Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 27

Æskan - 01.11.1971, Side 27
I HVHLSNES- KIRKIfl Pegar ekiS er þjóðveginn suður Miðnes fyrlr ofan hina kunnu verstöð Sandgerði, sér maður í land- suðri frekar lítið hús, sem stendur hátt og blasir við í nokkrum fjarska. Þetta er einn af átta helgidómum Suðurnesja — kirkjan á Hvalsnesi. Hún er sjálfsagt kunn- ust fyrir það, að á þessum stað hóf séra Hallgrímur Pét- ursson prestsskap sinn. Þar var hann í sjö ár áður en hann fór að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Á Hvalsnesi missti séra Hallgrímur Steinunni dóttur sína, yndislegt barn og svo bráðþroska, að þótt hún yrði ekki nema V/2 árs, er henni eignuð þessi vel kveðna vísa: Á mér skór ekki tollað getur, illa fór, eg skal binda hann betur. Eln sin fegurstu Ijóð orti Hallgrímur eftir þessa efniiegu dóttur sína: Unun var augum mínum ávallt að líta á þig með ungdómsástum þínum ætíð þú gladdir mlg — rétt yndis elskuleg. Auðsveip og hjarta hlýðug I harðri sótt vel lýðug sem jafnan sýndl sig. Næm skynsöf Ijúf í lyndi lifs meðan varstu hér eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér. Því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum heim til þess héðan fer. Kirkja hefur staðið á Hvalsnesl frá því á fyrstu öldum kristninnar. [ gamla daga voru þær úr torfi. Þegar Hall- grímur vígðist þangað, var kirkjan svo hrörleg, að hún ,,var ekkl hæf til kirkjulegrar þjónustu." Á síðustu öld var Hvalsnes í elgu Ketils bónda í Kotvogi I Höfnum (1823—1902). Hann var ríkur maður og mikill höfðingi. Eitt sinn var hann við fermlngu á Hvalsnesi. Þar var svo margt fólk, að það komst ekkl allt inn. Þá hét Ketill því, að byggja nógu stóra kirkju til að rúma allan söfnuðinn og lét reisa kirkju þá, sem nú stendur á Hvals- nesi. Hún er úr höggnu grjótl, hið fegursta hús, sérkenni- leg á svip og svo stæðileg, að á henni sér engin ellimörk, þótt hún sé 84 ára gömul. Hvalsneskirkja. Áður fyrr var sjór sóttur úr Hvalsneshverfi eins og öðr- um sjávarplássum Suðurnesja. Hvafanessund liggur fyrir opnu hafi. Þar brimar oft skyndilega og getur orðið ófært. Sú var trú fyrrum, að aldrei færist bátur á sundinu, ef kirkjudyrnar væru opnar. Hér skal grelnt frá atviki, sem sýnir, hver áhrlf það gat haft, þegar illa horfði. Magnús Pálsson, sem lengl bjó á Hvalsnesi, segir svo frá: „Við vorum á sjó, þegar sundið brimaði snögglega, og var lending með öllu ófær. Rétt þegar við vorum að snúa frá og freista lendingar annars staðar voru kirkjudyrnar opn- aðar, og gerði samstundis slétt lag og við rerum inn sem í logni værl. Þegar skip mltt var komið I vör, hóf brimið sig á ný og hefði þá enginn mátt landi ná.“ Gísli Brynjólfsson.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.