Vikan


Vikan - 18.07.1985, Page 32

Vikan - 18.07.1985, Page 32
Nokkrir punktar um ferðalag á sunnanverðu Snæfellsnesi Texti: Þórey Einarsdóttir Myndir: Þórey Einarsdóttir og Páll Guðmundsson Ég er Reykvíkingur, vel búin að slíta barns- skónum og hef ferðast víða um lönd en ég hef aldrei komið á Snæfellsnes — það er að segja hafði það ekki þar til í fyrrasumar. Oft hafði ég þó horft á Snæfellsjökul úr fjarska á sólríkum degi í borginni þar sem hann glampar fagur og seiðandi og vekur í brjóstinu dulúðuga þrá. En þó er aldrei tími til að tara út á nesið á sprettinum norður í land eða vestur á firði. En einn vondan veðurdaginn í fyrrasumar, þegar rigningin dembist yfir Borgar- fjörðinn tíunda daginn í röð, virð- Lóndrangar. ist sólbjart yfir nesinu og þá er umsvifalaust ákveðið að taka strikið þangað. Það þykir eflaust einhverjum ganga guðlasti næst að ætla sér að gera grein fyrir hinum fjölmörgu dásemdum Snæfellsness í jafn- stuttri grein og þessari og það af manneskju sem þekkir ekkert til. 32 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.