Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 20

Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 20
122 MENNTAMÁL „Skotar telja sig þá eina af hinum norrænu þjóðum?“ „Það gera þeir, þótt þeir séu vitanlega ekki ein af Norð- urlandaþjóðunum eða skandínavísku þjóðunum, sem svo eru kallaðar. En þeir vilja gjarnan auka sem mest tengsl- in milli sín og Norðurlandamanna, því að þeir telja sig eiga margt sameiginlegt með þeim í háttum og menningu.“ „Já, mér hefur alltaf fundizt skozkum ættasögum svipa um margt til fornsagna okkar, t. d. um mannlýsingar, langvinnar ættadeilur og þóttalega viðkvæmni, ef mönn- um þótti virðingu sinni í nokkru misboðið. — En var þessi ráðstefna fjölmenn?" „Það komu 7 fulltrúar frá hverju af fjórum Norður- landanna, en einn frá Islandi. Úr Skotlandi var 21 full- trúi. Auk þess voru nokkrir áheyrnarfulltrúar, þar á með- al tveir frá Englandi, og margt áheyrenda. Allir helztu menn fræðslumálanna í Skotlandi voru þarna, ýmist sem fulltrúar eða þeir fluttu erindi.“ „Þingið hefur verið haldið í virðulegum húsakynnum?“ „Það var haldið í háskólanum í Aberdeen, King’s College, en sá háskóli er einhver allra elzti háskólinn í Bretlandi.“ „Og var einhver sérstakur virðingamaður í forsæti?“ „Forseti skozku kennarasamtakanna stýrði fyrsta og síðasta fundinum. En annars var sú skipun á höfð, að fulltrúarnir skiptust á um að vera forsetar eftir löndum.“ „íslenzki fultrúinn hefur þá verið forseti eins og aðrir?“ „Já, einn daginn.“ „Og hvaða mál voru einkum tekin til meðferðar?“ „Viðfangsefni ráðstefnunnar var að bera saman fræðslukerfi þeirra þjóða, sem þátt tóku í henni, og enn fremur kennsluaðferðir og ýmislegt fleira í skólamálum þeirra. Var málunum skipt í sex liði: yfirlit yfir skóla- kerfi, barnaskólanám, gagnfræða- og menntaskólanám, iðnnám og tækninám, námsflokkar og sjálfsfræðsla og menntun kennara.“

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.