Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 63

Æskan - 01.11.1971, Side 63
greinargóð svör unga mannsins, gaf lion- um falleinkunn. Anatolí varð sem þrumulostinn og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. „Ungi maður,“ útskýrði prófessorinn, „þér hafið mikla hæfileika. En stærðfræðin krefst manns heils og óskipts. Skák er hættulegur keppinautur. Getið þér ómögu- lega látið liana vera?“ Þetta gat Anatoli ekki þolað. Nokkrum dögum síðar sótti hann um að fá að skipta um háskóla og fara til Leníngrad. Hann hætti við stærðfræði og lagði stund á efnahagskerfi erlendra rikja. Það hefur ugglaust liaft áhrif á ákvörðun hans, að þjálfari hans, Semjon Furman stórmeist- ari, býr i Leningrad. Anatolí heldur upp á skák vegna þess, að hún sameinar svo ágætiega list og íþrótt og er að hans áliti heiðarlegasti leikur, sem til er. Hér tjáir ekki að reiða sig á hagkvæmar kringumstæður eða heppni. Árangurinn fer eingöngu eftir hæfileikum. Þess vegna er skák göfgandi: hún útheimtir sjálfsaga og einbeitingu. Fyrrverandi heimsmeistarar, Botvinnik og Tal, urðu stórmeistarar tvítugir. Aðrir skákjöfrar, jafnvel liinir alfremstu, voru miklu eldri, er þeir hlutu þennan eftir- sótta titil. Við þekkjum aðeins ]>rjár undantekn- ingar: Robert Fischer varð stórmeistari aðeins 15 ára, núverandi heimsmeistari, Boris Spasski, og Anatolí Karpov hlutu titilinn 19 ára að aldri. Þegar Anatoli lagði af stað á lieims- meistaramót unglinga í Stokkhólmi, sagði Spasskí: „Ég er viss um, að Karpov vinn- ur þennan titil." Mikhail Botvinnik álitur Anatoli lika efnilegasta unga skákmann- inn i Sovétríkjunum og telur einn af kost- um hans verá „eldheitan baráttuvilja." Stórmeistarinn Semjon Fúrman er einn reyndasti iærifaðir skákmanna i Sovét- ríkjunum, enda liafa margir þeirra fræg- ustu notið handleiðslu hans. Hann segir, að Anatolí sé frábær hæfileikainaður í skák og furðu þroskaður eftir aldri. Það á reyndar við um allar hans athafnir. Hann er að vísu ekki fullmótaður enn sem skákmaður og hefur ekki skapað sér sinn sérstaka stíl, en hann er aðeins 19 ára! Auk þess er Anatoli ekki aðeins að húa sig undir skákferil, heldur einnig lifsstarf. „Kannski verð ég,“ segir Fúrman, „að halda svolítið aftur af hinni öru þróun Anatolis sem skákmanns, svo að hún komi ekki niður á háskólanámi hans. En ég er viss um, að við sjáum hann einhvern tíma i liásæti skáklistarinnar. Það er aðeins timaspursmál." rá því land vort byggðist hafa fiskiveiðar verið einn af aðal- atvinnuvegum okkar íslendinga. Öldum saman var það svo, að aðalútflutningsvara okkar var fiskur, salt- aður og hertur, en nú siðustu áratugina hafa frystihúsin smám saman tekið að sér æ stærri hlut i verkun fisks til út- flutnings. íslenzki fiskurinn er góð vara, komist hann ferskur og nýr í vinnslu, og þvi er það nauðsynlegt, að vandvirkt og velvirkt fólk búi hann til sendingar á erlendan markað. í hinum tæplega hundrað lirað- frystihúsum viðsvegar um landið vinna þúsundir karla og kvenna árið um kring við fiskiðnað. Það var þvi sannarlega tíma- bært, þegar Alþingi samþykkti síðastlið- inn vetur lög um fiskvinnsluskóla. Kennsla í skólanum hófst i haust i húsakynnum Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins að Skúlagötu 4 i Reykjavík. Er þar um bráðabirgðahúsnæði að ræða, en endanleg staðsetning skólans er enn óráð- Námi í skólanum verður endanlega skipt i fjórar deildir. Heildarnámstími i hverri deild verður sem næst 11 mánuðir og skiptist námið í skólanám, bóklegt og verk- legt, og verklega lijálfun, sem skólinn skipuleggur á vinnustöðum. Deildirnar verða þessar: 1. undirbúningsdeild 2. fiskiðndeild 3. meistaradeild 4. framhaldsdeild. Inntökuskilyrði í skólann eru gagnfræða- próf, landspróf miðskóla eða hliðstæð bók- leg menntun. Siðar er gert ráð fyrir að fólk, sem starfar við fiskvinnslu, fái ein- hverjar undanþágur frá þessum skilyrðum, taki það þátt í sérstökum undirbúnings- námskeiðum. Flinnig skal bent á, að verði stofnað til eins árs matvælakjörsviðs í framhaldsdeildum gagnfræðaskólanna, skulu nemendur, sem staðizt hafa próf á því kjörsviði, öðlast rétt til inngöngu i fiskiðndeild skólans, sem verður fram- hald undirbúningsdeildarinnar. Námi i undirbúningsdeildinni verður því hagað á líkan hátt og lagt liefur verið til að verði í 1. bekk framhaldsdeilda gagnfræða- skólanna á matvælakjörsviði. Bókleg kennsla i undirbúningsdeildinni mun standa yfir frá þvi i nóvember fram i maí næsta vor, og tekur þá við verkleg kennsla og starfsjijálfun. Til þess að öðl- ast réttindi sem fiskiðnaðarmaður, verður nemandi að hafa staðizt próf úr fiskiðn- deild skólans og auk þess verður liann að hafa lokið 11 mánaða skipulagðri starfs- þjálfun. Bókleg kennsla i fiskiðndeild verður í um 7 mánuði, en auk hennar verður um verklega kennslu að ræða. Fyrstu fiskiðnaðarmennina verður vænt- anlega hægt að útskrifa i júli 1974. Kennsla skólans verður miðuð við það, að fiskiðnaðarmenn öðlist nægilega undir- stöðuþekkingu, bóklega og verklega, til þess að geta annazt almenna verkstjórn, gæðaflokkun og stjórn fiskvinnsluvéla. Lögin um skólann gera einnig ráð fyrir framhaldsnámi við skólann í meistara- deild og framhaldsdeild og að reynt verði að haga námi þessu þannig, að það auð- veldi nemendum aðgang að frekara námi i háskóla. Skólastjóri er Sigurður B. Haraldsson efnaverkfræðingur. Eins og áður berast nú þessum þætti nokkur bréf, þar sem spurt er um at- vinnugreinar og skóla, sem rætt hefur verið um áður. T. d. spyrja Þorsteinn, Alftamýri, og Þórólfur Eiríksson um nám flugmanna. Fjallað var um það hér í þættinum í október 1969 (10. tbl.). — Flug- nemar mega ekki hefja nám fyrr en þeir eru fullra 17 ára, og einkaflugmannsrétt- indi eru bundin við 18 ára lágmarksaldur. Tveir eða þrír flugskólar eru í Reykjavík, og einn var til á Akureyri (1969). Ekki er hægt að segja til um hvað námið kostar, en það mun vera alldýrt eða u. þ. b. þúsund krónur hver flugtími. — Flugskólarnir munu geta gefið betri upp- lýsingar um þetta. Fiskvinnsluskóli 61

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.