Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 28

Æskan - 01.11.1971, Side 28
INGIBJORG ÞORBERGS þessum þætti snúum við okkur strax að tónunum, ~ því að talið eftirlæt ég, að miklu leyti, ungum rithöf- undi. Lagið við eftirfarandi Ijóð getlð þið lært á bls. 28—29. Ég vona, að þið syngið það svo með gleði- raust á jólunum. Ef þið kunnið ekki að spila á neitt hljóðfæri, getið þið beðið einhvern, t. d. söngkennarann ykkar, að hjálpa ykkur við að læra lagið. Og fyrst þið syngið jólaljóð um hátíðina, verðið þið líka að lesa að minnsta kosti eina litlu huldufólkssögu um áramótin! — Og hér birtist ein, eftir ungan Keflvíking. Hann var aðeins 12 ára, þegar hann samdi þessa sögu og las hana i útvarpið. Nú er hann 15 ára. Hann heitir Skúli Þorbergur Skúlason. Auk skólanámsins er Skúli önnum kafinn við að sinna áhugamálum sínum, þvl að þau eru mörg. Má þar m. a. nefna knattspyrnu. Hann hefur oft tekið þátt i kappleikjum. Hann var I drengjalúðra- sveitinni í Keflavík frá stofnun hennar, en nú er hann kominn í Lúðrasveit Keflavíkur, og þeir æfa af kappi og spila við marg- vlsleg tækifæri. Skúli hefur því nóg við tímann að gera. T. d. hefur hann nokkrum sinnum tekið þátt í sjónvarpsþáttum og tónleikum, og þá leikið á ýmis slaghljóðfæri, því hann er trommuieikari. Trommuleikarar hafa mikið að gera í öllum hljómsveltum. Ef einhver heldur, að það sé enginn vandi að vera trommuleikari, þá veit hann ekki mikið um tónlist. Hvert hljóðfæri verður að koma á nákvæmlega réttu augnabliki með sitt hlutverk, og fjölskylda slaghljóðfæranna er stór. Þar má nefna: ketilbumbur (pákur, timpani), þær gefa frá sér ákveðinn tón, sem er hægt að breyta, t. d. hækka með því að strekkja á húðinni, sem teygð er yfir hinn stóra, viða belg þeirra. Þá eru það trommurnar. Þær eru slegnar með stöfum eða virburstum. Málmgjöll eru „diskar", sem er slegið saman, eða það er einn hangandi hlemmur (gong), sem er sleginn með mjúkum sleglum. Skellitromman er hrist eða slegin. Svo eru fingraskellur (kastaníettur), hristur (marakas), tréstafir, tréklukkur, hrossabrestir, kúabjöllur.. . Nú og svo eru það tréspil (silófónn), selesta og fleiri hljóðfæri, sem tilheyra þessari mikilvægu fjölskyldu í tónlistinni. Og venjulega kemst enginn einn hljóðfæraleikari til að sinna öllum þessum hljóð- færum, og þess vegna eru trommuleikararnir fleiri en einn í stærri hljómsveitum. Fleiri áhugamál á Skúli. Til dæmis þykir honum gaman að teikna. Hann teiknaði sjálfur myndina, sem fylgir hér’ sögunni hans. Og um leið og ég gef Skúla orðið, kveð ég ykkur að sinni með ósk úr jólavísunum hennar Erlu Jónsdóttur: „Á jólahátíð gefi Guð gleði og frið á jörð.“ INGIBJÖRG Ævintýri EFTIR SKÚLA ÞORBERG SKÚLASON Þetta er álfasaga. Það var einu sinni undir háum fjöllum bóndabær, sem hét Fell. Þar bjó fjölskylda ásamt vinnufólki sínu. En fólkið á þessum bæ vissi ekki, að í hól undir fjallinu var annað býli, þó að það væri ekki eins stórt og þeirra. Hóllinn hét samt Álfhóll. Á bænum Felli var ungur drengur, sem kallaður var Busi. Hann var ósköp latur og leiðinlegur. Hann var alltaf að henda grjóti og fíflast, hjá hólnum undir fjallinu. Einn daginn rétt fyrir jól var Busi úti að ólátast eins og venju- lega. Kom hann þá auga á hólinn, sem álfarnir bjuggu í. Hann sá, að þetta var gott skotmark. Lék hann sér lengi við að fleygja steinum I hólinn. En hann vissi ekki, að með því var hann að henda í búpening álfanna og eyðileggja býli þeirra. Hann hló og fíflaðist. Hann vissi ekki, að hann hræddi litlu álfabörnin, svo að þau grétu mikið. Hann vissi ekki heldur, að hann hitti eitt álfabarnið, svo að það rotaðist og dó. Nú var kallað á Busa og hann fór heim. Svo komu jólin. Fólkið fór til kirkju. Öll börn voru glöð með litlu gjafirnar sínar, sem aðallega voru kerti og spil. Lelð nú fram yfir áramót. Samt lagaðist Busi ekkert og var ekkert glaður. Á aðfaranótt þrettándans, sem er síðasti dagur jóla, þegar álfar og huldufólk eru mikið á ferli, gerðist svo nokkuð undarlegt, þegar allir voru sofnaðir. Það varð allt í einu albjart í baðstofunni. Busi hrökk upp. Honum brá í brún. Hvað var að gerast? ... En þá sá hann sjálfan álfakónginn standa fyrir framan sig. Með honum voru tveir hirðmenn. Voru þeir allir mjög skraut- klæddir. Kóngurinn tók til máls og sagði: — Þú ert ekki góður drengur. Þú hefur deytt eitt af álfabörnunum okkar. Busi varð dauðhræddur og kom engu orði upp. Þá sagði álfakóngurinn: — Ef þú ætlar að halda svona áfram, verðum við að taka þig og fara með þig inn i hólinn. Og þar munt þú svo verða alla tíð. — Æi, nei! Ég vil fá að vera úti i birtunni, en ekki inni i jörð- inni, þar sem alltaf er myrkur, sagði Busi. — Ef þú lofar að vera góður drengur og bæta ráð þitt, þá tökum við þig ekki, sagði álfakóngurinn. — Já, já, ég lofa því. Ég skal alltaf vera góður, sagði Busi. 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.