Vikan


Vikan - 18.07.1985, Side 16

Vikan - 18.07.1985, Side 16
Ef maður fær stuðning frá fjölskyldu og vinum er ekki svo erfitt að vera EINSTÆÐ MÓÐIR Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Mynd: RagnarTh. K ær eru líkar mæðgurnar, Soffía Guðnadóttir og Sunna Björg Símonardóttir, dökkhærðar og svipsterkar, en Soffía segir að Sunna sé töluvert lík pabba sínum. Hann hefur Sunna aftur á móti aldrei hitt þar sem hann er Englendingur og býr erlendis. Soffía hefur því séð ein um uppeldið og jafnframt verið eina fyrirvinna heimilisins. Það er mikið talað um hversu erfitt sé að lifa af laununum og að fólk sé að kikna undan skuldabagganum, en jafnframt eru allir sammála um að konur séu lægst laun- aða starfsfólkið á vinnumarkaðinum. Hvernig getur þá einstæð móðir látið enda ná saman og lifað af launum sínum, og verið góður uppalandi jafnframt? „Ef maður fær stuðning frá fjöl- skyldu sinni og vinum þá tekst þetta,” segir Soffía. Hún á þó ekki við fjárhagslegan stuðning því í foreldrahúsum eru enn mörg yngri systkini og ekkert aflögu þar nema andlegur stuðningur og hjálp við að líta eftir Sunnu. Soffía fékk engan fjárhagslegan stuðn- ing heldur frá ríkinu þegar hún var heima með bamiö í fæðingar- orlofi. Þá voru ekki komnar þær reglur, sem eru í dag, að allar konur eigi rétt á launuðu fæðingarorlofi. „Ég hafði unnið sem læknaritari á Landspítalanum eftir stúdents- próf en fór svo sem Au-pair til Belgíu. Þar hitti ég bamsföður minn en kom heim aftur þegar ég varð ófrísk og fór að vinna við gamla starfið. Þar vann ég í tæpa 5 mánuði áður en Sunna fæddist, en þá þurftu konur að hafa unnið 6 mánuði samfleytt á sama vinnu- stað til þess að öðlast rétt á laun- uðu bameignafríi. Eg fékk því enga greiðslu þessa þrjá mánuði sem ég var heima, jafnvel þó ég færi að vinna þama aftur eftir frí- ið. Reglumar voru ósveigjanleg- ar. Það sem bjargaði mér var að ég átti sparimerki sem ég gat selt.” En eftir þessa árangurslausu baráttu Soffíu við kerfið tók við önnur, engu betri. „Til þess að fá greidd mæðralaun frá Trygging- unum þurfti að koma með undir- skrift föður. Það var mjög erfitt í þessu tilfelli þar sem faðirinn var útlendur og ekki hægt að ná til hans. Ég fékk því ekkert bams- meðlag fyrr en bamið var orðið 14 mánaða en þá var ég svo heppin að nýgengnar voru í gildi reglur um það að greiða mætti meðlag eitt ár aftur í tímann til þeirra sem ekkert höfðu f engið og ég fékk það.” Útivinnandi móðir ungbarns getur ekki verið bíllaus Þær mæðgumar höfðu því ekki annað en ritaralaun Soffíu til að lifa af fyrsta ár bamsins og af þeim þurfti auðvitað að greiða fæði, húsnæði, dagheimili og allt annað sem tilheyrir ungbami. En eins og Soffía segir þá tekst þetta allt saman ef menn eiga góða að. Systir Soffíu og mágur buðu henni aö búa hjá sér þegar bamið var nýfætt og þannig deildist heimilis- kostnaöurinn á fleiri og sambýlið veitti einnig félagsskap og margs konar stuðning. „Það er ekki hægt að vera bíl- laus þegar maður þarf að fara út meö ungbam eldsnemma á morgnana, um hávetur, þannig að mágur minn lánaði mér bílinn sinn fyrstu mánuðina eftir að ég fór að vinna og tók sjálfur strætó í vinnuna. Síðar arfleiddi pabbi mig að gamla bílnum sínum, svörtum Hillman ’67 sem dugði mér mjög vel.” Það langar áreiðanlega enga nýbakaða móður til að vera frá baminu sínu meira en átta tíma á dag en einstæð móðir, sem er án allrar fjárhagslegrar aðstoðar, á ekki margra kosta völ. Sunna var því sett á vöggustofu 3 mánaða gömul og hún hefur verið á dag- heimilum síðan, á meðan mamma hennar vinnur úti. I sumar ætlar Soffía að leyfa sér í fyrsta skipti að vera heima hjá baminu sjálf. „Sunnu finnst þetta mjög skrítið ástand og hún er alltaf að spyrja mig hvort hún eigi ekki að fara á dagheimilið, til dagmömmu eöa eitthvað annað. Hún á erfitt með að skilja að það er ég sem er að passa hana núna. En við njótum þess vel að vera svona saman og sérstaklega að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana. Við erum báðar mjög morgunsvæfar og erum yfirleitt alltaf á seinustu stundu og ég sífellt hrópandi: Flýttu þér, flýttu þér. Enda er ég yfirleitt alltaf hálftíma of sein. Einn vetur þurfti ég að fara enn fyrr á fætur en venjulega því þá var ég bíllaus og bjó í vesturbæn- um, Sunna var á dagheimili í Laugameshverfi og ég vann svo á Landspítalanum. Þetta fór ég allt saman í strætó og það tók mig óra- tíma að komast í vinnuna. 16 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.