Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 53

Æskan - 01.11.1971, Síða 53
Hér eru fimm jólasveinar frá ýmsum stórborgum heims. Þeir halda á nafnspjöldum borga sinna, en stafirnir hafa ruglazt hjá þeim. Getið þiS raSað stöfunum rétt? — Svör eru á bls.89. Mamma gaf honum alls konar skrítna mola af mat, en hörpu- diskinum þótti samt eitt allra bezt. Ég er viss um, að þið getið aldrei getið ykkur þess til, hvað það var. Haldið þið, að það hafi verið súkkulaði? Nei, það var ekki súkkulaði. En ís? Ekki heldur. Brjóstsykur kannski? Nei, ekkert svoleiðis. Það var rabarbarasulta, sem mamma hafði búið til sjálf, en hann borðaði ósköp lítið af henni, því að hann hafði aldrei fengið rabarbarasultu fyrr. Það vaxa nefnilega engir rabarbarar í sjónum. Vitið þið hvers vegna hörpudiskurinn litli þorði ekki að borða mikið af sultunni strax? Hann var svo skynsamur, að hann vissi, að maður getur fengið illt i magann af að borða of mikið af einhverju, sem maður hefur aldrei bragðað fyrr á meðan maður er Iftill. En nú ætla ég að segja ykkur frá þvi, hvað hún mamma sagði við hann, þegar hún kom inn í eldhúsið. Hún sagði honum, að pabbi hefði fengið leyfi til þess að mamma kæmi með barnið i skólann. — Sagði hann manninum, að ég væri hörpudiskabarn? spurði hörpudiskurinn. — Nei, hann sagði honum bara, að þú hétir Hörður, og ég mátti koma með þig, þvi að nú fer innritunin einmitt að hefjast. Skóla- stjórinn sagði, að þetta væri heppilegur tími, og þar sem þú værir ekki héðan úr bænum, mættirðu koma núna, svaraði mamma. — Hann hefur þó ekki sagt, að ég ætti heima í sjónum? spurði hörpudiskurinn. — Nei, hann sagði bara, að þú værir ekki úr bænum, og það er lika alveg satt. Pabbi skrökvar aldrei og pabbi var ekki heldur að skrökva þessu. Þú ert ekki úr bænum heldur úr sjónum, og við skírðum þig sjálf Hörð í gærkvöldi. En nú ætla ég að láta þig fara í stóru plastfötuna, sem hún María keypti handa þér í morgun, og svo skulum við fara að leggja af stað, við eigum nefnilega að vera komin þangað klukkan tvö. Mamma fór í sparikápuna sína og setti á sig hatt, en það var hún ekki vön að gera nema þegar hún hafði mikið við. María var líka í sparikápunni sinni og hann Gunni var bæði i hreinum buxum og frakka. Svo lögðu þau af stað. Hörpudiskurinn var dálítið smeykur á leiðinni, þó að hann vildi ekki vekja máls á þvi við mömmu eða börnin og hefði vfst aldrei játað það. Hann var hræddur í fötunni, því að hún hristist til og frá, og svo var hann hræddur við allan hávaðann úti. Það voru einhver ferlíki þarna fyrir utan, sem brunuðu og þutu áfram rétt eins og fljótustu hákarlar, en Gunni sagði, að þetta væru bara bílar. Einu sinni sá hörpudiskurinn meira að segja voðalegt ferlíki, sem var jafnstórt og hvalur, en Gunni sagði, að það væri strætisvagn, og hann hafði ennþá hærra en bílarnir. Það kom hvað eftir annað fyrir, að hörpudiskurinn faldi sig á botninum í fötunni, þótt hann langaði ókjörin öll til að gægjast upp fyrir brúnina og sjá meira. Svona var hann hræddur. En hann var ekkert hræddur við húsin. Þau voru alveg eins og stóru klettarnir, sem eru niðri í sjónum. Á þeim klettum eru Ifka op eða holur og inn i þá fara fiskarnir og krabbarnir og svo auðvitað allir kolkrabbarnir. En eitt var dálitið óþægilegt. Það var þessi voðabirta, sem var þarna úti. María sagði, að blessuð sólin væri að skína, en hörpudiskinum leizt nú ekki meira en svo á þessa sól. María sá, að hann var hræddur, og hún fór með vísur fyrir hann um sólina, sem hún sagði, að öllum á íslandi þætti svo vænt um, og vís- urnar eru svona: Blessuð sólin elskar allt allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: himneskt er að lifa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.