Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 57

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 57
r Pað var einu sinni lítill köttur, ósköp skelfing lítill köttur, og þess vegna var hann auðvitað kallaður Litlikisi. Litlikisi var svo lítill, að jafnvel mýsnar sýndust stærri en hann, enda hafði það komið fyrir, oftar en einu sinni, að einhver alvörukötturinn hafði verið næstum búinn að grípa Litlakisa og éta hann, bara af því að honum sýndist hann vera ofurlitil mýsla. Sjálfur gat Litlikisi auðvitað ekki veitt neinar mýs. Hann varð að láta sér nægja mjólkina, sem sett var á gólfið handa honum, og svo molana, sem fleygt var í hann. Það var þess vegna engin furða, þó að Litlikisi væri næstum alltaf í vondu skapi. Mestallan daginn sat hann og kúrði í einhverjum króknum, þar sem enginn gat stigið ofan á hann, og þaðan sá hann, hvernig hinir kettlingarnir léku sér og ærsluðust. — Hvenær verð ég stærri? spurði hann mömmu sína. — Á morgun, svaraði mamma hans. — Á morgun verðurðu áreiðanlega orðinn stór. En hvorki Litlikisi né mamma hans trúðu þessu almennilega lengur, og Litlikisi varð æ þyngri í skapinu. Loksins var hann farinn að gráta, sat aleinn úti i króknum sinum og grét. — Hvers vegna ertu að vola? spurði einhver. Litlikisi leit í kringum sig og varð hræddur, þegar hann sá mús, sem var þarna rétt hjá honum. En músargreyið var í rauninni svo vingjarnleg á svipinn, að áður en hann vissi af því sjálfur, hafði hann sagt músinni alla sína sorgarsögu. — Hm! sagði músin. — Fólkið hefur ketti til að verja sig gegn okkur. Nú fáum við tækifæri til að ná í kött, sem getur varið okkur fyrir mannfólkinu. Heldurðu ekki, að þú vildir koma til okkar og verða húsköttur heima hjá fjöl- skyldunni minni? Þannig gerðist það, að Litlikisi varð húsköttur hjá músunum. í hvert sinn, sem mýsnar þurftu að fara upþ í búrið til að sækja sér mat, fór Litlikisi fyrst upp til að aðgæta, hvort ekki væru þar menn eða kettir. Þegar hann var orðinn þess fullviss, að enginn væri í þúrinu, kallaði hann á mýsnar, og er mýsnar höfðu sótt nóg af mat, borðaði hann með þeim í hlýju músarholunni. Og á eftir las hann músaafi uþþhátt ævintýri fyrir börn barna- barnabarna sinna, en Litlikisi lá malandi í kjöltu hennar músaömmu. Bismarck Otto von Bismarck var mjög ráðríkur, og það kom snemma í Ijós. Jafnvel er hann var ungur maður lenti hann i deilum við yfirmenn sína, ef þeir ætluðu að sýna honum einhverja lítilsvirðingu. Einu sinni er hann þurfti að mæta hjá yfirmanni sínum, var hann látinn bíða í klukkustund eftir honum. Þegar hann svo loksins fékk áheyrn og var spurður: Hvers óskið þér? svaraði Bismarck samstundis: Ég ætlaði að biðja um frí, en nú ætla ég að segja upp. Bismarck hafði eitt sinn fengið skip- un frá keisaranum um að sæma her- mann nokkurn járnkrossinum. Þegar hermaðurinn mætti til að taka við kross- inum, spurði Bismarck hann: — Hvort viljið þér heldur, járnkross- inn eða 100 ríkisdall? Þér getið sjálfur valið. — Hversu mikils virði er krossinn? spurði hermaðurinn. — Hann er þriggja dala virði, svar- aði Bismarck. — Ja, ef yður er sama, þá ætla ég að taka við krossinum og svo 97 döl- um að auki. Sendiherra nokkur var í heimsókn hjá járnkanslaranum og spurði hann, hvern- ig hann færi að því að losna við þreyt- andi gesti. — Það er mjög einfalt, svaraði Bis- marck. — Strax og konan mín heldur, að einhver gestur tefji mig of lengi, sendir hún boð eftir mér, og þá er sam- talinu lokið. Sem Bismarck hafði mælt þetta kom þjónn inn, hneigði sig djúpt og sagði, að konan bæði hann að koma og tala við sig snöggvast. Sendiherrann eld- roðnaði og var ekki lengi að afsaka sig og fara. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.