Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 17

Æskan - 01.11.1971, Side 17
mætti, seni blóm haia. Þau eru útbreidil um víða veröld. en samt tekst þeim að vekja kærar og persónulegár minn- ingar hjá hverjum þeim, sem virðir fyrir sér lítinn blóm- vönd. A þennan hátt héldu vorblómin hans Pepinos litla áfram íerðalagi sínu. Þau voru rétt úr einni hendi yfir í aðra og komust sífellt hærra og hærra. Þau dvöldu örstutta stund hjá fulltrúanum í postuladeildinni, einnig hjá hin- um páfalega kirkjuverði, lijá hinum páfalega ölmusu- veitanda, yfirumsjónarmanni hinna heilögu halla og hin- um páfalega kammerherra. Daggardroparnir á krónublöð- unum gufuðu upp. Þau misstu sinn jómfrúarlega fersk- leika og fóru að drúpa höfði. En samt héldu þau töfra- mætti sínum. Samt höfðu þaU énn að geyma boðskap sinn um kærleikann og fögru minningarnar, svo að enginn þessara milligöngumanna gat fengið það af sér að kasta þeim frá sér. Um síðir voru þau svo lögð á skriíborðið hjá manni þeim, er þau voru ætluð, ásamt bréfinu, er þeim fylgdi. Hann las bréfið og sat svo lengi og virti blómin fyrir sér. Hann lokaði sem snöggvast augunum til þess að greina betur þá mynd, sem kom fram í liuga hans, myndina af honum sjálfum sem litlum dreng í Rómaborg í sunnudagsferð uppi í Albanafjöllunum, þar sem hann sá blómstrandi villifjólur fyrsta sinni. Þegar hann opnaði augun aftur, sagði hann við ritara sinn: „Leyfðu barninu að koma hingað upp. Ég ætla að tala við það.“ Og svona atvikaðist það, að Pepino fékk áheyrn hjá páfanum. Hann sat í allt of stórum stól og sagði honum alla söguna af Violettu. Hann skýrði hon- um frá því, hversu nauðsynlegt það væri að hann fengi að fara með hana niður að gröf hins heilaga Frans. Hann sagði honum frá ábótanum, sem hafði komið í veg fyrir, að honum tækist þetta. Hann sagði honum einnig frá föður Damico, frá brosi Violettu og hversu vænt honum þætti um hana. Hann jós öllu ]jví, sem hafði fyllt hjarta hans, yfir þennan góða mann, sem sat þarna kyrrlátur á bak við skrifborðið sitt. Og Pepino litli var alveg viss um, að hann væri ham- ingjusamasti drengurinn í víðri veröld, þegar honum var fylgt út úr skrifstofu hins heilaga föður efiir hálf- tíma. Hann hafði ekki aðeins hlotið persónulega blessun sjálfs pál’ans, heldur hafði hann nú tvö sendibréf í jakka- vasa sínum. Annað var stílað til ábótans í klaustrinu í Assísi og liitt til föður Damicos. Nú fannst honum ekki lengur sem hann væri svo óskaplega lítilmótleg og þýð- ingarlítil persóna, ]tegar hann gekk fram hjá hinum undr- andi, en glaða, varðmanni og hélt út á torgið, sem honum fannst nú ekki lengur svo yfirþyrmandi stórt sem fyrr. Hann var aftur á móti svo þakklátur í huga og sigurviss, að honum fannst, að hann gæti tekið sig á loft í einu stökki og l'logið heim til Violettu sinnar. Páll páfi. „Þú átt ekki aöeins að heimta, heldur einnig gefa“ Pepino var kominn heim til Assísi fyrir myrkur um kvöldið. Hann hélt stoltur heim til föður Damicos, þeg- ar hanu hafði litið snöggvast á Violettu og fullvissað sig um, að Giani hefði nú gætt hennar vel og að henni hefði að minnsta kosti ekki hrakað, meðan hann var í burtu. Hann fékk föður Damico bréfin, eins og hontim hafði verið sagt að gera. Faðir Damico horfði á umslagið, sem stílað var til ábótans. Og svo las hann bréfið, sem honum sjálfum var ætlað, gripinn djúpri og hlýrri hamingjukennd. Síðan sagði hann við Pepino: „Á morgun afhendum við ábót- anum bréfið, sem stílað er til hans. Hann lætur senda eftir steinhöggvara, og gamla hleðslan verður brotin niður, svo að þú getir teymt Violettu inn í grafhvelfing- una og beðið þar um, að hún megi fá heilsuna aftur. Páfinn hefur sjálfur látið í ljós ósk um, að þannig skuli larið að.“ Páfinn hafði auðvitað ekki skrifað þessi bréf eigin hendi. Kardínálinn, er starfaði sem ritari hans, hafði fund- ið til innilegrar gleði- og fullnægjukenndar, þegar hann samdi eftirfarandi skilaboð til föður Damicos með sam- þykki páfans: „Ábótinn hlýtur að vita, að í jarðvist sinni lét hinn heilagi Frans lítið lamb fylgja sér inn í kirkj- una, lamb, sem fylgdist með honum hvarvetna í Assísi. Er ASNINN ekki alveg eins velskapaður af guði, þótt feldur hans sé grófari og eyru hans lengri?" 15

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.