Menntamál - 01.10.1946, Síða 10

Menntamál - 01.10.1946, Síða 10
112 MENNTAMÁL urum að þakka og meta að verðleikum út af fyrir sig. Og ég vil einnig geta þeirrar reynslu minnar, að fræðslumála- stjóri og fulltrúi hans virðast ætíð gera allt hið bezta til þess að greiða úr í hverju tilfelli á hinum ríkjandi grund- velli. En nú tel ég, að tími sé til að koma á þetta meiri festu, starfinu til hagsbóta og stéttinni til meiri sóma. Meðan stéttin var verst launuð allra stétta, og ráða- mönnum fannst þess vegna að fara yrði með kennara öðru vísi en annað fólk, þá var það vitanlega starfinu til tjóns og stéttinni til lítils sóma. Nú eigum við í hví- vetna að reyna að rétta við sóma stéttarinnar og breyta þeim venjum, sem tefja fyrir því. í þessu sambandi vil ég geta þess, að margir utan kenn- arastéttarinnar hafa minnzt á það við mig og undrazt yfir því, að kennarar gætu farið svona fyrirvaralaust úr stöðum sínum. Og ég hef satt að segja ætíð hálfskammast mín fyrir að verða að viðurkenna slíkt, þar sem ég finn, að með því er ég að viðurkenna fyrir hönd stéttarinnar, að starf hennar sé svo mikils minna virði en önnur störf, að engin ástæða sé til að fylgja þar um svipuðum reglum eins og í öðrum starfsgreinum þjóðfélagsins. Eðlilegast er, að yfirstjórn fræðslumálanna finni lausn þessa máls og færi í betra horf. En annars eigum við kennarar að taka málið til meðferðar á næsta uppeldis- málaþingi og koma því í það horf, sem happadrýgst er fyrir starfið um land allt og stéttinni sjálfri til verðugs sóma. Halldór Guðjónsson. 20 ár eru nú liðin slðan sundskyldu var komið á i Vestmannaeyjum með reglugerð. Mun það hafa verið fyrsti staðurinn hér á landi, sem kom á hjá sér sundskyldu, en nú er sundskylda í lögum fyrir allt landið, eins og kunnugt er.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.