Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 67

Æskan - 01.11.1971, Side 67
Spurning: Hvað eru þau að gera inni i miðri sögunni af Friðrik? Svar: Þau eru auðvitað að hlusta á söguna! endilega reyna að hughreysta hana og segir: „Mamma, það er kannski betra, að pábbi komi heim fyrir afmælið sitt. Jólin er'u afmælið hans Jesú, og þá er auðvitað ntiklu mikilvægara, að hann sé hér með okkur.“ í þessu er hringt dyrabjöllunni, og tveir af skiðafélögum Friðriks standa við dyrn- ar. Friðrik vill endilega fara á skíði. Brátt hefur hann gleymt öllu, jólunum, bréfinu frá pabba, og mömmu, sem varð svo hrygg. Um kvöldið, þegar Friðrik er sofnaður, hringir síminn. Hann hringir lengi áður en mamma fær sig til að svara. Friðrik vakn- ar. Hann liggur þarna í rúminu og hlustar á mömmu sína tala í símann. Hún talar lengi. Þegar Friðrik loksins heyrir, að hún setur á heyrnartólið, kallar hann: „Mamma, hver var að hringja?" „Ertu vakandi, Friggi, drengur? Nú skal ég segja þér nokkuð. Þetta var pabbi þinn. Honum leiddist svo og langaði svo til að heyra í okkur. Og veiztu nú bara. Þú og ég — við eigum að taka flugvél og fljúga til London í næstu viku. Skipið, sem pabbi er á, er væntanlegt þangað þá. Svo höldum við jólin um borð f skipinu og förum með því helm til Finnlands eftir áramótin." Friðrik varð ofsaglaður. Hann hefur nefnilega aldrei séð skipið, sem pabbi hans er á, hann hefur heldur aldrei ferð- azt með flugvél. Hann talar og talar og er alveg óðamála, svo hlæja þau bæði og masa, hann og mamma. Hvorugt þeirra vill fara að sofa. Mamma fer fram og hit- ar kakó og nær í kökur úr spariboxinu, svo sitja þau langa stund og næra sig á þessu góðgæti og tala saman. Þau ræða um flugvélar, hvernig þær geti haldið sér á lofti, þó að þær séu svona þungar. Þau tala um skipin, hvernig þau fari að því að fljóta á hafinu, þó að þau séu sum bæði stór og þung, og þau tala um pabba, sem þau eiga nú bráðum að fá að sjá. Þeim líður ákaflega vel. „Veiztu, mamma, ég get næstum því ekki beðið, ég vil helzt fara strax," segir Frið- rik. Svo geispar hann svo, að mamma sér langt ofan [ kok á honum. „Ég held nú bara, að tíminn liði fljótar, ef við förum að sofa,“ segir mamma. „Nú skulum við lesa kvöldbænina aftur og þakka Guðl fyrir það, að við fáum að fara til pabba og halda jólin hjá honum. Svo skulum við sofna bæði tvö.“ Næsta vika var afskaplega löng — það er erfitt fyrir Iftinn snáða að bfða. Mamma náðl í farmiðana, lét niður í töskurnar, hringdi í ættingja og vinl og tilkynntl þeim, að i ár gætu þau ekki verið með þeim um jólin, þau mundu fara í ferðalag. En Frið- rik, hvað sagði hann? Það var nú litið, því hann var nú bara með magapínu af ein- tómum spenningi og tilhlökkun. Loksins rann upp DAGURINN, þegar mamma hringdi á bíl — allt var tilbúið til að leggja af stað. Það var búið að ganga frá íbúðinni, loka fyrir alla krana, taka allt rafmagn úr sambandi — allt var klappað og klárt. Bíllinn kom, mamma og Friðrik hófu ferð sína til pabba. I flugvélinni var fullt af fólki, en mamma og Friðrik fengu þó að sitja saman, og Friðrik við gluggann. Það fyrsta, sem þau gerðu, var að spenna á sig öryggisbeltin. Þetta var allt svo óvenjulegt fyrir Friðrik, svo nýtt og spennandi, og líka gaman, hann iðaði í skinninu og spurningunum rigndi yfir mömmu. Flugvélin hóf sig á loft, hún vaggaðl svo einkennilega, en hóf sig síðan hærra og hærra. Friðrik lelt út um gluggann, en hvað allt sýndist lítið, húsin voru eins og smákofar, og þá bíl- arnir! En sniðugt. Eftir stutta stund dimmdi, þau voru kom- in inn í skýjaþykkni, en svo birti, en Friðrik fannst, að það væri allt fullt af þeyttum rjóma eða froðu, sem birtist í alla vega formi. En þetta stóð aðeins stutta stund, því svo skein sólin í heiði og varp- aði Ijósi á alla þessa einkennilegu bólstra. „Jaeja,“ sagði mamma, „nú fljúgum við fyrir ofan skýin." Friðrik leit þá aftur út, hvert sem augað leit sáust bara skýja- bólstrar misjafnlega upplýstir af sólinni, en ákaflega fallegir og líka skrítnir. Friðrik langaði bara svo mikið til að taka á þess- um — sem honum fannst — bómullar- hnoðrum. En allt I einu varð hann hugs- andi og sneri sér að mömmu: „Mamma, er himinninn einhvers staðar hérna? Get- um við séð Guð héðan? Friðrik lelt vel i kringum sig, en sá ekkert nema ský, sól og himinbláma. „Guð getum við ekki séð. Og himinlnn, sem talað er um í Bibliunni, getum við ekkl séð. Við vitum bara, að Guð er til og himinninn er til, en hvar það er, vitum við ekki, því að Guð hefur ekkl opinberað okkur það. Mér finnst það ekki gera neitt til, þvi Guð heyrir okkur, hvar sem við er- um, og við vitum, að Guð er nálægur, þegar við biðjum hann." Flugferðin var orðin nokkuð löng, eða svo fannst Friðrik. Hann var orðinn þreytt- ur, en mömmu fannst allt hafa gengið eins og ( sögu. Það var alltaf öðru hverju verið að tala í hátalarann, og mamma sagði: „Nú lendum við bráðum. Skyldi pabbi vera kominn til að taka á móti okkur?" Pabbi var kominn. Það urðu fagnaðar- fundir, áður en þau vissu af, voru þau öll komin inn i leigubíl og héldu af stað nið- ur að höfn, heim til pabba, hann átti sem sagt heima ( skipinu núna. Friðrik var glaður, en hann var farinn að þreytast og fannst gott að koma heim til pabba. „Á morgun koma jólln,“ sagði pabbi, „og við erum öll saman, öll fjölskyldan. Það verða gleðileg jól — eða hvað heldur þú, Friðrik?" „Áreiðanlega," sagði Frlðrik, „en nú vil ég sofa — bara svolítið ...“ (Lausl. þýtt H. T.) 65

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.