Menntamál - 01.10.1946, Page 25

Menntamál - 01.10.1946, Page 25
MENNTAMÁL 127 formum, þar sem ekki er um annað hugsað en skammta ákveðinn bita af fræðslu á hverjum degi. Fræðslan er að vísu nauðsynlegur og ómissandi þáttur í allri skólastarf- semi, en þó eiga uppeldisstörf skólans að ná miklu víðar. Þótt hin nýju lög um skólakerfi og fræðsluskyldu væru þá ekki gengin í gildi, var það atriði þeirra þó með sér- stakri reglugerð látið koma til framkvæmda s. 1. vor, að nemendur gagnfræða- og héraðsskóla gætu tekið svo- nefnt miðskólapróf heima í skólum þeim, sem þeir höfðu stundað nám í, og með því prófi öðlazt rétt til inngöngu í menntaskóla og kennaraskóla, ef þeir stæðust það. Var þetta gert til hagræðis nemendum þessara skóla. Jafnframt lét fræðslumálastjórnin útbúa verkefni til þessa prófs — landsprófs — í flestum námsgreinum, svo að prófkröf- urnar væru alls staðar hinar sömu, og síðan vann sér- stök nefnd úr prófunum hvarvetna að af landinu, svo að sama mat yrði lagt á úrlausnir allra nemenda. Hefur þetta mælzt vel fyrir hjá hlutaðeigendum og jafnframt hefur fengizt reynsla, sem hægt er að hafa not af við fram- kvæmd miðskólaprófs í framtíðinni. í reglugerðinni um landsprófið er svo fyrir mælt, að námskröfur til prófsins skuli „samsvara sem næst náms- kröfum til gagnfræðaprófs við menntaskólann í Reykja- vík“. Hefur sennilega ekki verið fært að fara aðra leið í því að þessu sinni, en vafasamt er, að heilladrjúgt reyndist fyrir starf miðskólanna í framtíðinni, að þær kröfur óbreyttar yrðu lagðar til grundvallar við lokapróf þaðan. Nefnd sú, sem sá um landsprófið fyrir hönd fræðslu- málastjórnarinnar, hefur samið fróðlega skýrslu um próf- ið, undirbúning þess og úrslit. Má af henni ráða, að nefnd- in hafi lagt alúð við starf sitt og reynt af fremsta megni að láta prófið ná tilgangi sínum. Á einu atriði í skýrslu nefndarinnar skal hér vakin athygli, því að þar er gripið á vandræðamáli, sem kenn- arar og nemendur framhaldsskólanna hafa haft helzti

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.