Vikan


Vikan - 18.07.1985, Qupperneq 31

Vikan - 18.07.1985, Qupperneq 31
„Þetta er gott efni," segir Helgi Megnússon um þennan Ford '56 sem nú biður viðgerðar uppi á annarri hœð f bækistöð Hinriks Thorarensen. 1 spænskumælandi löndum er fombílaáhuginn meira bundinn við efnafólk en norðar í álfunni og til dæmis eru félagsgjöld í fombílaklúbbum svimandi há. Treysti ekki ferðatökkum Nú, næsta verkið var að draga Höppinn út úr kjallaranum þar sem hann var geymdur. Það var ekki árennilegt því húsið stóð utan í brattri kjarri vaxinni hlíð en brátt var öll fjölskyldan komin í verkið og þetta tókst vel. Þessi bíli var nánast heill, nema hvað Juan hafði notað vélina úr honum og samstæðuna að framan á sinn bQ. Bíllinn hans var raunar gullfalleg- ur, eins og ég sagði áðan, ’29 módelið, og Juan hafði raunar unnið mörg verðlaun fyrir hann. Við fórum í stutta ökuferð með honum og það kom okkur mest á óvart hve hann þandi bílinn. Þetta var rallíakstur enda hafði hann tekið þátt í mörgum slíkum á bílnum. Eftir að bíllinn var kominn út fórum við í að losa boddíið af grindinni og Hinrik ætlaði að fara að borga. En þá kom babb í bát- inn. Hinrik var, eins og forsjáll ferðamaður, með alla upphæðina í ferðatékkum og Juan Torres leist ekki á þann gjaldmiðU, hafði lík- lega aldrei séð svona lagað fyrr. Nú voru góð ráð dýr. Það var laugardagur og ekki um auðugan garð að gresja í bönkum. Okkur tókst þó um síðir að finna einn úti á flugvelli og þar tókst okkur með herkjum að fá skipt hluta af peningunum. Þá sá Juan svart á hvítu að þetta voru peningar. Engu að síður var nú ljóst að við myndum verða að bíða þar tU á mánudag með að skipta afgangin- um og gera upp við Juan. Og þarna aru vatnskassinn og aft- uröxullinn . . . og vatnskassahlffin og vélar- hlifin. Bfllinn er nú f þúsund pörtum og viðgerð hafin. Enn sem komið ar er það bara vélin sem teljast mð fullviðgerð. Kastilíumenn en ekki Spánverjar Okkur leið ágætlega hjá Juan og fjölskyldu hans. Þetta er dugnaðarfólk en Juan Torres lagði áherslu á að hann væri Kastilíu- maður en ekki venjulegur Spán- verji. Við gengum að því með oddi og egg að losa yfirbygginguna af grindinni og raunar rifum við bU- inn tU grunna þama því miklu meira af hlutum úr honum gat nýst við bílinn heima. Við þetta fengum við mikla hjálp frá ná- grönnum Juans og er óhætt að segja að þar var ekkert „many- ana”, menn drógu hvergi af sér. Klukkan fjögur á mánudag var öUu lokið og krani kom á staðinn til þess að koma yfirbyggingunni fyrir á palli Dodge-bílsins. En það átti ekki af okkur að ganga með ferðatékkana. Þegar við komum í bankann tU þess að skipta vildi gjaldkerinn ekki skipta þessari upphæð upp á sitt eindæmi. Hann náði í sinn yfir- mann og sá bar fram aUalvarlega ásökun. Hann sagði við Hinrik: „Mér sýnist þetta ekki vera sama skriftin” og bar saman undir- skriftimar á tékkunum. LUdega hefur það viljað mér til happs að mér fannst þetta svo fáránleg ásökun að ég fór bara að hlæja. Þá trúði hann mér. Við gátum svo gert upp við Juan Torres og þegar Utið er tU baka er óhætt að segja að við höfum sjaldan