Menntamál - 01.10.1946, Síða 34

Menntamál - 01.10.1946, Síða 34
136 MENNTAMÁL lendssonar í bréfi dags. 24. júní þ. á. Felur það stjórn sambandsins að svara bréfinu og einnig leita undirtekta kennara um, hverjir þeirra vilji og geti notfært sér boð hans.“ Stjórn S. í. B. Úrslit stjórnarkosningar S. í. B. voru birt á þinginu, en stjórnin er kosin skriflega með almennri atkvæðagreiðslu allra kennara, sem í sambandinu eru. Stjórnina skipa nú: Ingimar Jó- hannesson, Arngrímur Kristjánsson, Guðmundur I. Guðjónsson, Pálmi Jósefsson, Guðjón Guðjónsson, Jónas B. Jónsson og Arni Þórðarson. Varastjórn: Armann Halldórsson, Gunnar Guðmundsson, Gunnar M. Magnúss, Stefán Jónsson og Arnfinnur Jónsson. Félagsmenn í S. í. B. eru nú 425 að tölu. Skemmtiför og miðdegisverður. Á Jónsmessudag fóru fulltrúarnir ásamt }>átttakendum í kennaranámskeiðunum í háskólanum og hand- íðaskólanum og kennurum þeirra tii Þingvalla í boði menntamála- ráðherra og snæddu þar miðdegisverð. Að máltíð lokinni var gengið til Lögbergs, en þar flutti Sigurður prófessor Nordal stutt og glöggt erindi um Þingvelli og helztu staði þar. Núpsskólinn 40 ára. Nú í haust eru liðin 40 ár síðan hinn þjóðkunni skólafrömuður, séra Sigtryggur Guðlaugsson, stofnaði unglingaskólann á Núpi í Dýrafirði. Sigtryggur var skólastjóri hans til 1929, en þá varð skóla- stjóri Björn Guðmundsson, er verið hafði kennari við skólann frá stofnun hans og er það enn. Síðan 1942 hefur séra Eiríkur J. Eiríks- son verið skólastjóri. Núpsskólinn er annar elzti unglingaskóli lands- ins, Jteirra er enn starfa, en Jiinn er skólinn í Reykholti, sem áður var á Hvítárbakka og Sigurður Þórólfsson stofnaði árið 1905. Prentvilla hláleg og furðuleg hefur orðið í efnisyfirliti síðasta heftis (á 1. kápusíðu). Þar segir, að greinin Heimsókn i slióla sé eftir Halldóru Kristjánsdóttur, en luin er eftir Guðfinnu Guðbrandsdótlur, eins og Jíka stendur inni í heftinu, þar sem greinin er. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóltannesson, Arngrímur Kristjánsson. PRFNTSMIDJAN ODDI H.F,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.