sliku lífi, að það var erfitt að trúa þvi, að hann væri horfinn. Það var eins og hann segði á málverkinu: — Ég mun lifa að eilífu. Florimond var rauð- klæddur. Gontran — hvernig gat hann hafa getið sér þess til? — hann hafði málað hann með þvi unglingsandliti, sem hann hafði nú öðlazt, með fínleik þess, gáfulegum svip og eldi. Svart hár hans gerði dökkan blett í bjarta liti málverksins og undirstrikaði hina litina, græna, rauða, ljós andlit drengjanna og silkilokka Charles-Henri. Hann stóð milli eldri bræðra sinna tveggja og nokkru aftar, ennþá smábarn i siðri, hvítri kápu, rétt eins og engill. Hann hélt út spékoppahöndunum sínum til að snerta handleggi Cantors og Florimonds, en það var eins og þeir tækju ekki eftir snertingu hans. Óhreifanleikinn í stöðu þeirra hafði eitthvað táknrænt við sig, sem snerti hjarta Angelique. Það var eins og málarinn — og hver hefði lagt trúnað á framsýnina, sem leynd- ist í sál listamannsins; — hefði viljað undirstrika mismuninn á ættun- um tveimur; þarna voru eldri drengirnir tveir, syndir de Peyracs greifa, framsæknir í forgrunni myndarinnar, eins og ljós lífsins léki um þá, en sá yngsti bræðranna þriggja, sonur Plessis-Belliére marskálks, stóð ofurlítið aftar, aðdáanlega fallegur, en einn. Þessi tilfinning gerði henni þungt um hjartað og hún dvaldi lengst við andlit. litla drengsins. Allt í einu varð henni ljóst, hverjum hann liktist: — Hann minnir á Madelon systur mína! Og samt var þetta mynd Charles-Henri. Hvaða kyngi var í pensli listmálarans, sem gat gefið þessum liflausu myndum allan margbreytileik lífsins? Höndin, sem einu sinni hélt þessum pensli, var nú lifvana. Dauði. Líf. Eyðing og eilífð. Gleymska og þó umsát. Meðan hún horfði á málverkið, var eins og hún sæi í svip, líkt og glampa í þrístrendu gleri eða í skugga skýjanna, sem liðu yfir landið, þann samleik skugga og ijóss, sem hafði skapað líf hennar, og hún fann, að enn var mikið eftir, sem hún gat ekki enn séð fyrir um. Florimond hafði aldrei spurt hana neins. Hann hafði samþykkt án umsagnar þá staðreynd, að hermennirnir voru allsstaðar, og að kapteinn- þeirra bjó í húsi móður hans. Síðan um nóttina, þegar þjónarnir ógnuðu honum, voru tilfinningar Montadours blanda af magnvana reiði, æðandi hroka og illum fyrir- boða. Hann hvarf stundum og sást ekki allan daginn og skildi höllina eftir í höndum undirforingja sinna. Þá var hann að ofsækja húgenotta. En þeir dreifðust um Bocage og lík drekanna lágu eins og hráviði um skógarstígana. Þá var Montadour vanur að hengja fyrsta bóndann, sem hann rakst á, og fyrir kom, að það var katólikki. Hann þurfti ekki annað en að sýna á sér andlitið, til að fólkið tæki að formæla honum. Oft var hann drukkinn. Við þau tækifæri biandaðist saman ótti hans og ólgandi girndin, sem ofsótti hann, og fékk útráðs í æðislegum, skefja- lausum reiðiköstum. Hann slagaði í gegnum forsalinn og sló til hægri og vinstri með sverðinu; lamdi þvi í marmarastigann eða hjó til gylltra rammanna um málverk af forfeðrum Plessis-Belliére, sem horfðu með háleitri fyrirlitningu niður á fordrukkinn ístrubelginn. Hans eigin menn laumuðst burt, þegar þannig var ástatt fyrir hon- um. Hann fann augnaráð þjónanna hvíla á sér, þar sem þeir gægðust í gegnum skráargöt og rifur á hurðum; stundum greindi hann gegnum ölvímuna kitlandi hlátur litla Charles-Henri, því Barbe gat ekki á sér setið að leyfa honum sjá þetta líka. Þá formælti hann þeim öllum. Hann hafði verið svikinn. Hann var hér upp á náð djöfla og nornar kominn. Hann grét kveifartárum, þegar hann hugsaði um örlög sín, og svo náði reiðin yfirhöndinni aftur. — Helvítis merin þín! öskraði hann og horfði upp eftir stiganum. — Ég þekki þig. Þú hleypur út í skóg á nóttunni til að eðla Þig, það er það .... Angelique var ókát yfir þessu. Hvernig gat hann vitað, að hún fór út í skóg? Svo endaði kapteinninn ræður sínar með fráleitum ásökun- um; stundum um hind og fordæðuskap. Dag nokkurn, þegar þessi gállinn var á honum, fann hann ákafan sársauka í afturendanum, og þegar hann snéri sér við, sá hann Flori- mond, sem formálalaust hafði rekið sverðið í holdugasta líkamshluta kapteinsins. — Þér eigið vænti ég ekki við móður mína, kapteinn? spurði hann. — Ef svo er, verð ég að biðja yrður að verjast. Montadour bölvaði og reyndi að verjast fimlega brugðnu sverðinu. Það eina, sem hann greindi í gegnum vímuna, var þykkur, svartur makki, sem þyrlaðist allt í kringum hann. — Hvolpur úlfynjunnar! Hann fékk sár á höndina, missti sverðið og kallaði á menn sína sér til bjargar. Þeir komu þjót- andi og Florimond lagði á flótta og gaf þeim langt nef um leið. Þegar bundið hafði verið um sár hans og af honum var runnið, sór hann að standa yfir höfuðsvörðum alls hópsins, en hann varð að biða eftir liðsauka. Hann var illa staddur, hafði ekki lengur samband við Monsieur de Gormat, og bréfin, sem hann hafði sent Monsieur de Marillac virtust hafa fallið í óvinahendur. Fyrir utan þessi einstæðu afskipti, var eins og Florimond gerði sér ekki ljóst ástandið. Klukkustund eftir klukkustund skylmdist hann við Sverðfinn og Enskar nostulínflísar ávallt r I mikln úrvaii LITAVEB 8F. Srensásveg 22—24 (horni Miklubrautar) — Símar 30280 & 32262 Eldhúsbord $ á einum faeti ■ meira gólf pláss ■ létt ■ gott verff ■ ■ allar gerflir og stærOir ■ ■ stólar bekkir kollar ■ ■ greiffsluskilmálar ■ bctra atf sitja betra ad hreinsa betra ad rada i4. tbi. VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.