Vikan


Vikan - 18.07.1985, Page 38

Vikan - 18.07.1985, Page 38
Steinrunninn í steininum Þarna starfa fjórir forstööumenn, tveir einka- ritarar, ein hjúkrunarkona, fjórir líflæknar, tveir matsveinar og 20 lífverðir. Þar aö auki vinna þarna kyndarar, ræstingakonur, bílstjórar og túlkar. Síðast en ekki síst eru 152 varðmenn. Þetta væri kannski gott og blessað ef hér væri ekki um að ræða Spandau-fangelsið í Berlín og fanginn aðeins einn. Hann er á tíræðisaldri og heitir Rudolf Hess. Tvennir timar Rudolf Hess má muna tímana tvenna. Hann fæddist 26. apríl 1894 í Egyptalandi. Hann var flug- maöur í fyrri heimsstyrjöldinni og eftir stríðiö settist hann á skóla- bekk í Miinchen. Þar kynntist hann misheppnuöum listmálara sem hann vingaöist strax viö. Þessi málari hét Adolf Hitler. Eftir bjórkjallarauppreisnina í Munchen áriö 1924 lentu þeir saman í fangelsi. Þar byrjaöi há- skólastúdentinn Hess að aöstoða ómenntaðan málarann viö að koma skoðunum sínum á blað. Árangurinn var hnausþykk bók sem flestir hafa heyrt getið um. Hún heitir Mein Kampf. Rudolf Hess í pönk- tískunni. Myndin er tekin 11. maí 1940 þegar hann var nýbúinn að nauðlenda flugvél sinni í Skotlandi. Rudolf Hess varð niræður á síðasta ári. Myndin er tekin um það leyti. Samband þeirra Hess og Hitl- ers varð stöðugt nánara og eftir valdatökuna árið 1933 tilnefndi Hitler hann sem „staðgengil Foringjans” og jafnframt sem eins konar allsherjarráðherra. Hess átti að stjórna nasista- flokknum og koma hugmynda- fræði nasismans inn í öll lög og reglugerðir. Meðal annars var

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.