hitt eins dug- legt og hjálpsamt fólk og þessa KastiUumenn. Loks gátum við snúið til baka og mátti eiginlega vart tæpara standa. Við lögðum af stað um miðnætti. Við völdum okkur aðra leið tU baka, vorum búnir að komast að því að leiðin, sem við fórum suður eftir, E—4, var ekki beint sú stysta. Á leiðinni norður bar fátt til tíðinda, utan hvað okkur virtist fólk horfa á okkur vorkunnsamlega með þennan farangur. Þaö eru sjálf- sagt ekki á hverju strái menn sem aka þúsundir kUómetra til þess að ná í leifar af gömlum bU. Dularfull hljófl að næturlagi Við höfðum sama ferðamátann á norðurleiðinni og fyrr. Við ókum yfirleitt um átján tíma á dag og sváfum rétt um blánóttina. Við fórum víst ekki eftir neinum venjulegum ferðamannareglum. Eina nóttina, þegar við höföum tjaldað, í óleyfi náttúrlega eins og oftast, heyrðum við einhvem gauragang rétt hjá okkur og viss- um ekki hvað þetta gæti verið. Morguninn eftir vöknuðum við í algjörri sveitasælu og komumst að því að hin dularfuUu hljóð næturinnar voru í bjöUum á kúa- hópi sem var á beit þarna. Þetta var reyndar rétt hjá franska bænum Mulhouse þar sem frægt bUasafn er tU húsa. Við vorum þó svo óheppnir að vera þama á ferð viku áður en safnið var opnað svo viö sáum það ekki. Við fórum svo í gegnum Rínar- dalinn og komum til ferjustaðar- ins Puttgarten um kvöldið og gistum þar. Ekki höfðu toUarar mikiö við okkur að athuga. Við- brögð dönsku toUaranna í Rödby eru kannski dæmigerð. Þeim fannst flutningurinn vera „gamm- elt, rustent skrammel”. I Kaupmannahöfn var svo hin- um eiginlega leiðangri lokið, eftir átta daga á keyrslu og yfir 6000 kUómetra.” Yfirbyggingin, sem þeir félag- ar sóttu til Spánar, er nú í skemmu á óþekktum stað i Reykjavík. Að sögn Hinriks er vart hægt að búast við að hann ljúki endurbyggingunni fyrr en eftir svona tíu ár þótt hann hafi nú aflað sér allra þeirra hluta sem þarf til þess að gera Hupmobile „Century” árgerð 1929 að enn einu djásni FornbUaklúbbsins. Hann hefur líka í ýmsu öðru að snúast. Þama í skemmunni kenndi margra grasa. Þama var CadiUac 1957, sem verið var að vinna við, Ford 1956, sem beið uppgerðar og Hillman 1965 sem okkur sýndist vera í ágætu lagi og glæsilegur út- lits. Þá voru þama hlutar af ýmsum bQum á öUum aldri, bretti af Ford vörubU ’42 og samstæðan og margt, margt fleira. Það er því ekki bara „Höppinn” sem tekur tímann. Og raunar er kannski ekki tími til neins annars. Ógiftur og barnlaus — Hvernig er þetta hœgt? spurfl- um við Hinrik. Er þetta ekki bsefli dýrt og tfmafrekt? „Jú, það er óhætt að segja það. En ég er nú bæði ókvæntur og bamlaus þannig að aUur minn tími og peningar geta farið í þetta.” „Segðu þetta ekki svona, HinrUc,” sagði Helgi. „Ég er nú giftur maður og maður veröur bara að taka fjölskylduna með í þetta. Víða erlendis er það þannig að fombUasýningamar eru eins konar fjölskyldumót um leið. Fólk kemur með böm og ferðabúnað og tjaldar.” Og kannski kemur að því að við hittum „Höppinn” fuUan af krökk- um á fjölskyldumóti FombQa- klúbbsins. Hver veit? 29. tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.