Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 41

Æskan - 01.11.1971, Síða 41
---------. En hvað var nú þetta? Litlu jólasveinarnir á trénu voru farnir að klifra upp og niður greinarnar, sem þeir höfðu setið á. Og svo hoppuðu þeir ofan á gólf. hver eftir annan og hlupu á dyr. Rím-Lalli neri á sér augun. Sá síðasti af þeim, ofurlítill afturkreistingur í gráum jakka og rauðum brókum, kippti í buxurnar á Lalla um leið og hann stökk hjá og sagði: — Viltu koma í jólasveinadans, Rím-Lalli? Jú, auðvitað vildi Rim-Lalli það. en hvar ætluðu þeir að dansa? — Komdu bara, sagði jólasveinninn, og svo fóru þeir. Lalli elti þá út á hlað og upp túngötuna að gömlu lamb- húshlöðunni, sem nú var fyrir löngu hætt að nota. Þeir heyrðu hróp og köll og hlátra frá hlöðunni langar leiðir, og þegar þeir höfðu smokrað sér inn um rifu á framþilinu, sá Lalli skritna sjón. Þarna-var langt þorð í hlöðunni. og allt i kringum það sátu jólasveinar og voru að háma'í sig graut úr stórum tréskálum. Úti i einu horninu stóð einhver og sargaði á fiðlu og barði taktinn með löppinni. Alls staðar voru jólasveinar, hátt og lágt, á sýrutunnum kringum borðið, uppi á borðinu og undir borðinu. Sumir dönsuðu, sumir sungu, sumir átu og sumir drukku. Þarna var allt á ferð og flugi, og Rim-Lalli stóð eins og steini lostinn og horfði á. Nú kom einn af jólasveinunum til hans. Hann var stærri en hinir og var með langt, hvítt skegg. — Ég er nú sjálfur jólasveinninn. sagði hann. — Það var gaman, að þú skyldir vilja halda jólin með okkur, Rím- Lalli. Nú skaltu eta, drekka og dansa eins og þú vilt og skemmta þér með okkur. Hann rétti fram mjaðarglas og Rim-Lalli drakk úr því, og svo fór hann að skemmta sér eins og hinir. Mikið var það gaman! Rím-Lalli gat ekki munað, að hann hefði skemmt sér eins vel á ævi sinni. Timinn flaug áfram og nóttin leið. Nú kom gamli jólasveinn- inn til hans aftur og sagði: — Það er venja, að við gefum gestum okkar dálitla gjöf. Nú ætla ég að gefa þér þennan gullhnapp, og þú verður að geyma hann vel og fara varlega með hann, því að hann faðir þinn hefur átt hann. Rím-Lalli stóð og glápti. Þetta var skyrtuhnappur úr gulli, sem faðir hans hafði átt. Hann þekkti hann aftur. Pabbi hafði alltaf notað hann, þegar hann var í spari- fötunum. „Hnappinn skal ég geyma i hirzlu minni heima, —“ sagði hann og ætlaði að halda áfram að þakka, en í sama bili heyrði hann hljóm, sem hann kannaðist við: Gling-gling-gló! Gling-gling-gló! Kirkjuklukkurnar! Og nú voru allir jólasveinarnir á bak og burt. Einhver strauk honum um hárið. Kirkjuklukkurnar hringdu enn — gling-gling-gló! Hann leit kringum sig — hann var ekki í gömlu hlöðunni heldur sat hann í rúminu sínu. Og móðir hans stóð yfir honum. — Nú verðurðu að koma á fætur, Lalli minn, sagði hún. — Þú veizt, að við verðum að fara í kirkju á sjálfan jóla- daginn. Rím-Lalli stóð upp hálfruglaður. „Hlaðan farin, hér sit ég einn, hnappinn þakka ég, jólasveinn?" sagði hann. Mamma hans hló. Þama hefur jólasveinninn villzt í skóginum. Finndu nú leiðina til borgarinnar fyrir hann. — Þú ættir heldur að þakka mér, sagði hún, — en þú varst nærri því sofnaður í gærkvöldi, þegar ég gaf þér gullhnappinn hans pabba þins. Nú er bezt að þú setjir hann í skyrtuna þína, áður en þú ferð til kirkju. Rím-Lalli sagði ekki meira. En þegar hann kom inn í stofuna, gat hann ekki að sér gert að athuga jólatréð. Þarna héngu allir jólasveinarnir á greinunum — en honum sýndist þeir vera moðugir úr hlöðunni. „Þetta var skritið, það finnst mér, það afi sagði hárrétt er!“ tautaði Rím-Lalli. Það er vitað með vissu, að appelsínur hafa verið ræktaðar í Kína í mörg hundruð ár fyrir árið 1000, þá voru meira að segja til 27 mismunandi tegund- ir af þeim. Kringum árið 1400 komu sjómenn með appelsínur til Portúgal og spruttu þær vel þar, og þegar KólumPus fór i annað sinn til Ameríku, hafði hann með sér appelsínur, sem voru gróðursettar á Haiti. Nú á dögum sprettur þessi heilnæmi ávöxtur í nær öllum heitum löndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.