Menntamál - 01.10.1946, Síða 23

Menntamál - 01.10.1946, Síða 23
MENNTAMÁL 125 þar tvímælalaust mikinn og margs konar fróðleik að finna, er að gagni má koma.“ „En meðal annarra orða: Hvernig líkaði ykkur dvölin í Skotlandi?" „Það er fljótséð á öllu lífi fólks í Bretlandi, að Bretar leggja hart að sér við endurreisnarstarfið eftir stríðið. En það var sameiginlegt álit okkar fulltrúanna handan um haf, að vart hefði orðið á betra kosið um allan undir- búning mótsins og daglegan viðurgerning. Lögðu Skotar sig mjög í líma um. að dvölin yrði okkur sem ánægjuleg- ust. Vil ég í því sambandi nefna Robert Bruce, forstöðu- mann British Council í Aberdeen, og ritara hans, Miss Scott, en þau önnuðust í raun og veru um allan daglegan rekstur mótsins, útveguðu farmiða, gististaði og þar fram eftir götunum. Var oft til þeirra leitað, og fór enginn bónleiður af þeirra fundi.“ „Ekki spyr ég að dugnaði og samvizkusemi Skota, eða að gestrisni þeirra, þegar þeir vilja taka einhverj- um vel.“ „Borgaryfirvöldin og borgarstjórinn í Aberdeen höfðu tvívegis boð inni fyrir okkur fulltrúana, og yfirleitt mætt- um við hinni mestu gestrisni hvarvetna. Okkur var boðið í ferð upp í hálöndin, og þar sem margir fróðir Skotar voru með í förinni, skorti ekki á sögulegar skýringar og heimildir, enda er mikið um sögustaði á þessum slóðum.“ „Þið hafið þá haft mestu ánægju af förinni?“ „Já, við höfðum bæði ánægju og gagn af henni. Og það er sannfæring mín, að þótt enginn annar árangur yrði af þessari ráðstefnu en hin góðu kvnni, sem gleymast ei, þá hefði betur verið farið en heima setið, því að ef til vill eru það vinsamleg og góðgjarnleg kynni þjóða í rnilli, sem mestu máli skipta, þegar öll kurl koma til grafar.“

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.