Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 51

Æskan - 01.11.1971, Page 51
 i Austurlöndum áttu auðugar konur skrautlegar og dýrar fingurbjargir, stundum skreyttar perlum og eðalsteinum. Þegar Grænlendingar sauma Eskimóar nota ennþá þessa aðferð, þegar karlmenn Þurfa að sauma. Grænlenzk karlmannsfingurbjörg líkist helzt hlíf á særðan þumalfingur. Að innanverðu er hún klædd hertri skinnpjötlu, en að utan er hún skreytt með skinnmósaik, en notuð á þumalfingri. Fingurbjörg eskimóa- kvenna líkist hins vegar helzt innsiglishring, grönn leður- vefja, sem heldur fast smáleðurplötu á stærð við tví- eyring á fingrinum. Hins vegar er hægt að nota hana eftir hentugleikum á vísifingri, löngutöng eða litlafingri. »,Hattur“ á fingurinn Fingurbjörgin, eins og við hugsum okkur hana almennt, er ekki annað en lítill vafningur, sem hægt er að búa íil úr málmi, horni, fílabeini, leðri, plasti eða öðru hagkvæmu efni. Eins er hún helzt ætluð kvenfólki, og hefur því frá ómunatið verið gerð eftir ýmsum kúnstarinnar reglum og listbrögðum. Fingurbjörgin hefur einnig komizt inn í skáld- skapinn; á 12. og 13. öld lofsungu þýzku mansöngvaskáld- in þetta litla heimilisáhald, sem fagrar konur settu á granna fingurna; á þýzku nefnist hún fingerhut (fingurhattur). Og e 14. öld var farið að skreyta fingurbjargir með skjaldar- merkjum aðalsætta. Í þýzku ritverki, sem fjallar um ýmiss konar handiðnað °9 gefið var út 1564 ásamt tréskurðarmyndum eftir Joost Amman, er m. a. mynd af handiðnaðarmanni, sem er að útbúa fingurbjörg, en nemendur hans standa hjá honum °9 fylgjast með. Undir myndinni er kvæði eftir skáld-skó- smiðinn Hans Sachs, þar sem nákvæmlega er skýrt frá, hvernig fingurbjörgin er búin til, ásamt upptalningu allra heirra, sem þurfi að nota „fingurhattinn". Listmálari í Amsterdam, einn af nemendum Rembrandts, fékk þá hugmynd að skreyta fingurbjargir úr gulli og Á miðöldum sátu hefðarfrúr við sauma meðan þær biðu þess, að riddarar þeirra kæmu heim úr herleiðangri til annarra landa; stundum léttu söngvarar þeim söknuðinn. silfri með örsmáum myndum og dýrmætum steinum, og á síðari hluta 17. aldar komst það i tizku, að ungir aðalsmenn gæfu sinni ástkæru útvöldu gullfingurbjörg prýdda gim- steinum. Fjöldaframleiðsla hefst Fram undir 1696 voru fingurbjargir framleiddar í hand- iðnaði i borgunum Núrnberg, Köln og Amsterdam, en það ár fann Bernd van der Becke (aðrar heimildir segja Johann Lotting) upp vél, sem gat framleitt þennan smáhlut í fjöldaframleiðslu fyrir lítið verð, nokkur hundruð árum áður en byssulásar og naglar voru framleiddir þannig, svo að því leyti ruddi fingurbjörgin brautina. Samkvæmt bóklegum heimildum sendi gullsmiður i Amsterdam, Nicolas van Benschooten, 19. okt. 1648 frú van Reusselar fingurbjörg í afmælisgjöf. í bréfi, sem fylgdi gjöfinni, biður hann hina háæruverðu frú að taka við þessari gjöf, svo að hún geti verndað sina viðkvæmu fing- ur gegn þráðunum, ,,sem höggva eins og fuglar“, eins og franska skáldið Francois Villon orðaði það. Hins vegar hafa fundizt fingurbjargir frá miklu eldri tím- um úr beini, horni, bronsi, fílabeini og öðru efni ekki aðeins í Mið-Evrópu, heldur einnig nyrzt í Rússlandi, og þær hafa i meginatriðum verið af sama tagi og nútíma fingurbjargir. Með vélasaumaskap okkar tíma er fingurbjörgin farin að glata nokkuð almennu notagildi sínu; þeir tímar eru liðnir, er ungir eiginmenn gáfu konu sinni gullfingurbjörg, ef hún skyldi þurfa að festa hnapp á flik fyrir þá, en m. a. i Kína hefur hún til skamms tíma notið fornrar frægðar. Sérstakt notagildi fingurbjargar hafa kínverskir kauþ- menn á Madagaskar fundið uþþ, þegar þeir þurfa að selja eyjarskeggjum ,,í smásölu". Þeir mæla sykur, hveiti og aðra mjölvöru í fingurbjörgum!

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.