Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 15

Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 15
MENNTAMÁL 117 Jón Valdimarsson kennari látinn, Jón Valdimarsson kenn- ari við Miðbæjarskólann í Reykjavík lézt 11. sept. s. 1. 55 ára gamall, fædd- ur 4. maí 1891 að Efri- Brunná í Saurbæ. Hann tók próf úr Flensborgar- skólanum 1911, gerðist farkennari í Fáskrúðs- firði haustið eftir og var það til 1918, að hann varð kennari á Eskifirði. Að Miðbæjarskólanum í Rvík kom hann 1937. Ekki var Jón Valdi- marsson einn þeirra manna, sem mikið láta yfir sér, en óhætt þótti jafnan að fela honum verk að vinna, hvort sem það var kennslustarf eða einhver önnur opinber störf, en þeim sinnti hann ýmsum, var meðal annars hreppstjóri á Eski- firði 1928—37. Var hann farsæll maður í störfum sínum og mjög vinsæll meðal nemenda sinna, enda var hann prúðmenni mikið í framkomu, trygglyndur og raungóður, ef menn þurftu nokkurs við. Jón var kvæntur Herdísi Pétursdóttur frá Hlaðhamri. Hún lézt s. 1. vetur. Þau eignuðust 5 börn. Jón Valdimarsson. Ó. Þ. K.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.