Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 45

Æskan - 01.11.1971, Page 45
 flflfangadagskvöld í —.......\ Reykholti Þegar ég var barn, þótti mér vetrarskammdegið eins ynd- islegt og sumarið. Það var jólunum að þakka. Ég hlakk- aði meira til þeirra en orð fá lýst. Ég vorkenndi þeim, sem dóu rétt fyrir jóiin, en huggaði mig við það, að Guð mundi lofa þeim að njóta jólanna með okkur, sem lifðum eftir á jörðinni. Við systkinin töldum dagana til jól- anna: ,,Á morgun getum við sagt: Á morgun koma jólin." Nokkurn þátt i því átti kassi, sem kom sunnan úr Reykjavík hver jól, frá móðursystrum okkar. Við vissum, að leikföng voru í honum handa okkur, og þau voru tek- in upp á aðfangadagskvöld. Þegar rökkva tók á aðfangadag, fannst mér allt breytast — verða heilagt: Dalurinn, hálsarnir, bæirnir, áin, skepn- urnar, sem fengu sinn jólaskammt, jafn- vel kisa, sem strauk sig upp við okk- ur, vissi það, að jólin voru að koma. Mamma lét okkur fara í beztu fötin, og þegar dimmt var orðið, fórum við með pabba út í kirkju og höfðum með okk- ur logandi kerti í mislitum Ijóskerum úr pappír, hnöttóttum. Það var hátíð- leg stund. Stjörnurnar blikuðu á himn- inum, og jólaljósin voru kveikt á öllum bæjunum [ dalnum. Við gengum með pabba upp á söngloftið og svo upp i turninn. Og kirkjuklukkunum var hringt, og ómarnir bárust um loftið: Jólin, jólin. inni í bænum var allt fægt og prýtt og uppljómað. Kveikt var á stórum og fallegum glerlampa, sem pabbi og mamma höfðu fengið i brúðargjöf, og við systkinin fengum alla vega lit smá- kerti, sem við bárum um logandi á undirskálum eða smáspýtum. Fullorðna fólkið fékk stór kerti. Þegar gegningum var lokið og allir komnir í sparifötin, söfnuðumst við saman og sungum jólasálm, venjulega fyrst: „Velkomin vertu, vetrarperlan fríð.“ Pabbi las jólalesturinn. Og á eftir sungum við: „í Betlehem er barn oss fætt“. Ekkert man ég lengur úr lestrin- um, en helgi stundarinnar gleymist aldrei. Og um hana varðar mestu. Há- tíð var i hjartanu, og barnshugurinn tók undir: „Þér, Guð, sé lof fyrir gleði- leg jól.“ Nokkru seinna var borinn inn kass- inn úr Reykjavík. Pabbi opnaði hann, og gjöfunum var skipt. Lítill miði með nafni á var festur við hverja gjöf. Ég hugsaði til móðursystra minna og lærði þá jólalexíu, að það er hægt að elska þann, sem maður hefur aldrei séð. Á eftir drukku allir kaffi eða mjólk úr stórum, fallegum postulínsbollum, sem aldrei voru notaðir nema á jólum, og mikið af kökum með, sem mamma hafði bakað. Þannig leið kvöldið í kyrrð og ró. Við systkinin lékum okkur að gullunum okkar og sýndum þau og dáðumst að þeim. Það var afmælisbarnið sjálft, sem gaf okkur jólin og jólagjafirnar. En hverjar eru afmælisgjafir okkar til þess? Guð blessi þær og gefi okkur öllum gleðileg jól. Ásmundur Guðmundsson. Komið með reikninginn! Tónskáldið Beethoven kom eitt sinn inn á veitingastað og reyndi hvað eftir annað að vekja athygli þjónsins á sér, en allt kom fyrir ekki, og þjönn- inn sá hann ekki. Leið svo löng stund. Þreyttist tónskáldið á að bíða en datt snjallt stef í hug. Tók hann þá upp vasabók sína og penna og byrjaði að skrifa lag- línuna niður. Hann gleymdi sér brátt við nótnaskriftina og tók ekkert eftir því, að þjónninn kom oftar en einu sinni að borð- inu til að taka pöntun hans. Þegar hann hafði lokið skrift- unum, leit hann snöggt upp og kallaði: „Þjónn, komið með reikning- inn!“ 43

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.