Vikan


Vikan - 18.07.1985, Side 36

Vikan - 18.07.1985, Side 36
BRIAN FERRY JAKKAF A AFTUR ARINN SNÝR Ein albesta hljómsveit síðasta áratugar var að mínu mati hljómsveitin Roxy Music. Á fyrstu árum sínum var hljóm- sveitin ákaflega frumleg og leitandi í tónlistarsköpun sinni en fór svo út í að gera rólegar og rómantískar plötur sem juku hróður hennar enn meir. Alls gaf Roxy Music út níu plötur á árunum 71-'82. Síðasta plata hljómsveitarinnar, Avalon, varð gríðarlega vinsœl og þá ekki sist titillag plötunnar, Avalon, en líklega er lagið Love Is the Drug, sem kom út árið 1975, vinsœlasta lag hennar, það komst í efstu sœti bandaríska listans en það nýttist hljómsveitinni ekki því á þeim tima hafði hún tekið sér tveggja ára hvíld og fljótt fyrnist yfir góða hluti í poppinu. fengur og kom því fáum á óvart að hann skyldi hefja nám í myndlist- arskóla að loknu venjulegu skóla- námi. Það var einmitt í þessum skóla sem þeir félagar stofnuðu Roxy Music. Þess má kannski geta að á fyrstu tveim breið- skífum hljómsveitarinnar var hinn ágæti Brian Eno meðlimur hópsins en sökum ósættis þeirra Ferrys yfirgaf Eno hljómsveitina. Síðan hef ur hann getið sér f rábært orð sem „pródúser” fyrir hina ýmsu tónlistarmenn, eins og til dæmis U2, Talking Heads og David Bowie en nóg um það. Jafnframt því að starfa með Roxy gaf Ferry út sólóplötur, sú fyrsta, These Foolish Things, kom út þegar árið 1972, hún og plata númer tvö, Another Time Another Place, eru að því leyti sérstakar Eins og áður segir kom síðasta plata Roxy út árið 1982 og er allt útlit fyrir að það hafi verið enda- lok hljómsveitarinnar. Þeir Andy Mackay saxófónleikari og Phil Manzanera gítarleikari, sem voru alla tíð í grúppunni, hafa sett á laggimar nýja hljómsveit sem heitir Explorer og Brian Ferry, söngvari og lagasmiður Roxy, hefur helgað sig sólóferli sínum. I þessum pistli munum við fjalla umhann. Brian Ferry fæddist árið 1945 og rerður því fertugur á þessu ári. Paðir hans var námuverkamaður ag var Ferry eini drengurinn af Eimm systkinum og einnig yngst- ur. Drengurinn þótti snemma list- Forry. 36 Vikan 29. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.