Vikan


Vikan - 18.07.1985, Page 46

Vikan - 18.07.1985, Page 46
ruDiisnea Dy arrangement with Lennart Sane Agency. Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. „Síðan eru þær settar í þessar sérstöku grindur til þess að botnfallið úr | víninu leki hægt og hægt niður í korkinn. ’ ’ „Niður í korkinn,” endurtók Maxín ringluð. Dropi úr loftinu féll niður á kinnina á henni, þá togaði Charles í úlnliðinn á henni og dró hana inn í einn básinn sem hlaðinn var ' flöskugrindum og fór aftur að hneppa frá jakkanum á henni. í þetta skipti hreyfði hún eng- um mótmælum. ,,Já,” svaraði Charles alvar- lega, ,,í korkinn.” Hann dró hana aftur fram á ganginn og þau gengu saman eftir löng- um, breiðum ganginum í átt- ina að röð af þöglum mönnum í bláum peysum og samfesting- um. Þeir sneru allir baki í Maxln og sneru flöskunum með snörum handtökum. JL axín horfði á flöskurnar renna hægt inn I stóra stálvél. Það urðu henni nokkur vonbrigði að Charles hegðaði sér nú afskaplega vel. En hann ýtti henni nær vélinni sem skýldi þeim fyrir verka- mönnunum sem gátu nú að- eins séð í höfuðið á þeim. Þá þreif Charles t höndina á henni og ýtti henni upp að sér svo Maxín fann hvernig hann var tekinn að æsast. Maxín stundi en Charles hélt áfram að tala með eðlilegri röddu. „Þegar korkurinn er tekinn burtu kemur fast botnfallið með hon- um. Snjöll hugmynd, fmnst þér það ekki?’ ’ Hann skalf þeg- ar hún kom við hann með fingurgómunum en hann þrumaði áfram með leiðinlegri, sönglandi röddu leiðsögu- mannsins. „Þar á eftir er lyktað af víninu til þess að ganga úr skugga um að það sé enn I góðu lagi og að lokum, eins og þú sérð hérna í næsta bás, gefa mennirnir því skilnaðarskammt — það er örlítið af sætum líkjör sem búinn er til úr gömlu víni ogreyrsykri. . .” Hann stundi hátt og ánægju- lega. Eftir örstutta stund héldu þau inn í næsta bás þar sem Shirley Conran NÍTJÁNDIHLUTI Það sem á undan er gengið. . . Árið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París . . . Fimmtán ámm síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxin og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. ,Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínum heima- vistarskóla í Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem fram- reiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar í svissneska fjallabænum. Að skóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er bams- hafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parísar. Þar ferJúdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en síðan hjá Guy, ungum og upp- rennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxín, er auðug ekkja í París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel í París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik fer Júdý heim til Banda- ríkjanna og lofar móður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að í New York og fer að vinna hjá kynningafyrir- tæki. Sögunni víkur til Elísabetar litlu sem er í fóstri hjá Felix og Angelinu í Sviss. Felix er ungverskur flótta- maður. Hann fer með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður í Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lilí, eins og Felix kallaði hana. Maxín heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar í tvö ár og kemur síðan aftur til Parísar og opnar fomgripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endur- byggingu á gömlum herragarði sem er í eigu félítils greifa og kampavínsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast tvo syni. Charles lyfti upp líkjörsstaupi og bauð Maxín að þefa af því. „Það á ekki að setja mikið af þessu ef vínið á að vera brut — þurrt — en það er venjulega besta vínið frá fyrirtækjun- um,” sagði hann. „Líkjörs- magnið er aukið eftir því hve sætt vínið á að vera, sérlega þurrt, þurrt, demi-doux — hálfsætt eða doux — sætt sem er viðbjóðslega væmið og kemur aldrei á mitt borð. ,,Okkar borð,” sagði Maxín um leið og þau færðu sig lengra. Hún bætti við: „Ég held að ég sé búin að fá heild- armynd af þessu núna. ’ ’ „Þú ert ekki búin að sjá síðasta vinnustaðinn. Hann er rétt fram undan. Þar eru settir nýir korktappar I flöskurnar og þar setjum við litlu vírfesting- arnar yfir tappana til þess að þeir haldist á sínum stað. A eft- ir látum við flöskurnar bíða I nokkur ár innst I kjallaranum. Slðan merkjum við þær og sendum þær á markað. ’ ’ 'axín leit inn eftir háu, bogamynduðu göngun- um. Báðum megin voru djúpir básar þar sem kampavíninu var raðað hátt til lofts. Svargrænir flöskubotnarnir sneru að þeim og mynduðu óendanlega fjöl- breytilegt mynstur. Allt I einu dró Charles hana inn I einn djúpa básinn. Hann keyrði axlirnar á henni upp að krítar- veggnum þar sem hver sem fram hjá færi gæti séð til þeirra. En hjá Maxín komst nú ekkert annað að en knýjandi þráin eftir Charles og spennan I kroppnum á þeim náði brátt hámarki sínu með ofsalegum krafti eins og korktappi sem þeytist upp úr kampavíns- flösku. — 18 — ega: egar Maxín hafði verið gift I þrjá mánuði upp- 46 Vikan Z9. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.