Vikan


Vikan - 18.07.1985, Qupperneq 50

Vikan - 18.07.1985, Qupperneq 50
nota lausa veðrétti sem tryggingu fyrir láninu.’’ , ,En ef okkur mistekst verðum við gjaldþrota. , ,Og ef okkur tekst vel upp þarftu ekki að flytja burt af ættaróðali þínu. Synir þínir geta alist hérna upp eins og þú. ” Maxín vann. rá þeim degi að lán- ið var tekið og vextirnir fóru að hlaðast upp fór ekkert augna- blik í súginn. Maxín réð ritara, snyrtilega, duglega stúlku með samanherptar varir, og frá þeirri stundu var erfltt að sjá hvort Mademoiselle Janine var í vinnu hjá Maxín eða Maxín hjá henni. Charles hryllti við tilhugsun- inni um allt sem gæti farið úr- skeiðis. Maxín hugsaði bara um verkefnin sem hún varð að vinna. Hún vaknaði á morgn- ana og mundi þá hverju hún hafði gleymt daginn áður. Líf hennar snerist um endalausa lista og lista yfir lista en hún var geislandi af spenningi. Júdý var búin að teikna fyrir hana bréf- haus. Á honum stóð einfald- lega með hefðbundnu letri: Le Chateau de Chazalle — Epernay — France. Næstu mánuði gat Maxín ekki verið eins mikið með börnunum sínum og hún hefði viljað en það var alveg sama hve hún var önnum kafin, hún var alltaf með þeim síðdegis. Þegar drengirnir voru farnir að sofa vann Maxín langt fram eft- ir kvöldi, hvert einasta kvöld, því hún sá um reksturinn á herragarðinum og hélt áfram því starfi sem hún hafði gegnt áður en hún varð barnshafandi fyrst. Fyrir utan tiltölulega lítið húsrými, sem fjölskyldan bjó í, voru mörg herbergi og gangar í dapurlegri niðumíðslu. Gleymd verðmæti stóðu við hliðina á verðlausum vatnslitaklessu- verkum eftir afasystur Charles. Allt ' var skítugt, þakið kóngulóarvefum og flugnaskít eða þá að mýs höfðu nartað í það. Háaloftið í vesturálmunni var fullt af olíumálverkum af hestum og hundum, sauðfé og verðlaunanautum auk annarra skepna sem forfeður Charles höfðu haft mikið dálæti á. Því miður höfðu þau verið illa varðveitt og mörg málverkin voru rifin og þörfnuðust við- gerða. Það yrði óttalegt verk. ap ^^aradís hannaði og hafði yfirumsjón með endur- byggingunni og innréttingun- allt var hreinsað út úr herra- garðinum og sett í geymslu á meðan endurbyggingin fór fram. Áður en munirnir voru bornir út í flutningabílinn var hver einasti hlutur skráður og Ijósmyndaður. Maxín gerði sér mæta vel grein fyrir því að smekkur almennings var sí- breytilegur og einnig því að það sem ein kynslóð hendir á haugana eru forngripir hjá þeirri næstu. Því var Maxín staðráðin í að selja nær ekki neitt. ,,Við höfum nóg pláss,” sagði hún máli sínu til stuðn- ings, ,,svo við fjárfestum í geymslum. Svona myndir og um. Maxín fékk ungan hönnun frá París til þess að hjálpa sér við að skipuleggja kynnis- ferðirnar og þau gerðu áætlun í sameiningu. Maxín vildi ekki að hópar fólks ryddust inn og út úr fallegu stofunum undir sönglanda leiðsögumanns sem hrútleiddist. Hún vildi að ferð- in yrði spennandi, leikræn upplifun. ,,Ég vil að gestirnir verði undrandi og glaðir,” sagði hún við hönnuðinn sem hafði aldrei fyrr heyrt svo ein- kennilega kröfu. Fyrsta verk þeirra var að út- vega sér nákvæma teikningu af annarri hæðinni og þegar hún hafði verið könnuð var næsta skrefið að skipuleggja ferðina. í heila viku lágu þau yfir teikningunum saman, krot- uðu yfir þær á smjörpappír og drógu upp mismunandi hug- myndir að tilhögun kynnisferð- anna. Síðan flutti öll fjölskyld- an í leiguhúsnæði í Epernay og húsgögn frá nítjándu öld seljast nú þegar grimmt í Bandaríkj- unum. Þess vegna losum við okkur aðeins við stærstu hlut- ina, svo sem eins og alla þessa stóru skápa. Ég sel þá til hús- gagnasmiða sem búa til úr þeim bókaskápa.” Maxín athugaði öll hús- gögnin sjálf. Merkasti fundur hennar var þegar hún kom auga á glæsilegar, bogadregnar iappir og fagurlega bronslagðar borðplötur á tveimur spengi- legum Boulle-kommóðum. Höldurnar voru með rósettum og voru sams konar og Mazar- ine-kommóðurnar í Louver sem höfðu verið smíðaðar 1709 fyrir Lúðvík 14. Maxín þoldi þær ekki þegar hún sá þær. Hún seldi Metropolitan-safninu þær fyrir fimm milljón franka, eiginmanni sínum til mikillar undrunar og aðdáunar, og borgaði með þeim fyrir pípu- lögnina. á komu bygginga- verktakarnir með hafurtask sitt inn í húsið og Charles átti erfltt með að gera það upp við sig hvort þeir væru að endurbyggja húsið eða rífa það niður. ,,Ég þoli ekki lengur þessa óreiðu! ’ ’ hvæsti hann að Maxín einn morguninn. Maxín leiddi hann inn í næstu álmu þar sem endurbyggingunni var að mestu lokið. En þar var hávað- inn ennþá meiri því verið var að þrífa allt í hólf og gólf með stórvirkum vélum og flóknum útbúnaði. Charles hentist út um næstu dyr og í áttina að útihúsunum þar sem hundarnir voru geymdir en þessi staður, sem var vanalega svo friðsæll, hafði orðið fyrir barðinú á öðrum vinnuflokki. Það var verið að breyta hesthúsinu í bogagöng með litlum, yndislegum, gamaldags búðum og þar átti líka að vera kaffisala, veitinga- hús og vínsmökkunarkjallari. Charles fórnaði höndum í örvæntingu á franska vísu þegar Maxín náði honum og togaði í ermina hans. „Elsku Charles, þú ert búinn að vera svo þolinmóður. . . bara nokkrar vikur í viðbót, elskan. . . leyfðu mér að sýna þér það sem er búið — for- feðrabrautina — það var lokið við hanaígær!” Þau kölluðu söguferðina á fyrstu hæð sín á milli forfeðra- brautina í gríni. Allri ferðinni var stjórnað með því að ýta á hnappa. Leiðsögumenn af holdi og blóði voru aðeins til vara vegna þess að Maxín var ekki viss um hve hún gæti reitt sig mikið á þá. Ljóskastarar vís- uðu veginn á dimmum gang- veginum sem afmarkaður var með rauðum snúrum. I sumum minni herbergjunum var ekk- ert ljós og þar inni voru aðeins sýningarkassar úr gegnsæju gleri sem voru sniðuglega lýstir upp með mjóum ljósgeislum þannig að þeir litu út eins og fjölskyldufjársjóðir sem svifu í lausu lofti. þriggja metra 50 Vikan 29. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.