Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 49

Æskan - 01.11.1971, Síða 49
( TARZAN apabróðir ^ blað lagði hann til hliðar. „Styðjið nú fingurgómum ykkar á svertuna og síðan á pappírinn." d'Arnot hlýddi og brátt stóðu fingraför hans skýrt og greinilega á pappírsblaðinu. „Nú Tarzan," sagði d'Arnot. „Við skulum sjá, hvernig jtín för líta út.“ Tarzan gerði eins og vinur hans óskaði. „Er nokkuð hægt að sjá af fingraförum af hvaða kyn- stofni maður er? Væri til dæmis hægt að sjá, hvort fingra- lör erú af svörtum manni eða hvítum?“ „Ég h'eld ekki,“ svaraði lögreglumaðurinn. „Raunar jtykjast sumir geta séð jtað, segja, að gárurnar séu örlítið öðruvísi, ef til vill fábrotnari á svertingjum, en jretta er gjörsamlega ósannað mál.“ „Er hægt að þekkja í sundur fingraför manns og apa?“ „Já, sennilega væri Jsað hægt.“ „En hvað Jrá um kynblending milli manns og apa? Ef til vill gætu gárurnar í j>ví tilfelli líkzt hvoru foreldranna sem væri?“ ,,fá, J>að þykir mér sennil'egt," svaraði lögreglumaður- inn, „en vísindin eru nú ekki komin svo langt í þessum efnum, að þau geti fullyrt þetta. Ég vildi ógjarnan láta segja mér að nota fingraför til annars en J>ess að þekkja einstaklinga. En þar eru J>au líka óbrigðul. Sennilega fæðast aldrei tvær manneskjur með nákvæmlega sömu gárum á fingrum sér.“ „Þarf langan tíma til samanburðar?" spurði d’Arnot. „Venjulega aðeins nokkrar sekúndur," svaraði lögreglu- maðurinn, „ef fingraförin eru skýr.“ d’Arnot dró litla, svarta bók upp úr vasa sínum og tók að fletta henni. Tarzan horfði hissa á bókina. Hvern- ig hafði hún komizt í hendur d’Arnots? d’Arnot lagði bókina opna fyrir framan lögreglumanninn. J>ar voru för eftir fimm litla fingur. „Hvort líkjast þessi fingraför mínum eða Tarzans?” spurði hann, „eða 'er hægt að segja um, hvort það séu för annars hvors okkar?” Lögreglumaðurinn dró upp stækkunargler og tók að rannsaka fingraför J>eirra beggja og þau, sem í bókinni voru. Hann skrifaði niður hjá sér athugasemdir annað sjagið. Tarzan fór nú að skilja, hvað fyrir d’Arnot vakti með því að hitta þennan lögreglumann. Svarið við gát- unni um uppruna hans lá ef til vill í þessum litlu fingra- förum í svörtu bókinni. Tarzan sat og horfði á lögreglu- manninn í sýnilegum hugaræsingi. En allt í 'einu virtist þó þessi æsingur renna af honum og hann brosti. d’Arnot horfði á hann forviða. „Þú gleymir J>ví, vinur," mælti Tarzan, „að fyrir tólf árum lá hinn dauði líkami barnsins, sem setti þessi fingraför í bókina, í kofa föður síns, og þar hef ég árum saman horft á bein þess, J>egar ég hef komið í kofann." Það kenndi beiskju i rödd Tarzans. Lögreglumaðurinn leit upp. Hann virtist hissa. „Áfram m'eð rannsóknina, vinur rninn," sagði d’Arnot, „við skulum segja þér alla söguna á eftir, það er að segja, ef Tarzan gefur leyfi til þess.“ Tarzan kinkaði kolli. „Þú verður J>ó að muna það, að litlu fingurnir, sem gerðu þessi för, eru grafnir á vestur- strönd Afríku." „Ég skal ekkert um það Segja, Tarzan,“ mælti d’Arnot. „En ef það er nú svo, hvernig í ósköpunum gazt J>ú J>á verið kominn inn í þennan eyðiskóg, alinn upp af öpum, J>ar sem enginn annar hvítur maður en John Clayton Iiefur stigið fæti sínum?" Tarzan brosti aftur. „Þú gleymir Kölu.“ „Hún hefur ekki verið móðir J>ín!“ Þeir félagar höfðu gengið út að glugganum og stóðu nú um stund hugsandi og horfðu á iðandi mannj>röng- ina á strætinu fyrir neðan. d’Arnot varð hugsað til þess, að }>að tæki langan tíma að bera saman fingraför. Hann sneri sér að lögreglu- manninum og sá þá, að hann hallaði sér aftur í stólnum og var niðursokkinn í að lesa í svörtu bókinni. d’Arnot ræskti sig. Lögreglumaðurinn leit upp og gaf honum bendingu um að trufla sig ekki. d’Arnot sneri sér aftur að glugganum. „Herrar mínir," sagði lögreglumaðurinn. Þeir sneru sér báðir að honum. „Hér er augsýnilega svo mikilsvert mál á ferðinni, að mjög áríðandi er, að fingraförin séu réttilega skilgreind. Ég vil því stinga upp á J>ví, að þið látið þessi gögn verða eftir hjá mér, þar til sérfræðingur okkar á J>essu sviði, herra Desquerc, kemur aftur. Það verður innan fárra daga." „Ég hafði vonazt til að fá vitneskjuna um þetta nú J>'egar,“ sagði d’Arnot. „Tarzan ætlar að leggja af stað til Ameríku á morgun." „Ég get lofað ykkur }>ví, að þér getið símað honum úrslitin áður en hálfur mánuður er liðinn," svaraði lög- reglumaðurinn, „en hver J>au verða, get ég ekki sagt um ákveðið núna. Hér er um líkingu að ræða, en — það er bezt að segja ekkert £yrr en herra Desquerc kveður upp dóm sinn.“ 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.