Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 7

Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 7
MENNTAMÁL 109 frá störfum við barnaheimilin, til dæmis ef þær gifta sig?“ „Og ég geri alveg ráð fyrir því,“ segir ungfrú Val- borg og brosir hýrlega. „Reynslan í Bandaríkjunum bendir að minnsta kosti eindregið í þá átt. Þar giftast tiltölu- lega miklu fleiri stúlkur úr þessum hópi en nokkrum öðr- um, sem starfar að uppeldismálum eða kennslu. En það væri svo sem enginn skaði skeður, þótt svipað kæmi fyrir hér á landi. Takmark okkar, sem að þessum skóla standa, er að stuðla að því af fremsta megni, að upp megi rísa sívaxandi hópur vel menntaðra kvenna, sem leyst geti af hendi með prýði þau vandasömu störf, sem barnaupp- eldið krefst, hvort sem þær inna þau af hendi sem starfs- stúlkur á barnaheimilum eða sem mæður á einkaheimilum. Hvort tveggja starfið er næsta mikilsvert fyrir framtíð þjóðarinnar.“ Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri hins nýja skóla, er fædd að Ráðagerði á Seltjarnarnesi 1. febrúar 1922. For- eldrar hennar voru frú Ásdís Þorgrímsdóttir og hinn góð- kunni og áhugasami skólamaður, Sigurður Þórólfsson, er stofnaði Hvítárbakkaskólann 1905. Valborg lauk stúdents- prófi í Reykjavík 1941. Vorið eftir lauk hún prófi í for- spjallsvísindum hér við háskólann og fór þá um haustið (1942) til Bandaríkjanna til frekara náms. Hún las upp- eldis- og sálarfræði, fyrst við Minnesota-háskólann, en síðar við Smith College í Northampton í Massachusetts. Þar tók hún meistarapróf í þessum fræðum síðastliðið vor. Nú er hún komin heim aftur og tekin við forstöðu hins nýja skóla, sem frá er sagt hér að framan. Mennta- mál óska henni og skóla hennar allra heilla.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.