Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 11

Æskan - 01.11.1971, Page 11
 Þetta er hrífandi frásögn um ítalska drenginn Pep- ino, sem gekk sjálfur á fund páfans í Róm til að bjarga því, sem honum var kærast — litla asnan- um sínum. Brosið, sem hvarf Veikindi þessi hófust með alveg óvenjulegum sljóleika, sem ekkert gat yfirbugað, hvorki keyrið, blíðuatlotin né hvella drengsröddin, sem reyndi að reka ösnuna áfram. Síðar varð Pepino var við fleiri sjúkdómseinkenni. Hann tók einnig eftir því, að það var greinilegt, að hún hafði horazt. Rif hennar höfðu áður verið þakin spiki, en nú sást greinilega móta fyrir þeim gegnum húðina. En hið ömurlegasta var samt, að hið elskulega og ómótstæðilega bros Violettu var nú horfið, hvort sem það var vegna breytingar á lögun höfuðsins, þegar hún varð svo mögur, eða það var af völdum þunglyndis, er væri sjúkdómnum samfara. Pepino greip nú til varasjóðs líruseðlanna, sem hann hafði nurlað saman með svo mikilli fyrirhöfn. Hann taldi þá aftur og aftur. Þetta var ekki svo lítið, þrjú hundruð lírur. Og svo sótti hann Bartoli dýralækni. Dýralæknirinn skoðaði Violettu og gaf henni inn meðal. En hún hélt samt áfram að horast og varð stöðugt meira lasburða. Að lokum ræskti hann sig og sagði hikandi: „Ja... ég veit ekki. .. .Það er erfitt um þetta að segja. Það gæti bæði verið eitt og annað að henni... til dæmis af einhverju skordýri, sem við höfum ekki áður orðið vör við hér í héraðinu, eða þá að einhver sýkill hefur bitið sig fastan í þörmunum." Hvernig átti hann að geta sagt nokkuð ákveðið um þetta? Hann mælti með því, að Viol- etta fengi góða hvíld og aðeins auðmelta fæðu. Kannski hjarði hún, ef sjúkdómurinn yfirgæfi hana og Jjað væri guðs vilji, að hún lifði áfram. Að öðrum kosti dæi hún áreiðanlega, og þannig yrði endir bundinn á allar þján- ingar hennar. Þegar dýralæknirinn var farinn, lagði Pepino höfuð sitt utan í síðu Violettu, svo að stutta, svarta hárið hans straukst við loðna húð hennar. Hann fann, að hún gekk upp og niður af mæði. Það var eins og hún gripi andann á lofti. Hann tók til að gráta beisklega. En þegar hann hafði jafnað sig að mestu, var hann búinn að gera sér grein fyrir Jjví, hvað hann skyldi gera. Ef ekki væri neina hjálp að fá Violettu til handa hér á jörðu, yrði hann að snúa sér til æðri staðar. Hann hafði gerzt svo djarfur að ákveða að fara með Violettu inn í grafhvelfinguna undir dómkirkjunni, þar sem jarðneskar leifar hins heilaga Frans af Assísi hvíldu, því að sá dýrlingur hafði elskað svo innilega allar þær lífverur, sem guð hafði skapað, einnig fugla og ferfætlinga, bræður okkar og systur, sem 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.