Menntamál - 01.10.1946, Síða 27

Menntamál - 01.10.1946, Síða 27
MENNTAMÁL 129 að leysa úr á prófinu. Þess vegna má búast við því, að það hafi viðsjárverðar afleiðingar, ef verkefni til lands- prófs í einhverri grein eru þannig samin, að mest reyni á kunnáttu nemendans um ómerkilega eða einskis verða hluti, en forðast sé sem rækilegast að spyrja um nokkurt aðalatriði eða reyna á skilning nemandans. Ekki á þetta sízt við um þær námsgreinar, þar sem námsbækurnar eru svo umfangsmiklar, að engin leið er að komast yfir þær allar, eigi að gera hverju einu sæmileg skil, svo að kennurum er einn kostur nauðugur að hlaupa yfir sumt, en fara lauslega yfir annað. Þannig er t. d. ástatt með sög- una. Einmitt í slíkri námsgrein er það hvað hættulegast, að landsprófsverkefni séu um of miðuð við lítilf jörleg auka- atriði, en gengið sé fram hjá aðalatriðum. Og verkefnin, sem lögð voru fyrir í sögu við landsprófið s. 1. vor, sýna það ótvírætt, að sú hætta er fyrir hendi og að þeim mönn- um, sem verkefnin sömdu, hefur ekki með öllu tekizt að sneiða hjá henni. Þess vegna er á þetta minnzt hér, svo að betur megi til takast næsta sinni. Ólafur Þ. Kristjánsson. Melaskólinn nýi í Réykjavík hefur nýlega tekið til starfa, þótt enn sé ekki búið að gera allt húsnæði hans kennsluhæft. Rúm 800 börn sækja skólann í vetur, en gert er ráð fyrir, að barnafjöldinn í skólanum verði um 1200, þegar hann er fullgerður, og verður það vonandi fyrir næsta vetur. — Mynd af Melaskólanum og smágrcin um hann var í Mennta- málum 1944, bls. 94. Fréttir af félagsmálum kennara og skólastarfseminni er Menntamálum nauðsynlegt að fá sem oftast og sem víðast að. Eru kennarar, skóla- nefndarmenn og aðrir lesendur blaðsins beðnir að hjálpa til í því efni eftir mætti.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.