Vikan


Vikan - 18.07.1985, Síða 25

Vikan - 18.07.1985, Síða 25
fyrir feitt kjöt. Brauð og kartöflur eru ekki fitandi heldur smjörið og sósumar sem fylgja oftast. Með svona mataræði fær líkam- inn nægilega mikið af glykogeni, við finnum ekki til svengdar en áberandi vellíðunar. Fæðið er trefjaríkt sem er nauðsyn til þess aö halda heilbrigði. — Borðar þú þegar þú ert ekki Ifkamlega svöng/svangur? — Rœður þú ekki við þig innan um mat? — Eyðirðu miklum tima í að hugsa um og hafa áhyggjur af mat og offitu? — Liður þér illa af þvf þú getur ekki hamið þig? — Lfkar þér illa við Ifkama þinn? — Ertu alltaf að leita að éhrifarik- um megrunarkúrum? Svarirðu megninu af þessu játandi er megrun það síðasta sem þú þarft. Það sem þú þarft er 'að ná valdi á átinu, ekki að varpa ábyrgðinni yfir á sveltikúr á blaði uppiávegg. Regluleg hreyfing gefur þér nýja virðingu fyrir líkama þínum og þú verður meðvitaðri um hann. Hann hættir að vera óvirðulegar umbúðir hins platónska og þú finnur að til þess að það þrífist verður líkaminn að vera í formi. — Heilbrigð sál í hraustum líkama — og þú ferð að finna til ánægjunn- ar af því að borða, gamli offitu- sjúklingur. Matur eins og brauö, kartöflur og hrísgrjón veröur stór hluti af fæðunni en ekki á bannlist- anum. Gamla kenningin um megrunarkúr er sem sagt úrelt. Getirðu komið matarvenjunum og lífsvenjunum í rétt form ættu áhyggjur af þyngd og lögun að vera ónauðsynlegar. Grillveisluglaðir helgarmatar- gestir gleðjast eflaust við þá til- breytingu að fást sjálfir við að þræða matinn á gaffalteina. Svo snarla menn glóðarsteikta tein- rétti þegar kvölda tekur og húmar að: Rækjuteinréttir 1/2 kiló rækjur 8 þykkar sneiöar af súrsuðum gúrkum 8 sneiðar af tómötum Sósa: 1/3 bolli olía 1/4 bolli tómatsósa 2 matskeiðar af sftrónusafa salt og pipar 1 hvftlauksrif, marið Blandið sósuna tveim tímum fyrir steikingu. Setjið rækjumar út í og látið bíða í kæli. Látið kolin hitna. Takið þá skálina fram og þræðið 3—4 rækjur á glóðunartein, síðan sneið af agúrku, þá rækjur og svo framvegis. Hafið tómat- sneiö á hvorum enda. Grillið í nokkrarmínútur. Kjötbolluteinróttir 1 /2 kfló magurt nautakjöt, hakkað 1 hrœrt egg 1 /2 bolli brauðrasp 2 matskeiðar saxaður laukur 2 matskeiðar mjólk 1 teskeið oregano salt sitrónusneiðar sitrónusafi 1 meðalstórt salathöfuð, smésaxað Blandið saman í skál kjöti, eggjum, raspi, lauk, mjólk, oregano og salti. Hrærið vel og hnoðið í litlar kúlur. Þræðið kúlumar á gaffalteinana og grilliö í 35 mínútur. Hellið sítrónusafa yfir kjötið og berið það fram ásamt salatinu. Nægir fyrir 9 manns. Lifrarteinróttir 1/2 kfló af hrainsaðri og tenings- skorinni kálfslifur salt og pipar teningsskorið beikon lérviðarlauf 2 grófsaxaðir laukar Kryddið lifrarbitana eftir smekk. Raðið sitt á hvað lifrarbit- um, beikoni, lárviðarlaufum og laukbitum á gaffalteinana. Glóðið þar til lif rin er gegnsteikt. Eplateinróttir 6epli sftrónusafi 1 /4 bolli smjör 3 matskeiðar sykur þeyttur rjómi (mé sleppa) Skrælið eplin og hlutið í sundur. Fjarlægið kjamann og dreypið sítrónusafa yfir bitana. Setjið 4 eplabita á hvem tein og rjóðið bráðnu smjöri og sykri yfir. Grillið þar til eplin eru brúnleit. Berið fram sem eftirrétt með rjóma. Nægir 6 manns. AMEUROPRESS 29. tbl. Vikan 2S

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.