Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 22

Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 22
124 MENNTAMÁL „Það vakti fögnuð áheyrenda, þegar ég skýrði frá því, að núgildandi lög gerðu ráð fyrir, að kennarar hér á landi fengju árlangt leyfi frá störfum með fullum launum eftir 10 ára kennslu til þess að afla sér nýrrar menntunar í starfi sínu. Bar fulltrúum saman um, að slíkt myndi koma kennslustarfi mjög til góða. Einnig vakti það mikla athygli, að sundnámsskylda skyldi vera í lögum hér á landi, enda mun Island vera eina landið í Evrópu, þar sem sund- skylda hefur verið leidd í lög.“ „Menn hafa yfirleitt verið ánægðir með ráðstefnuna og árangur hennar?“ „Já, og verða það þó sennilega betur, þegar störfum hennar er að fullu lokið. En það er til marks um álit manna á ráðstefnunni og þýðingu hennar, að fyrirliði sænsku fulltrúanna, prófessor During frá Gautaborg, sagði í lok hennar, að samkvæmt orðum stjórnarvalda háskóla síns og sænska ríkisins væru mjög sterkar líkur til, að sams konar ráðstefna norænna skólamanna yrði haldin í Svíþjóð að tveim árum liðnum. Tóku fundarmenn þeim boðskap með fögnuði og létu ýmsir þeirra í ljós vonir um, að síðar yrði slíkt mót haldið í þeirra landi.“ „Þú sagðir, að störfum ráðstefnunnar væri ekki að fullu lokið. Hvað áttu við með því?“ „Svo er mál með vexti, að nefnd fulltrúa á ráðstefn- unni tók saman nokkrar spurningar um hvert mál fyrir sig. Skrifstofa British Council hefur svo unnið úr þess- um spurningum heilt fyrirspurnakerfi um skólamálin, og hafa fyrirspurnirnar verið sendar fulltrúum sérhvers lands. Er svo til ætlazt, að þeim verði svarað sem skýr- ast og rækilegast og svörin send til deildar B. C. í Aber- deen. Þar verður svo úr þessum svörum unnin eins konar skýrsla um fyrirkomulag og ástand skólamála í þeim sex löndum, er þátt tóku í ráðstefnunni, og verður skýrslan síðan send fræðslumálastjórnum allra landanna. Verður

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.