Vikan


Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 06.04.1967, Blaðsíða 49
 SILKIMJÚKT OG SEIÐMAGNAÐ ILMANDI TALCUM FRÁ AVON Hin frægu fegrunar talcum . . . miúk og fín . . . til hressingar eftir baðið — áður en þér klæðist. Veljið yðar uppáhalds ilm úr Somewhere, Topaze, Wishing, Here's my Heart, Persian Wood, To a Wild Rose eða Jasmin og Lily of the Valley. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON ■ PARIS hjá London Street og Pioneer Log Cabin, síðan til vinstri.fram- an við Continental Hotel. Fölsku framhliðarnar voru svo raun- verulegar úr fjarska, svo ljótar og þunnar, þegar maður kom naer, að við lá að ég efaðist um mína eigin tilveru. Mig langaði mest til að kasta frá mér golf- skjóðunni og skálma inn á bar- inn í Continental Hotel til þess að fá mér ímyndaðan drykk með hinum draugunum, en draugar hana enga kirtla og svitinn bog- aði af mér. Ég hefði átt að bera eitthvað léttara, til dæmis bad- mintonútbúnað. Þegar ég kom að sviði þrjú, logaði rauða ljósið og hljóðheldu dyrnar voru lokaðar. Ég hallaði golfskjóðunni upp að veggnum og beið. Eftir stundarkorn slokkn- aði ljósið. Dyrnar opnuðust og hjörð af kórstúlkum í kanínu- klæðum komu út og gengu upp eftir götunni. Ég hélt dyrunum fyrir þeim síðustu og smeygði mér svo innfyrir. Þetta var eftirlíking af leik- húsi með rauðum plussklæddum hljómsveitarsætum og stúkum, gylltum rokokkó-skreytingum. Hljómsveitarstúkan var stór og sviðið autt, en á fremstu bekkj- unum var ofurlítill hópur áhorf- enda. Ungur maður með upp- brettar ermar var að beina lampa að hópnum. Hann kallaði á ljós og í sama bili varð andlit konu, sem sat í fremstu röðinni og sneri að myndavélinni, ljósum baðað. Ég færði mig niður í ganginn til hliðar og þekkti, áður en ljósin slokknuðu aftur, að þetta var Fay. Ljósin kviknuðu á ný, það suð- aði í bjöllu og djúp þögn ríkti í salnum. Svo sagði konan með djúpri röddu: — Er hann ekki dásamlegur?! Hún sneri sér að gráyfirskeggj- uðum manni, sem sat við hliðina á henni, og hristi handlegg hans lítið eitt. Hann brosti og kinkaði kolli. — Klippa! Þreytulegur, litill maður, sköllóttur, fallega klædd- ur í fölblá gaberdineföt kom í Ijós aftan undan myndavélinni og hallaði sér í áttina að Fay Eastbrook. — Sjáðu nú til Fay, þú ert móðir hans. Hann er hér uppi á sviðinu og er að syngja úr sér hjartað, þín vegna. Þetta er fyrsta stóra tækifærið hans, það er það, sem þú hefur vonazt eftir og beðið fyrir öll þessi ár. Tilfinningarík Miðevrópurödd hans var svo sannfærandi, að ég leit ósjálfrátt upp á sviðið. Það var enn autt. — Er hann ekki dásamlegur? spurði konan með erfiðismunum. — Betra. Betra. En mundu, að spurningin er ekki raunverulega spurning. Þetta er þörf til að segja eitthvað. Áherzlan er á dásamlegur. — Er hann ekki dásamlegur! beljaði konan. — Meiri áherzlu, meira hjarta, kæra Fay. Úthelltu móðurástinni í fang sonar þíns, sem syngur svo stórkostlega uppi á sviðinu. Reyndu aftur. — Er hann ekki dásamlegur! gjammaði konan illskulega. —• Nei! Þú mátt ekki yfirdrífa. Þú mátt ekki blanda gáfum þín- um í þetta. Einfaldleiki. Hlýtt, ástúðlegt látleysi. Skilurðu það, kæra Fay? Hún var í senn reið og hreild á svipinn. Allir viðstaddir, frá aðstoðarleikstjóranum til lægsta statistans, fylgdust með henni af eftirvæntingu. — Er hann ekki dásamlegur? spurði hún kverkmælt. — Miklu, miklu betra, sagði litli maðurinn. Hann kallaði á ljós og myndavél. — Er hann ekki dásamlegur? spurði hún aftur. Maðurinn með gráa yfirskeggið brosti og kink- aði kolli nokkrum sinnum enn. Hann lagði hönd sína yfir hennar og þau brostu hvort í annars augu. — Klippa! Brosin dóu út í þreytulegan leiðindasvip. Ljósin slokknuðu. Litli leikstjórinn kallaði á númer 77. — Þú mátt fara, Fay. Á morg- un klukkan átta. Og reyndu nú að sofa vel í nótt, ljúfan. Hann sagði þetta einhvern veginn þann- ig, að það hljómaði óþægilega. Hún svaraði ekki. Meðan nýr hópur leikara var að safnast sam- an öðru megin á leiksviðinu, og myndavélinni var beint í áttina til þeirra, reis hún á fætur og gekk upp eftir miðganginum. Ég fylgdi henni út úr þessu óhrjá- lega húsi, sem að utan líktist helzt sóðalegri vöruskemmu, út í sólina. Ég stóð í dyrunum, þegar hún gekk burt, ekki hratt, og hreyf- ingarnar lítið eitt tilviljanakennd- ar án markmiðs. f þessum fárán- lega búningi — með ekkjublæju og svartri kápu -—• var stór, fall- egur líkami hennar eitthvað klaufalegur og fráhindrandi. Það getur hafa verið af sólinni, sem stakk mig í augun, eða af róm- antískum tilhneigingum, að ég hafði þá tilfinningu, að allt hið illa, sem liggur í loftinu í stúdíói sem þessu, eins og lyktalaus gas- tegund væri sameinað í þessari stóru, vörtu veru, sem gekk upp eftir auðu, fölsku stræti. Þegar hún var úr sjónmáli fyr- ir hornið á Continental Hotel, tók ég upp golfskjóðuna og fylgdi henni. Svitinn spratt út á mér aftur og mér leið eins og gömlum golfhjálparmanni, af þeirri gerð- inni, sem aldrei getur orðið al- mennilegur atvinnumaður. Framhald í næsta blaði. 14. tw. VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.