Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 47

Æskan - 01.11.1971, Síða 47
Myndlist inhver mesti snillingur miðalda var málarinn frægi, Leonardo da Vinci. Hann fæddist í Flór- ens á Ítalíu árið 1452. Barn að aldri tók hann að læra að mála hjá listmál- aranum Verrocchio, og til er altaristafla eftir hann, sem talið er að hann hafi málað um það bil 10 ára gamall, og þykir hún mjög fögur. Snilligáfa hans kom því snemma í Ijós. Gegnum vinskap sinn við listmálar- ann Botticelli komst Leonardo undir handleiðslu hertogans af Medici, sem hlynnti að öllum listgreinum og hafði marga listamenn í þjónustu sinni. Leon- ardo varð síðar sendiherra eða sendi- maður þessa sama hertoga í Milanó á Norður-Ítalíu, og á þeim árum, sem Leonardo dvaldi þar, urðu til flest hans beztu verk. Leonardo var margt til lista lagt fyrir utan snilli sína í málaralist. Hann var einnig myndhöggvari, arkitekt, verk- fræðingur og skáld. Á Mílanóárunum leysti hann margar tæknilegar þrautir, til dæmis teiknaði hann og sá um verk á hvolfþaki dómkirkjunnar, fann upþ nýja véltækni fyrir leikhús og margt fleira. Teikningar hans, sem varðveitzt hafa, geyma margar upþfinningar á sviði vél- fræði og tækni, og hann sá langt fram í timann á þvi sviði. Frægasta mynd Leonardos er Mona Lísa, máluð í Flórens um aldamótin 1500; sagt er, að hann hafi unnið að þessari mynd í 4 ár. Fyrirmynd hans var gift kona þar í borg. Myndin er ekki mjög stór, 91 X71 cm, og hefur um langt árabil verið í eigu Louvre, listasafnsins fræga í Paris. Mona Lisa er líklega þekktasta málverk heimsins, og mynd- in er svo dýrmæt, að hún er tryggð fyrir 100 milljónir dollara. Þó að ekkert af málverkum Leonardos sé eins frægt og Mona Lísa, þá þekkir almenningur nöfn margra þeirra og hefur séð eftir- prentanir. Má þar af nefna Síðustu kvöldmáltíðina, með Jesú og lærisvein- unum, af henni er til fjöldi eftirprentana. Myndina málaði Leonardo fyrir klaustur eitt í Flórens. Ekkert málverk i heimi hefur verið selt jafnháu verði og mynd hans, Ginevta dei Benci (brjóstmynd af konu), en myndin var i eigu Franz Mona Lisa var keypt fyrir 4 þúsund gyllini af Frans I Frakkakonungi og er nú einn af dýrgripum Louvre-safnsins í París. Andlitið er undarlega fallegt, teikningin finleg og nákvæm og grunn- urinn lýsir rómantískri hugvitsemi. List- fræðingar og áhugamenn hafa deilt um bros hennar og búið til margar sögur um hana. Þetta er fyrsta hefti í skemmtilegum myndasöguflokki, sem hefur hafið göngu sína. í þessu hefti eru 15 bráð- skemmtileg ævintýri þeirra félaganna, Litla og Stóra. í lausasölu kr. 48,40. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kostar bókin aðeins kr. 34,00. Jósefs af Lichtenstein (smáriki í Mið- Evrópu). Listasafnið i Washington (Na- tional Gallery of Art) greiddi fyrir hana sem svaraði til 400 millj. ísl. króna árið 1967. Myndin er mjög lltil, 38,4X 36,8 cm, máluð á tré. Árið 1499 réðust Frakkar inn í Mil- anó og tóku borgina á sitt vald. Þá varð Leonardo heimilislaus og flýði til Feneyja. Ekki settist hann þó þar að, en fór aftur til fæðingarborgar sinnar, Flórens, og átti þar heima í nokkur ár. Hann flutti svo aftur til Mílanó 1506 og bjó þar og starfaði til 1514. Þá hélt hann til Rómar og var í þjónustu páf- ans í tvö ár. Flórens er mikil listaborg enn i dag og geymir dýrmæt listaverk gömlu meistaranna í söfnum sínum, en á tímum Leonardos átti hún sitt blóma- skeið. Margir frægir listamenn lifðu þar og störfuðu, þeirra á meðal snill- ingarnir Michelangelo og Rafael, sem báðir voru yngri en Leonardo og urðu fyrir áhrifum af honum. Leonardo stofnaði hinn svokallaða Lombardiska listaskóla og hafði fjölda nemenda, sem hann hafði mikil áhrif á, og margir þeirra urðu þekktir lista- menn. Leonardo var ekki mikilvirkur málari. Ekki hafa varðveitzt mörg mál- verk eftir hann, því að eitthvað hefur glatazt. Aftur á móti hefur hann verið mikilvirkur við verkfræðilegar teikning- ar og uppfinningar, og fjöldi þeirra teikninga hefur geymzt til okkar daga. Leonardo dvaldi síðustu æviár sin við hirð Franz I. Hann lézt árið 1519, tæplega 70 ára að aldri, á undan Rafael, sem var miklu yngri og dó 37 ára. Leonardo verður alltaf talinn einn mesti og fjölhæfasti listamaður, sem uppi hefur verið. Þúsundir manna, sem heim- sækja Louvre í Paris árlega, dást að frægasta listaverki Leonardos, fínleika þess og litameðferð og heillast af hinu dulræða brosi Monu Lisu. L. M. 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.